Frétt

Sigríður Ragna Jóhannsdóttir | 24.06.2004 | 17:16Heilsuefling í Ísafjarðarbæ

Sigríður Ragna Jóhannsdóttir.
Sigríður Ragna Jóhannsdóttir.
Þann 4. mars s.l. var haldinn opinn borgarafundur á sal Menntaskólans á Ísafirði þar sem velt var upp spurningunni hvort gera ætti Ísafjarðarbæ að heilsubæ. Fyrirlesarar voru frá Lýðheilsustöð, ÍSÍ og Heilsubænum Bolungarvík, en einnig fluttu skólameistari MÍ og bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar ávörp. Á fundinum var samþykkt sú tillaga að kjósa níu manna framkvæmdanefnd sem móti stefnu og markmið verkefnisins að gera Ísafjarðarbæ að heilsubæ, til framtíðar ásamt því að gera tillögur um verkefnaval og skipuleggja framkvæmd þeirra á árinu 2004. Jafnframt var samþykkt eftirfarandi ályktun : „Fundur áhugafólks um verkefnið Ísafjarðarbær „Heilsubær” hvetur alla íbúa bæjarins til þátttöku í þeim verkefnum sem framkvæmdanefnd heilsubæjarverkefnisins mun standa fyrir í nafni heilsueflingar bæjarbúa”.

Framkvæmdanefndin tók fljótlega til starfa og hefur fundað fyrsta mánudag hvers mánaðar en framkvæmdastjórn, sem er skipuð formanni, gjaldkera og ritara nefndarinnar, fundar á hverjum mánudegi. Í stað þess að kalla verkefnið heilsubæ eða heilsubæjarverkefni, höfum við ákveðið kalla það hér eftir Heilsuefling í Ísafjarðarbæ.


Hvað er heilsuefling ?
Eins og fram kemur á vef Landlæknisembættisins er heilsuefling mjög víðtækt hugtak og nær yfir breitt svið aðgerða sem allar miða að því að hafa áhrif á lífshætti fólks og gera því kleift að lifa heilsusamlegu og heilsueflandi lífi við heilnæmar aðstæður og umhverfi, jafnt félagslega, menningarlega sem efnahagslega. Leitast er við að efla vitund og vilja einstaklinga til þess að viðhalda og auka eigið heilbrigði og vellíðan. Til að svo megi verða þurfa allir í þjóðfélaginu að líta á sig sem talsmenn heilbrigðra lífshátta og stuðla að því að samfélagið verði uppspretta heilbrigðis. Því má segja að heilsuefling sé frekar félagslegt og pólitískt framtak heldur en einungis málefni heilbrigðisþjónustunnar.

Leiðir til heilsueflingar geta verið jafn margar og hugarflugið nær. Þær miða ekki síður að því að efla andlega og félagslega líðan heldur en þá líkamlegu, en allir þessir þættir hafa áhrif á hvern annan. Slökun, jóga, gönguferðir, dans, hópefli, lækkun matarverðs og gerð göngu- og hjólreiðastíga geta sem dæmi verið ákjósalegar leiðir til að efla heilbrigði okkar og vellíðan.

Umræður um heilsueflingu kalla á ýmsar frekari vangaveltur, meðal annars um skilgreiningar á heilbrigði og vellíðan en sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Jafnframt er hægt að velta fyrir sér hugtakinu um heilsulæsi en það fjallar um vitræna og félagslega hæfileika sem ráða því hversu vel einstaklingi gengur að nálgast upplýsingar og nýta sér þær til að efla og viðhalda góðri heilsu.


Er þetta eitthvað nýtt ?
Frá örófi alda hefur maðurinn leitað leiða til að viðhalda heilsu og sinni og vellíðan. Í gegnum tíðina hefur hann margt framkvæmt sér og sínum til eflingar. Fyrsta formlega ráðstefnan í nafni heilsueflingar var haldin á vegum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í Ottawa árið 1986. Síðan þá hefur margvíslegum heilsueflingarverkefnum verið hleypt af stokkunum hérlendis. Má þar nefna Ísland á iði, Íþróttir fyrir alla og Hjólað í vinnuna á vegum ÍSÍ, Heilsuefling á vinnustöðum á vegum Vinnueftirlitsins, Heilsuefling hefst hjá þér, Heilsan í brennidepli og Þjóð gegn þunglyndi á vegum Landlæknisembættisins. Vorið 1994 hófst einnig samstarfsverkefni Landlæknisembættisins við fjögur sveitarfélög; Hafnarfjörð, Húsavík, Hornafjörð og Hveragerði. Voru bæirnir ýmist nefndir heilsubæir eða H-bæir og unnu þeir að ýmsum verkefnum á sviði heilsueflingar á sínu svæði. Í byrjun ársins 2000 hófst svo öflugt heilsueflingarverkefni í Heilsubænum Bolungarvík. Af þeirra góða starfi má sjá hversu mikil áhrif bæjarbúar sjálfir geta haft á umhverfi sitt og heilbrigði.


Hvað á svo að gera ?
Eins og fyrr segir geta heilsueflingarverkefni verið margskonar. Það er ekki ætlun þessarar heilsueflingarnefndar að verða með einhvern hræðsluáróður gegn sjúkdómum heldur verður áhersla lögð á að hafa áhrif á viðhorf bæjarbúa og virkja þá til þátttöku í skemmtilegum verkefnum með það að markmiði að efla hvern og einn. Við leggjum sérstaklega áherslu á að fólk geri sér grein fyrir því hversu mikil áhrif og mikla ábyrgð það hefur í raun á eigin heilsu og vellíðan og viljum að bæjarbúar á öllum aldri njóti til fullnustu alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða.

Innan heilsueflingarnefndarinnar hafa verið stofnaðar nokkrar undirnefndir með þáttöku hinna ýmsu bæjarbúa sem eiga að sjá um skipulagningu og framkvæmd margvíslegra verkefna. Fyrsta má nefna gönguleiðanefnd en að beiðni Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, mun nefndin aðstoða við merkinu gönguleiða í bæjarfélaginu ásamt gerð gönguleiðakorta. Höfum við því fengið til liðs við okkur úrvals útivistafólk sem allt hefur unnið vel að þessum málum á einn eða annan veg, en að mestu hvert í sínu horni. Með því að ná þessum einstaklingum saman í eina nefnd erum við viss um að vinna þeirra verði markvissari og þá um leið árangursríkari. Auk þessarar miklu vinnu sem framundan er í sambandi við gerð gönguleiðakorta og merkingu gönguleiða er áformað samstarf við Vesturferðir um skipulagningu og leiðsögn gönguferða í bæjarfélaginu.

Næst vil ég nefna svokallaða göngu- og stafagöngunefnd en ætlunin er að fara tvisvar í viku í góðar gönguferðir í skemmtilegum félagsskap. Lagt verður af stað frá íþróttahúsinu á Ísafirði á hverjum mánudegi og miðvikudegi kl. 20 og gengið í u.þ.b. klukkustund. Ég hvet alla til að mæta og spretta úr spori, að ganga í góðum félagsskap er góð alhliða hreyfing og er upplagt að láta félagsskapinn veita sér aðhald. Þeir sem eiga stafagöngustafi eru hvattir til að koma með þá.

Þriðja undirnefndin okkar vinnur svo að bættri líkamræktaraðstöðu í bæjarfélaginu, í góðu samstarfi við Stefán Dan Óskarsson. Er ætlunin að athuga hvaða leiðir er skynsamlegt að fara í þessum efnum.

Fjórða undirnefnin okkar hefur svo þegar hafið vinnu við gerð rannsóknar í samvinnu við Lýðheilsustöð. Ætlum við m.a. að skoða hvernig íbúar Ísafjarðarbæjar meta heilsu sína, hvernig lífshættir þeirra eru og hvernig bæjarbúar verja frítíma sínum. Rétt er að geta þess að rannsóknin verður að sjálfsögðu á engan hátt persónugreinanleg. Þessi rannsókn gefur okkur bæjarbúum gott tækifæri til að sjá hvernig staðan er hjá okkur í dag. Með því að endurtaka svo rannsóknina að einhverjum árum liðnum getum við séð hvort sú heilsueflingarhvattning sem nú er hafin í bæjarfélaginu hafi haft einhver áhrif.

Af öðrum verkefnum sem verða framkvæmd í nafni heilsueflingar í Ísafjarðarbæ má nefna Líflega föstudaga í miðbænum, unnið m.a. í samvinnu við Morrann en ætlunin er að bjóða upp á líflegar uppákomur fyrstu fjóra föstudagana í júlí. Verður bæjarbúum m.a. boðið upp á lifandi tónlist, danskennslu, ávexti, boccia og ýmiskonar leiki.

Þessi grein hefur vonandi kveikt áhuga ykkar lesendur góðir á því fjölbreytta starfi sem framundan er í nafni heilsueflingar í Ísafjarðarbæ. Hér eftir munu birtast reglulega greinar í BB og á bb.is sem fjalla á einn eða annan hátt um heilsueflingu. T.d. verður sagt frá því heilsueflandi starfi sem fyrir er í bænum og því sem starfsfólk hinna ýmsu fyrirtækja gerir til að efla heilsuna og starfsandann. Vonandi gefa greinarnar öðrum hugmyndir að skemmtilegum viðfangsefnum.

Ég vil nota tækifærið og hvetja einstaklinga og forsvarsmenn félagasamtaka og fyrirtækja í bæjarfélaginu öllu til þess að hafa samband við okkur hafi það áhugaverðar hugmyndir að heilsueflandi verkefnum. Það er ekki ætlun nefndarmanna að gera allt sjálfir heldur viljum við miklu frekar fá aðra bæjarbúa til liðs við okkur við skipulagningu og framkvæmd. Einnig viljum við gjarnan fá að benda hinum ýmsu aðilum í bænum á góðar heilsueflandi hugmyndir sem geta svo séð um framkvæmd þeirra í eigin nafni.

Ég vil að lokum geta þess að þetta verkefni áhugafólks um heilsueflingu í Ísafjarðarbæ er hugsað sem langtímaverkefni fyrir alla íbúa bæjarfélagsins, á öllum aldri og því margt eftir að gera. Verkefnið nýtur velvilja bæjaryfirvalda og þeirra sem hafa með heilbrigðismál að gera í bæjarfélaginu. Sýnum samtakamátt okkar í verki, hugum að líðan okkar og njótum lífsins!


Fyrir hönd verkefnisins Heilsuefling í Ísafjarðarbæ,
Sigríður Ragna Jóhannsdóttir.


bb.is | 28.10.16 | 13:23 Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með frétt Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli