Frétt

Stakkur 25. tbl. 2004 | 23.06.2004 | 09:12Fjárlögin í þjóðaratkvæði

Á laugardaginn gefst þjóðinni kostur að kjósa forseta. Margir hafa lítinn áhuga. Enn fleiri telja sér skylt að styðja sitjandi forseta. Aðrir kostir eru ekki í boði. Hver sem niðurstaðan verður mun þjóðin lifa þessar kosningar af. Hún stendur nú frammi fyrir því að Ólafur Ragnar Grímsson er hættur í leyfi, sem margir töldu vera meðvitaða ákvörðun hans um opinbera hvíld frá pólitík í starfi forseta. Svo er ekki. Hann hefur stjórnmálavætt forsetastarfið og ekki verður aftur snúið. Yfirlýsing um að hann treysti ekki handhöfum forsetavalds fyrir fjölmiðlalögunum er marklaus. Hann valdi að vera á skíðum 1. febrúar síðastliðinn og láta vináttu við Dani víkja þegar krónprinsinn gifti sig. Betra hefði verið að stíga skrefið með sæmd og láta sendiherra Íslands í Danmörku eftir að vera fulltrúi þjóðarinnar en að senda eiginkonu forseta eina síns liðs til Kaupmannahafnar. Hún hefur ekki hlutverki að gegna, hvorki eftir stjórnarskrá né lögum almennt.

Ríkisstjórnin getur verið bæði góð og vond. Flokkarnir að baki henni hlutu meirihluta í almennum kosningum til Alþingis. Forsetinn átti því ekki að fagna fyrir átta árum. Sennilega hefst það nú. Stefna hans er skýr, að sýna Alþingi í tvo heimana. Er þá ekki komið mál til þess að synja fjárlögum staðfestingar? Þau eru grundvöllur alls sem gert er af hálfu ríkisins. Í 41. grein stjórnarskrárinnar segir: ,,Ekkert gjald má greiða af hendi, nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum.” Þau taka gildi þótt forseti synji þeim, en þjóðin fær að greiða um þau atkvæði. Fjárlög eru venjulega umdeildustu lög hvers árs og það hlýtur að vera lágmarkskrafa að við sem stöndum undir öllum útgjöldunum fáum að segja álit okkar á þeim í atkvæðagreiðslu þjóðarinnar. Lögin um breytingu á útvarpslögum og samkeppnislögum taka í raun ekki gildi fyrr en 1. júli 2006 varðandi útvarpsleyfin. Fjárlögin geta orðið umræðuefni um hver jól því nauðsynlegt verður að greiða atkvæði þjóðarinnar fyrir áramót.

Ef til vill finnst mörgum þessi tillaga út í hött. Hún er það ekki. Lýðræði verður vart beinna en með þeim hætti að við fáum að segja álit okkar á því hvernig verja skuli skattfé ríkisins. Margir kvarta undan því að ekki sé nógu varið til heilbrigðis- og menntamála. Aðrir finna að því að of mikið kosti að reka embætti forseta Íslands og svo mætti lengi telja. Sennilega yrði stór sparnaður af þessu, þótt búast megi við því að opinber þjónusta dragist stórlega saman í leiðinni með missi atvinnu opinberra starfsmanna. Þeir gætu farið í fótspor fjölmiðlunga Norðurljósa, sem höfðu aðstöðu og vinnutíma til að berjast á móti, og notað sína aðstöðu og tíma í vinnunni til þess að berjast fyrir sínum málstað.

Fljótlega yrði Alþingi óþarft því fosetinn og þjóðin myndu stýra þessu öllu og á fjögurra ára fresti yrði hann kosinn. Þannig myndi sparast stórfé sem nú fer í laun alþingismanna og rekstur Alþingis. Þessi framtíðarsýn er ekki glæsileg og verður vonandi aldrei að veruleika. Meðan við höfum forseta er lágmark að krefjast þess að viðkomandi hafi stuðning meirihluta kjósenda að baki. Það gerist nú. En er það í raun marktækt? Forsetinn er nú frambjóðandi og í yfirburðastöðu gangvart þeim er bjóða sig fram gegn honum, stöðu sinnar vegna. Þjóðin á því í raun ekkert val, en framtíðin er óráðin og tónninn hefur verið slegin fyrir næstu fjögur ár.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli