Frétt

mbl.is | 23.06.2004 | 17:12Kraftmikil uppfærsla á Brúðkaupi Fígarós

Gagnrýnandi hins alþjóðlega óperutímarits Opera Now fer fögrum orðum um uppsetningu Íslensku óperunnar á Brúðkaupi Fígarós á liðnum vetri í nýútkomnu júlí/ágúst-hefti blaðsins. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Opera Now sendir mann út af örkinni til að fylgjast með sýningu í Íslensku óperunni. Í fyrra sinnið var birtur lofsamlegur dómur um uppsetninguna á Macbeth á vormisseri 2003, ásamt viðamikilli grein um starfsemi Íslensku óperunnar.

Gagnrýnandinn Neil Jones var viðstaddur frumsýninguna á Brúðkaupi Fígarós 29. febrúar sl. og segir í gagnrýni sinni að „í þessari nýju uppfærslu voru lykilpersónur klæddar í sterka liti sem andstæða við fínlega pastellitina í öðrum búningum og milda liti í leikmynd. Þar sem mikið er um samsöng í óperunni vill það oft brenna við að það verður heldur lítið úr einstaka persónum en í þessari uppfærslu voru öll helstu hlutverkin sungin og leikin af glæsibrag.“

Jones segir Bergþór Pálsson hafa skapað „stórkostlegan greifa, ónytjung sem hafði greinilega ekki, eins og algengast er, fæðst með silfurskeið í munninum heldur gleypt hana í heilu lagi.“ Hann segir það ekki koma á óvart að bæði Figaro og Susanna virtust þekkja hann vel og leyfðu sér að hæða hann opinskátt á stundum. Auður Gunnarsdóttir hafi aftur á móti verið andstæðan, „hin skynsama greifafrú með báðar fætur á jörðinni sem hafði mátt þola margt.“

Um söng verksins segir Jones Huldu Björk Garðarsdóttur hafa sungið hlutverk Susönnu ákaflega fallega og að sveigjanleiki raddarinnar hafi hæft hlutverkinu fullkomlega. Ólafur Kjartan Sigurðarson þótti honum syngja söng Figaro af miklum krafti, hann hafi „kraftmikla blæbrigðaríka rödd sem var í góðu formi, þó honum hætti stundum til þess í fyrsta þætti að beita sér um of til að undirstrika sterkar tilfinningar.“ Þá hafi hann stundum reynst nokkuð grimmur gagnvart Cherubino sem Sesselja Kristjánsdóttir gerði heldur of kvenlegan fyrir sinn smekk. Þrátt fyrir það segir Jones hana hafa sungið hlutverkið mjög vel og arían „Voi che sapete“ hentaði fögrum mjúkum hljómi raddar hennar fullkomlega.

Í gagnrýnni segir Jones enn fremur að Sigríður Aðalsteinsdóttir hafi skapað „skemmtilega en nokkuð ósannfærandi unga Marcellinu. Davíð Ólafsson hafi verið fremur ráðsettur Bartolo en Snorri Wium stórkostlegur sem tilgerðarlegur og veimiltítulegur Don Basilio.“

Jones segir þá staðreynd að sviðið í Íslensku óperunni sé mjög lítið og að ekki sé hægt að lyfta leikmyndinni sé vissulega mikil ögrun fyrir leikmyndahönnuði að finna lausn á. Geir Óttarr Geirsson og Þorvaldur Böðvar Jónsson sem saman hönnuðu leikmyndina hafi leyst þessa annmarka á undursamlegan hátt með leikmynd sem ýmist var verönd eða herbergi og allt var þetta gert með örfáum skiptingum. Jones segir leikstjórann Ingólf Níels Árnason einnig hafa nýtt sér snilldarlega hið takmarkaða rými og með markvissri leikstjórn hafi honum tekist að láta atburðarásina renna áfram. Þá hafi hljómsveitin frá fyrsta takti leikið af eldmóði og fjöri undir stjórn Christophers Fifield. Jones segir að lokum að sýningin hafi vissulega verið „kraftmikil uppfærsla á Brúðkaupi Fígarós og hefði átt fleiri áhorfendur skilið heldur en rúmast á þeim u.þ.b. átta sýningum sem Íslenska óperan sá sér fært að bjóða.“

bb.is | 26.10.16 | 09:01 Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með frétt Kómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli