Frétt

| 22.03.2000 | 11:08„Óþarfa áhyggjur bæjarstjórans"

Blaðinu hefur borist yfirlýsing frá Landsbanka Íslands, Ísafirði, vegna fréttar um kvartanir bæjarritara og bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar yfir lakari þjónustu Landsbanka Íslands. Yfirskrift tilkynningarinnar er „Óþarfa áhyggjur bæjarstjórans". Yfirlýsingin fer hér á eftir.
„Samkvæmt frétt BB 21. mars á Netinu og 22. mars í blaðinu sjálfu, lagði Halldór Halldórsson bæjarstjóri fram minnisblað á fundi bæjarráðs varðandi þjónustu stofnana og fyrirtækja sem hafa höfuðstöðvar í Reykjavík vegna flutnings á störfum til höfuðborgarinnar.

Þar voru sérstaklega nefndar launafærslur Ísafjarðarbæjar í Landsbankanum, sem bæjarstjórinn telur að séu færðar í Reykjavík.

Við getum fullvissað stjórnendur Ísafjarðarbæjar um að allar launafærslur eru framkvæmdar í útibúinu á Ísafirði, bæði fyrir Ísafjarðarkaupstað og önnur fyrirtæki hér í bæ.

Varðandi mistök sem urðu við launafærslur Ísafjarðarbæjar er ástæðan sú, að á síðastliðnu ári var tekið í notkun nýtt og fullkomið afgreiðslukerfi í útibúi Landsbankans á Ísafirði. Síðasti þáttur þessa kerfis var ferlið rafrænar launafærslur. Við þessa breytingu þurftu fyrirtæki og stofnanir sem nýttu sér þessa þjónustu að breyta lítillega uppsetningu á keyrslu sinni til bankans. Starfsmaður bankans fór í launadeild Ísafjarðarbæjar til þess að gera grein fyrir þessari breytingu. Því miður tókust þessar breytingar ekki að fullu hjá Ísafjarðarbæ, sem varð til þess að við keyrslu launa tvenn sl. mánaðarmót fóru 14 færslur ekki inn á viðkomandi reikninga. Starfsmenn Landsbankans og launadeildar Ísafjarðarbæjar hafa farið yfir orsök þessara mistaka og hefur launadeildin nú þegar látið tölvuþjónustuaðila sinn lagfæra villuna.

Landsbankinn á Ísafirði getur upplýst, að vikulega eru færðar rafrænar launafærslur fyrir nokkur stór fyrirtæki á Ísafirði í útibúinu og hafa þessar færslur allar gengið mjög vel. Bankinn vonast til að vandi Ísafjarðarbæjar sé úr sögunni og allir starfsmenn hans fái laun sín á réttum tíma framvegis.

Það er rétt sem fram kemur hjá bæjarstjóranum, að það er búið að flytja þann hluta bakvinnslu útibúsins til Reykjavíkur sem snýr að leiðréttingum og er því óhægara með þær en áður. Vill Landsbankinn hér með biðjast afsökunar á því hve seint gekk að leiðrétta mistökin.

Hins vegar getur Landsbankinn á Ísafirði upplýst, að útibúinu hefur tekist að fá verkefni frá Reykjavík til Ísafjarðar, en það er skráning alls lífeyrissparnaðar sem greiddur er inn til Landsbanka Íslands hf. Gögnin eru flutt í tölvutæku formi til útibúsins á Ísafirði, þar sem skráningin fer fram, og er þar um þúsundir færslna í hverri viku að ræða sem unnar eru í útibúi Landsbankans á Ísafirði.

Stjórnendum Landsbankans á Ísafirði þykir leitt að kvörtun vegna launafærslna Ísafjarðarbæjar skyldi birtast á þennan hátt, þar sem augljóslega hefði verið hægt að upplýsa málið innan skrifstofu Ísafjarðabæjar sjálfs."

bb.is | 26.09.16 | 07:34 Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með frétt Flateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli