Frétt

| 14.06.2001 | 15:11LÍN braut á MS-sjúklingi

Umboðsmaður Alþingis segir að stjórn LÍN hafi ekki farið að lögum þegar hún neitaði að taka tillit til breyttra aðstæðna fyrrverandi námsmanns sem fengið hafði MS-sjúkdóm. Maðurinn vildi fá undanþágu frá endurgreiðslu lána. Visir.is greindi frá.
Fyrrverandi námsmaður, sem sótt hafði um niðurfellingu á endurgreiðslu námslána vegna þess að hann var með MS-lömunarsjúkdóminn og átti við fjárhagslega erfiðleika að etja, á rétt á að stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna taki erindi hans til skoðunar með hliðsjón af breyttum aðstæðum. Þetta er álit umboðsmanns Alþingis.

Stjórn lánasjóðsins og síðar málskotsnefnd hafði synjað námsmanninum um niðurfellingu endurgreiðslna haustið 1999 þar sem honum yrði reiknuð tekjutengd afborgun árið 2000 eins og árin 1997 til 1999.

Umboðsmaðurinn segir hins vegar að stjórninni og málskotsnefndinni hafi borið að kanna sérstaklega fjárhagslegar aðstæður námsmannsins þegar beiðni hans var til meðferðar. Þeim hefði borið að staðreyna hvort aðstæður hans, einkum sú staðreynd að hann hafði greinst með sjúkdóm, hefðu leitt til þess að ráðstöfunarfé hans eða möguleikar hans til að afla tekna hefði verið skert til muna Þá hefði stjórninni enn fremur borið að meta hvort veikindi hans og aðstæður að öðru leyti hefðu valdið honum eða fjölskyldu hans verulegum fjárhagsörðugleikum.

Umboðsmaður segir að beiðni námsmannsins hafi alfarið verið afgreidd á grundvelli þeirrar hlutlægu og fortakslausu vinnureglu stjórnarinnar að ekki sé veitt undanþága frá endurgreiðslu námslána ef líklegt sé talið að lánþega myndi reiknast tekjutengd afborgun á næsta ári eftir að breytingin á högum hans átti sér stað. Af rökstuðningi í úrskurði málskotsnefndar og öðrum gögnum málsins yrði ekki annað séð en að stjórn lánasjóðsins og síðar málskotsnefndin hefðu ekki afgreitt beiðni námsmannsins með þeim hætti sem lög gerðu ráð fyrir.

bb.is | 28.09.16 | 11:45 Engin mengun í vatninu

Mynd með frétt Enga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli