Frétt

bb.is | 25.06.2004 | 10:31Er landsbyggðarfólk heilbrigðara og reglusamara en höfuðborgarbúar?

Úr heitu pottunum á Suðureyri. Skyldi þetta fólk eyða minna fé í kaup á áfengi og snyrtivörum en fólkið í pottunum í Laugardalnum?
Úr heitu pottunum á Suðureyri. Skyldi þetta fólk eyða minna fé í kaup á áfengi og snyrtivörum en fólkið í pottunum í Laugardalnum?
Samkvæmt rannsókn Hagstofu Íslands á útgjöldum heimilanna á árunum 2000-2002 er töluverður munur á útgjöldum höfuðborgarbúa annars vegar og íbúa annarra þéttbýlisstaða og íbúa í dreifbýli hinsvegar. Mjög athyglisvert er að skoða mismunandi kostnaðarliði eftir búsetu. Rétt er samt að minna á þá staðreynd að ekki kemur fram í rannsókninni hvort munur er á kaupgetu milli landssvæða og ekki eru magntölur í rannsókninni. Mismunur í útgjöldum getur því falist í dýrari vöru en ekki endilega meira magni.

Landsbyggðarheimilin eyða mun meira í matvörur en íbúar á höfuðborgarsvæðinu. Hver fjölskylda á höfuðborgarsvæðinu eyðir 480 þúsundum í mat á meðan fólk í öðru þéttbýli eyðir 496 þúsundum og fólk í dreifbýli eyðir 527 þúsundum króna í mat. Dæmið snýst við þegar kemur að drykkjarvörum. Hvort höfuðborgarbúar eru þyrstari en annað fólk skal ekkert um sagt en þeir eyða 70 þúsund krónum árlega í drykki á meðan fólk annars staðar á landinu greiðir 66 þúsund krónur fyrir drykkjarvörur.

Svo virðist sem að búsetu á höfuðborgarsvæðinu fylgi meiri þörf fyrir áfengi og tóbak. Íbúar þar kaupa slíkan varning fyrir 137 þúsund krónur á meðan annað þéttbýlisfólk kaupir fyrir 128 þúsund krónur og fólk í dreifbýli kaupir fyrir 110 þúsund krónur. Þar munar mestu hversu miklu meira fólk á höfuðborgarsvæðinu virðist drekka af áfengum drykkjum eða fyrir um 85 þúsund krónur árlega á meðan fólk í dreifbýli greiðir aðeins 59 þúsund krónur árlega í áfengi.

Hvort föt og skór slitna meira í höfuðborginni eða úrvalið sé meira af slíkum varningi skal ósagt látið en hitt er ljóst að höfuðborgarbúar kaupa föt og skó fyrir 215 þúsund krónur á ári á meðan annað þéttbýlisfólk kaupir fyrir 190 þúsund krónur og fólk í dreifbýli kaupir fyrir 145 þúsund krónur.

Mikill munur er milli landssvæða þegar kemur að húsnæðiskostnaði, hita og rafmagni. Í dreifbýli þarf fólk aðeins að greiða 485 þúsund krónur fyrir þann hluta en á höfuðborgarsvæðinu eru greiddar að jafnaði 774 þúsund krónur fyrir slíkt og í öðru þéttbýli þarf fólk að greiða 624 þúsund krónur. Þar virðist hærri húsaleiga vega þyngst því sá kostnaðarliður er mun hærri í höfuðborginni en annarsstaðar.

Búseta á höfuðborgarsvæðinu virðist kalla á tíðari ferðir til lækna og lyfsala því þar greiðir fólk 134 þúsund krónur árlega í lyf og læknishjálp en fólk annarsstaðar á landinu greiðir aðeins 115 þúsund krónur.

Hvar á landinu mest lífshamingja er kemur ekki fram í rannsókninni en svo virðist sem íbúar höfuðborgarsvæðisins þurfi að kaupa sér meiri lífsfyllingu en annað fólk. Á hverju ári greiða þeir 533 þúsund krónur fyrir tómstundir- og menningu á meðan fólk í dreifbýli greiðir aðeins 365 þúsund krónur. Í öðru þéttbýli greiðir fólk 493 þúsund krónur fyrir slíkt.

Að búa í fámenninu virðist gera fólk ánægðara með útlit sitt ef marka má rannsóknina. Í dreifbýli greiðir fólk árlega 77 þúsund krónur í snyrtingu, hreinlætis- og snyrtivörur á meðan höfuðborgarbúar greiða 101 þúsund krónur í slíkt árlega.

Það skal ítrekað að varasamt er að draga of miklar ályktanir af þessum tölum en hinsvegar gefa þær auðvitað ákveðna vísbendingu um ólíkt lífsmynstur milli íbúa landsins.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli