Frétt

Magnús Þór Hafsteinsson | 18.06.2004 | 16:34Ekki staðið við stóru orðin

Magnús Þór Hafsteinsson.
Magnús Þór Hafsteinsson.
Veiðar smábáta hafa verið mjög í brennidepli undanfarnar vikur eftir að ríkisstjórnarflokkunum tókst að þræla svokölluðum dagabátum inn í kvótakerfi á síðustu dögum þingsins. Þessi nýjasti gjörningur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks bætir gráu ofan á svart í helför þessara flokka gegn hagsmunum sjávarbyggða á Íslandi. Hann er ekkert annað en framhald á ógæfuför sem hófst af fullum þunga 1. september árið 2001. Þá tóku gildi mjög umdeild lög sem settu kvóta á ýsu-, ufsa- og steinbítsveiðar smábáta. Lögunum var harðlega mótmælt víða um land. Smábátasjómenn streittust á móti og áttu stuðning fjölmargra. Meðal annars var haldinn tæplega þúsund manna fundur í íþróttahúsinu á Ísafirði í maí árið 2001 til að mótmæla þessum ólögum ríkisstjórnarflokkanna. En allt kom fyrir ekki. Það var ekki hlustað á fólkið sem átti hagsmuna að gæta þá, frekar en nú þegar dagabátarnir voru þvingaðir í helsi kvótasetningar.

Ónauðsynlegar kvótasetningar
Það er alltaf að koma betur í ljós að það var nákvæmlega engin þörf á því að setja þessi lög. Þetta var gersamlega forkastanlegur gjörningur. Ein afdrifaríkustu mistök sem gerð hafa verið í fiskveiðistjórnun nú hin síðari ár. Megin ástæðan er sú að þetta var mikið reiðarslag fyrir atvinnustigið í sjávarbyggðum allt umhverfis landið. Þessi kvótasetning rændi byggðirnar möguleika til aukinnar verðmætasköpunar og leiðir nú til ónauðsynlegrar haftastefnu sem virkar eins og bremsa á alla framþróun.

Engin fiskifræðileg rök mæltu með því að þetta yrði gert, og engin fiskifræðileg rök mæla með því í dag að þessar tegundir séu hafðar í kvóta. Þeir sem börðust fyrir þessari kvótasetningu notuðu meðal annars þau rök að takmarka þyrfti sókn í ýsu, ufsa og steinbít því að þessar tegundir stæðu höllum fæti. Þetta var og er alger fásinna.

Ýsa og ufsi í sókn
Ef nýútkominni ástandsskýrslu Hafrannsóknastofnunar er flett, sést að stofnar ýsu og ufsa voru árið 2001 í uppsveiflu sem enn sér ekki fyrir endann á. Enda hafa umhverfisskilyrði í hafinu verið góð. Nú eru tveir af stærstu ýsuárgöngum sem menn hafa nokkru sinni séð síðan mælingar hófust, að koma inn í veiðina. Hlýnun sjávar hefur gert það að verkum að ýsu er nú að finna á öllu landgrunninu, allt umhverfis landið. Þessi breyting hefur orðið á undanförnum fjórum árum. En skyldu sjávarbyggðirnar geta nýtt sér þetta til fulls? Svarið er nei. Það má ekki veiða ýsuna nema hafa til þess kvóta.

Hið sama gildir um ufsastofninn. Allir eru sammála um að ufsagengd hefur aukist stórlega hér við land. Steinbítsstofninn virðist í ágætu jafnvægi.

Hvers vegna kvóti?
Hvað er það sem rekur stjórnvöld til þess að setja fiskistofna sem eru í örum vexti í kvóta? Hvers vegna kjósa þingmenn úr sjávarbyggðum þessa lands, sem kosnir hafa verið á þing til að vinna að hagsmunum fólksins í þessum byggðum sem kaus þá, að beita sér fyrir því hefta atvinnufrelsi og athafnaþrótt þessa fólks? Hvað gengur mönnum til? Ég verð að játa það að ég botna ekki í þessu. Eins og staðan er í dag er nákvæma ekkert sem mælir með því að veiðar á ýsu, ufsa, steinbít, löngu, keilu og skötusel séu heftar með kvótum.

Samt kjósa einstakir þingmenn, á borð við Einar Kristinn Guðfinnsson, Einar Odd Kristjánsson og Kristinn H. Gunnarsson að víkja úr vegi og ljá því lið að þessir kvótar séu settir á veiðarnar, og vopnin þar með slegin úr höndum fólksins í sjávarbyggðunum. Þeir kjósa að ganga á bak orða sinna. Tala þvert gegn öllu því sem þeir hafa þóst berjast fyrir. Kjósa að svíkja heit sín um að verja dagakerfið.

Trúverðugleikinn er stórmál
Í september í fyrra var haldinn enn einn fjöldafundurinn um stjórn fiskveiða á Ísafirði. Í þetta sinn um línuívilnun, sem er enn ein ruglráðstöfun stjórnvalda í málefnum strandveiðiflotans. Ég var á þessum fundi þar sem þingmenn Norðvesturkjördæmis töluðu. Ég hljóðritaði fundinn og skrifaði síðan það sem þingmennirnir sögðu og lagði út á vefsíðu Frjálslynda flokksins. Hluta af því er að finna í greininni „Hvað sögðu þeir fyrir vestan?“ sem er að finna hér á vef Bæjarins besta.

Einar Oddur Kristjánsson var einn þeirra sem fluttu ræðu. Hann talaði fyrir því að byggðirnar ættu að fá að njóta nálægðar sinnar við auðæfi hafsins og því væri réttlætanlegt að ívilna línubátum sérstaklega. Ég man alltaf eftir orðum hans sem fara hér á eftir: „Nokkur þúsund tonn, og ég segi nokkur þúsund tonn, skipta ekki máli fyrir lífríkið í hafinu. Skipta engu máli, það vitum við. Engu. En nokkur þúsund tonn, þó það skipti ekki máli fyrir lífríkið, þá skiptir hitt mjög miklu máli, að stjórnmálaflokkar standi við yfirlýsingar sínar. Standi við trúverðugleika sinn. Það er stórmál. Það er mjög mikið mál.“ Þetta sagði Einar Oddur Kristjánsson og uppskar dynjandi lófatak fyrir.

Já, svona tala þeir heima í héraði. En þegar á Alþingi er komið og þeir mæta valdinu, þá leggjast þeir alltaf flatir og hlýða skipunum. Þá er trúverðugleikinn léttvægur fundinn. Stórmálið er orðið smámál.

– Magnús Þór Hafsteinsson er þingflokksformaður Frjálslynda flokksins og situr í sjávarútvegsnefnd Alþingis.


bb.is | 21.10.16 | 10:58 Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með frétt Píratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli