Frétt

mbl.is | 22.06.2004 | 15:4620. flugræninginn í haldi í Guantanamo

„Tuttugasti flugræninginn“ sem talinn er hafa vantað í hóp hryðjuverkamanna sem rændu fjórum bandarískum farþegaþotum 11. september 2001 er í fangabúðum Bandaríkjamanna við Guantanamo-flóa á Kúbu, að því er bandaríska dagblaðið New York Times greindi frá í gær. Mohamed al-Kahtani, 26 ára frá Sádi-Arabíu, var handtekinn í Afganistan í desember 2001 en hann er sagður vera 20. flugræninginn.

Líkt og margir aðrir fangar í Guantanamo neitaði hann að gefa upp nafn sitt eða sýna samvinnu í yfirheyrslum.

Það var ekki fyrr en í júlí 2002, að því er embættismenn sögðu í samtali við NYT, sem alríkislögreglumenn komust að því að fingraför hans pössuðu við fingraför manns sem sneri til baka eftir að hafa flogið til Orlando í Flórída frá Lundúnum í ágúst 2001 án þess að hafa farseðil til baka eða bókað hótel.

Hringt var úr myntsíma á flugvellinum í Mustafa al-Hawsawi, liðsmann al-Qaeda í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, sem sá um samhæfingu staðsetninga árásanna. Þá sýna eftirlitsmyndbönd flugvallarins bílaleigubíl sem höfuðpaur flugræningjanna, Mohamed Atta, notaði, aka inn á bílastæði flugvallarins rétt áður en vél Kahtanis lenti.

FBI sendi reyndan andhryðjuverkalögreglumann sem talar reiprennandi arabísku til Guantanamo til að yfirheyra Kahtani. Eftir yfirheyrslur í nokkra mánuði tókst honum að fá Kahtani til að viðurkenna að fyrirhugað hafi verið að hann myndi slást í hóp flugræningjanna.

Kahtani veitti litlar upplýsingar um aðrar ráðagerðir al-Qaeda en alríkislögreglumenn telja það stafa af því að hann hafi lítið vitað um þær þar sem hann átti ekki að fljúga vélinni heldur einungis yfirbuga farþega. Lægra settir al-Qaeda liðar hafa jafnan litlar upplýsingar um ráðagerðir samtakanna.

Yfirmenn í Bandaríkjaher voru hins vegar ekki sannfærðir og tók herinn því yfir yfirheyrslurnar í lok nóvember 2002. Fljótlega fékk herinn leyfi til að nota nýjar aðferðir við yfirheyrslur sem samþykktar voru af Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra og fólu þær m.a. í sér að setja má hauspoka á fangann, láta hann vera í erfiðri stellingu t.d. að sitja klukkustundum saman á hækjum sér, þá mátti nota hunda og „milda en ekki hættulega snertingu“, sögðu embættismennirnir í samtali við NYT og vísuðu til minnisblaðs frá janúar 2003.

Í maí sagði háttsettur embættismaður í stjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta við NYT að Kahtani hafi veitt upplýsingar um fyrirhugaða árás og um fjármögnun hryðjuverka. Nokkrir aðrir embættismenn sögðu blaðinu að Kahtani hafi ekki gefið neinar upplýsingar varðandi árásir al-Qaeda.

Amnesty International á Íslandi hefur í samvinnu við fjölda félagasamtaka og netmiðla mótmælt því að föngum sé haldið í fangabúðunum í Guantanamo án þess að þeim sé birt ákæra eða að þeir fái að hitta lögmann eða ættingja sína. Samtökin standa fyrir undirskriftaherferð á Netinu.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli