Frétt

bb.is | 22.06.2004 | 16:44Verður hætt við flutning olíubirgðastöðvar á Ísafirði?

Olíutankar við Mjósund.
Olíutankar við Mjósund.
Á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á fimmtudag verður lögð fram tillaga bæjarstjóra um framtíð starfsemi olíubirgðastöðvar við Suðurgötu á Ísafirði. Verði niðurstaðan sú að olíubirgðastöðin verði endurbyggð lýkur áratugabaráttu bæjaryfirvalda fyrir færslu olíubirgðastöðva í bænum. Fagnefndir bæjarins vilja að staðið verði fast á því að stöðvarnar fari.

Um áratugaskeið hafa olíufélögin haft birgðastöðvar á Eyrinni á Ísafirði. Olíufélagið hf. hefur birgðastöð við Mjósund og Skeljungur hf. og Olís hf. eru með sameiginlega birgðastöð skammt frá, við Suðurgötu. Ástæða þess að þau félög eru saman með aðstöðu er sú að um áratuga skeið var sama fyrirtækið með umboð fyrir félögin á Ísafirði. Undanfarin ár hefur dreifikerfi olíufélaganna breyst nokkuð með tilkomu Olíudreifingar hf. sem er í eigu Olíufélagsins og Olís.

Undanfarna áratugi hefur það verið kappsmál bæjaryfirvalda að olíubirgðastöðvunum yrði fundinn nýr staður. Ástæðan er einföld. Byggð á Eyrinni hefur nálgast mjög birgðastöðvarnar og bæjarfélagið hefur viljað koma starfseminni á annan stað. Á nokkrum stöðum á landinu hafa olíubirgðastöðvar verið fluttar til vegna breyttra aðstæðan og aukinna krafna til starfsemi þeirra.

Af bréfaskriftum og fundargerðum frá þessu tímabili má ráða að bæjaryfirvöld hafa lengst af ekki ljáð máls á öðru en að öll núverandi starfsemi olíufélaganna fari annað. Hinsvegar hafa verið uppi ýmsar hugmyndir um hvert starfsemin ætti að fara. Á árunum í kringum 1990 voru uppi hugmyndir um staðsetningu olíutanka við utanverðan Mávagarð í Sundahöfn. Vegna mikillar nálægðar þeirrar stöðvar við öflug matvælafyrirtæki var hætt við þá staðsetningu og ákveðið að stöðin yrði reyst syðst á Suðurtanga. Í framhaldinu var deiliskipulagi breytt og samkvæmt gildandi skipulagi er reiknað með að stöðin rísi þar í framtíðinni.

Olíufélögin hafa í gegnum tíðina verið mishrifin af þessum hugmyndum bæjaryfirvalda. Seint verður sagt að þau hafi tekið þeim fagnandi en ekki hafa þau heldur mótmælt þeim hástöfum. Hafa þau jafnan tekið þátt í viðræðum en oftast hefur kostnaðarhliðin komið til tals vegna þessara breytinga. Þannig hagar til að lóðarleiga olíubirgðastöðvar við Mjósund er útrunnin síðan 1993 og hefur sú stöð því verið án samnings í 11 ár. Lóðarleiga nyrðri hluta birgðastöðvar við Suðurgötu rann út 1986 og hefur sá hluti því verið án leigusamnings í 17 ár. Syðri hluti stöðvarinnar við Suðurgötu er með leigusamning til ársins 2049. Að auki er stöðin þar með lóð sem aldrei hefur verið samningur um.

Eins og áður sagði er samkvæmt gildandi deiliskipulagi reiknað með staðsetningu olíubirgðastöðvar syðst á Suðurtanga án athugasemda frá olíufélögunum. Við landvinninga á því svæði var gert ráð fyrir stöðinni og því má segja að bæjarfélagið hafi þegar lagt í nokkurn kostnað vegna þess skipulags. Á hitt ber að líta að aldrei höfðu verið gerðir samningar um endanlega tilfærslu stöðvanna þangað og því síður um hugsanlegan hlut bæjarsjóðs í því sambandi.

Undanfarin ár hefur komið upp andstaða meðal olíufélaganna við flutning á Suðurtanga og er mikill kostnaður nefndur í því sambandi. Því var viðruð sú hugmynd af hálfu bæjarins hvort staðsetning við Sundahöfn kæmi frekar til greina. Undanfarna mánuði hafa olíufélögin hinsvegar alfarið lagst gegn öllum hugmyndum um flutning. Vilja þau starfrækja áfram stöðina við Suðurgötu þar sem lóðarleigusamningur er til 2049 eins og áður sagði. Þó er ljóst að til þess að sú stöð gæti starfað áfram þarf verulegar endurbætur og einnig þarf nýjan lóðarleigusamning fyrir þann hluta starfseminnar sem ekki hefur samning í dag. Olíufélögin telja að eigi þau að færa starfsemi sína verði bæjarsjóður að greiða þann kostnað. Hann hleypur á milljónatugum samkvæmt útreikningum olíufélaganna sjálfra. Svo virðist sem sjónarmið olíufélaganna mæti nú skilningi hjá einstökum bæjarfulltrúum. Aðrir bæjarfulltrúar telja fráleitt að nú verði vikið frá áratuga samhljóða stefnu bæjarstjórnar að olíubirgðastöðvarnar flytji og núverandi landssvæði þeirra verði notuð til annarrar starfsemi. Fagnefndir bæjarins sem fjalla um málið þ.e. hafnarstjórn og umhverfisnefnd eru sammála um að halda beri fast við núverandi skipulag og núverandi stöðvar víki.

Ljóst er að bæjarfulltrúar sem bb.is ræddi við munu eiga mjög erfitt með að taka ákvörðun í þessu máli. Sumir segja að minnkandi umsvif í atvinnulífi kalli ekki á notkun þessara lóða sem nú eru nýttar undir stöðvarnar. Minnkandi útgerð hafi einnig dregið mátt og vilja úr olíufélögunum og því muni þau sækja fast að bærinn greiði flutninginn að fullu. Því sé rétt að viðurkenna staðreyndir og fallast á áframhaldandi staðsetningu við Suðurgötu. Einn bæjarfulltrúi orðaði það svo að bæjaryfirvöld væru í þessu máli í hlutverki hins sigraða manns. Ekki þýddi að loka augunum fyrir þeim staðreyndum að hér færu umsvif atvinnufyrirtækja minnkandi.

Aðrir segja það fráleitt að senda þau skilaboð útí þjóðfélagið að vegna minnkandi umsvifa verði að hætta við flutning. Með því sé verið að samþykkja þessa staðsetningu um aldur og æfi og ekki verði aftur snúið þegar byggð hér vaxi á ný. Það sjónarmið hefur verið áberandi í umræðunni að olíufélögin hafi undanfarna áratugi rekið hér mjög ábatasama starfsemi. Meðal annars með starfrækslu sameiginlegrar bensínstöðvar sem gert hefur þeim kleift að hafa mun hærra eldsneytisverð á svæðinu en víðast hvar annarsstaðar á landinu. Einnig hafi þau með öðru samráði sínu sem nú er til rannsóknar hjá samkeppnisyfirvöldum haft mikinn umframhagnað. Þau séu því ekki í siðferðilegri stöðu til þess að standa gegn eindregnum óskum bæjaryfirvalda um flutning sem kosta muni einungis um 50 milljónum meira en fyrirsjáanleg endurbygging núverandi birgðastöðvar. Það sé langt innan við það sem lítil bensínstöð kosti í byggingu. Með því að framlengja núverandi staðsetningu sé einnig verið að koma í veg fyrir hugsanlega innkomu nýrra olíufélaga sem að undanförnu hafa verið að þreifa fyrir sér á markaðnum. Því verði komið í veg fyrir hugsanlega samkeppni í olíusölu á svæðinu í framtíðinni og með því verði lokað fyrir möguleika á sparnaði atvinnulífs og almennings. Ennfremur heyrist sú skoðun að fráleitt væri að bæjarstjórn fari að ganga í berhögg við stefnu fagnefnda bæjarfélagsins í þessu máli.

Á fundi bæjarráðs í gær voru málin rædd með fulltrúum olíufélaganna ásamt formanni hafnarstjórnar, hafnarstjóra og bæjartæknifræðingi. Bæjarráð samþykkti að umræðum loknum að fela bæjarstjóra að móta tillögu um málið og leggja fyrir fund bæjarstjórnar sem haldinn verður á fimmtudag.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli