Frétt

| 14.06.2001 | 15:13Tugmilljónabætur

43 ára Hafnfirðingur, Guðmundur Ingi Kristinsson, hefur stefnt ríkissjóði þar sem hann krefst 36,8 milljóna króna í skaðabætur þar sem örorkunefnd hafi árið 1998 tekið sjúkraskrá hans ólöglega úr skjalasafni Sjúkrahúss Reykjavíkur. Visir.is greindi frá.
Hann krefst einnig bóta í ljósi þess að á sama ári hafi nefndin einnig tekið ólöglega bráðasjúkraskrá og göngudeildarnótur frá 1993 á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Þetta hafi verið gert án samþykkis Guðmundar Inga og ekki hafi verið kvittað fyrir af hálfu nefndarinnar þegar skýrslurnar voru afritaðar. Guðmundur Ingi segir nefndina síðan hafa notað gögnin gegn honum. Þannig hafi nefndin hafnað endurupptöku í örorkumatsmálinu og hún valdið honum fjártjóni og miska.

Umboðsmaður Alþingis úrskurðaði á síðasta ári að einn úr örorkumatsnefnd, Brynjólfur Mogensen læknir, hefði verið vanhæfur til setu í nefndinni þegar hún fjallaði um endurupptökubeiðni Guðmundar árið 1998. Umfjöllun nefndarinnar endaði þá á þann veg að hún hafnaði beiðni Guðmundar um endurupptöku.

Guðmundur Ingi lenti í árekstri árið 1993 sem hafði í för með sér slæm meiðsl á hálsi. Hann gekkst undir aðgerð og var negldur á fjórum stöðum. Eftir það varð hann að gangast undir aðgerð í mjóbaki og var hann einnig spengdur þar. Niðurstaða örorkunefndar, áður en Guðmundur Ingi gekkst undir mjóbaksaðgerðina, var að hann væri 30 prósent öryrki og mætti hvorki stunda vinnu með andlegu né líkamlegu álagi. Þessu mótmælti síðan Guðmundur og fór fram á að örorka hans yrði endurmetin og hækkuð. Því neitaði nefndin og hélt hún því reyndar fram að meiðsl þau sem maðurinn átti við að stríða hefðu einnig orsakast áður en hann lenti í slysinu árið 1993.

Í ágúst 1999 komu til dómkvaddir matsmenn í mál Guðmundar. Niðurstaða þeirra varð sú að þeir töldu að hann hefði verið heilbrigður líkamlega fyrir slysið árið 1993. Guðmundur Ingi var síðan metinn með 75 prósent örorku og 45 prósent miska. Guðmundur Ingi hefur fengið greiddar bætur í samræmi við þessa niðurstöðu.

Guðmundur krefst nú dráttarvaxta, skaðabóta og miska frá ríkinu. Hann hafi t.a.m. staðið með 4 börn á götunni á tímabili og orðið að selja ofan af sér íbúð árið 1999. ,,Það er skelfilegt að menn sem eiga að fara að lögum og vera hlutlausir æði inn á sjúkrahús og hirði sjúkraskýrslur án þess að hafa skriflegt leyfi frá mér og án þess að biðja um þær samkvæmt lögum og kvitta svo fyrir -- þetta varð ég a.m.k. að gera. Þetta er ekkert annað en gróf valdníðsla," sagði Guðmundur Ingi. Þegar DV leitaði eftir viðbrögðum Ragnars Hall, formanns örorkunefndar, kaus hann að tjá sig ekki um málið, a.m.k. ekki að svo stöddu.

bb.is | 29.09.16 | 17:07 Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með frétt Innan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli