Frétt

mbl.is | 21.06.2004 | 21:44Skelfing greip um sig í skóla íslensks pilts í Virginíuríki

Andri Þór Guðmundsson, 13 ára sonur íslenskra hjóna í Gainesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum, varð fyrir óskemmtilegri lífsreynslu þegar jafnaldri hans kom með tvo riffla og eina skammbyssu, hlaðna skotfærum, í Bull Run gagnfræðaskólann, þar sem Andri stundar nám. Mildi þykir að aðstoðarskólastjóri skólans hafi orðið piltsins með byssurnar var, en hann gerði lögreglu viðvart. Pilturinn var handsamaður áður en hann gat mögulega beitt skotvopnunum, en umsátur lögreglu stóð í kringum tvær klukkustundir.

Ólöf Hrafnsdóttir, móðir Andra, segir í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins (mbl.is), að lögreglan hefði haft mikinn viðbúnað vegna málsins, hún hefði stöðvað alla umferð í kringum skólann og lögregluþyrlur sveimuðu yfir byggingum um tíma. Um eitt þúsund nemendur sækja Bull Run skólann.

„Við búum skammt frá skólanum en fengum ekki að komast nálægt honum þar sem lögreglan var búinn að loka öllum leiðum. Við vorum verulega áhyggjufull en fegin þegar í ljós kom að lögreglan hefði haft hendur í hári piltsins og nemendur voru ómeiddir,“ segir Ólöf, móðir Andra. Hún hefur ásamt eiginmanni sínum, Guðmundi Þorleifssyni, búið ásamt Andra og Birnu, sjö ára dóttur þeirra, í Virginíu síðustu fimm ár.

Atvikið átti sér stað á síðasta skóladeginum, 18. júní. Ólöf segir að aðstoðarskólastjórinn, sem hefði gengið um ganga til þess að tryggja að allir nemendur væru komnir inn í kennslustofur, hafi orðið piltsins var inni á salerni. „Pilturinn var vopnaður skammbyssu og lét aðstoðarskólastjórinn lögreglu vita. Þá barst tilkynning í hátalakerfi skólans um að kennarar ættu að slökkva öll ljós í kennslustofum og læsa hurðum. Þá þurftu allir að fara undir borð. Krakkarnir sátu undir borðum í kringum tvo klukkutíma á meðan sérsveitalögreglan leitaði alls staðar um skólann eftir að pilturinn var tekinn höndum," segir Ólöf í samtalinu við Fréttavef Morgunblaðsins.

Hún segir að lögreglan hefði viljað ganga úr skugga um hvort fleiri væru viðriðnir málið. „Þegar lögreglan kom inn í kennslustofu sonar okkar leitaði hún í öllum skúffum og á krökkunum. Þá þurftu þau að ganga út með uppréttar hendur. Sem betur fór var þessi piltur handtekinn því mögulegt var að hann léti til skarar skríða,“ segir Ólöf. Pilturinn hafði orðið fyrir einelti í skólanum og hugðist skólinn láta flytja hann í annan skóla. Talið er að hann hafi komist með byssurnar í gegnum mötuneyti skólans, en þar hefur móðir hans unnið. Hún var einnig tekin höndum í kjölfar umsáturs lögreglu.

Ólöf segir að atvikið hefði gerst um níuleytið, eða fljótlega eftir að kennslutímar hófust í skólanum. Andri hefði hins vegar haft samband við sig úr GSM-síma skömmu fyrir ellefu um morgun og tjáð sér að hann væri heill á húfi. Þá var hann á leið ásamt nemendum í skólabíl í Tyler barnaskólann, en þangað voru foreldrar beðnir að sækja börnin sín. Ólöf segir að pilturinn sem var handtekinn sé jafnaldri Andra og hefði sótt sömu leikfimistíma og sonur sinn á þessu skólaári.

„Við höfum talið okkur búa í fremur góðu hverfi hér í Gainesville, sem er úthverfi í Washingtonborg, en greinilegt að slíkir atburðir geta gerst hvar sem er,“ segir Ólöf, sem hefur búið ásamt eiginmanni sínum, sem er flugvirki, í Bandaríkjunum í sjö ár.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli