Frétt

bb.is | 21.06.2004 | 15:56Lögreglan gerir sóðum að hreinsa upp eftir sig

Vikan var annasöm hjá lögreglunni á Ísafirði.
Vikan var annasöm hjá lögreglunni á Ísafirði.

Lögreglan á Ísafirði hafði snör handtök eftir að borgari hringdi og sagðist hafa orðið vitni að því þegar flösku var kastað út úr bifreið sem ekið var um Fjarðarstrætið á Ísafirði. Flaskan mölbrotnaði en lögreglan hafði uppi á bifreiðinni og var ökumanni hennar og farþegum gert að hreinsa upp eftir sig sóðaskapinn.

Þá hafði lögreglan afskipti af 16 ára dreng sem var drukkinn og lét það fara í skapið á sér að fá ekki inngöngu á skemmtistaðinn Sjallann á Ísafirði. Var hann geymdur á lögreglustöð þar til aðstandendur sóttu hann. Snemma á sunnudagsmorgun hafði lögreglan afskipti af 14 ára stúlku. Hún var ekki drukkin en forráðmenn hennar höfðu leyft henni að koma til Ísafjarðar, kaupa sér hótelherbergi og dvelja yfir helgina, með því skilyrði að hún væri komin inn fyrir kl. 24:00. Þessi tvö mál eru verkefni barnaverndaryfirvalda, eins og segir í dagbók lögreglunnar.

Alls voru 115 verkefni færð til bókar í nýliðinni viku og telst hún því frekar erilsöm. Meðal annars bárust mjög margar kvartanir vegna ógætilegs akstursmáta nokkurra ökumanna.

Einn þeirra ók um Króksbrekku inn á Túngötu með þvílíkum látum að íbúar þar nálægt hrukku við og kvörtuðu, eins og segir í dagbók. Rætt var við ökumanninn sem kannaðist við að hafa ekið svo hratt í beygjuna að ískraði í hjólbörðum bifreiðarinnar. Þá komu kvartanir vegna sams konar aksturslags á og við höfnina. Þar voru á ferð sömu ungu ökumennirnir aftur og aftur. Virðist fátt koma að gagni til að breyta þessu háttarlagi þeirra, að sögn lögreglu.

Talsverð ölvun var á götum og á veitingastöðum í umdæmi lögreglunnar í síðustu viku. Í íþróttahúsinu í Súðavík var fjölmenni og talsverð ölvun, þó voru engin vandræði þar. Á Ísafirði var mikil ölvun og voru tvær líkamsárásir kærðar.

Aðfaranótt laugardags heyrðu lögreglumenn mikil ölvunarlæti inn á lögreglustöð. Lætin komu frá Hafnarstrætinu. Lögreglumenn sem fóru á staðinn, sáu mann skalla annan í andlitið. Var árásarmaðurinn handtekinn og færður á lögreglustöð til viðræðna. Ekki tókst að ræða við hann sökum skapofsa og drykkjuláta, þannig að það varð að láta hann sofa úr sér vínið. Var hann yfirheyrður um hádegisbilið að viðstöddum lögmanni sínum.

Að lokum segir í dagbók lögreglunnar fyrir síðustu viku: „Ein orðsending til foreldra. Talsvert er um að ungmenni fjölmenni inn í Tunguskóg á góðviðriskvöldum. Það er í sjálfu sér hið besta mál, en rétt er að gefa þessum samkomum auga, þar sem of oft vill brenna við að einhver þessara ungmenna eru með áfengi. Það vill oft verða til þess að einn og einn, sem ekki var með áfengi fær sinn fyrsta snaps þarna. Komum í veg fyrir það.“

thelma@bb.isbb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli