Frétt

mbl.is | 11.06.2004 | 16:21Tvær konur köstuðu spjóti yfir 50 metra á Vormóti ÍR

Besta spjótkastkeppni íslenskra kvenna frá upphafi fór fram á Vormóti ÍR sem haldið var í 62. sinn á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Vigdís Guðjónsdóttir, HSK, sigraði með kasti upp á 52,71m í síðustu umferð. Vigdísi vantar aðeins 3,29 metra upp á Ólympíulágmark.

Ásdís Hjálmsdóttir, Ármanni, tók forystuna af Vigdísi í fimmtu umferð og setti ungkvennamet 19-20 ára og 21-22 ára með kasti upp á 51,30m og tryggði sér keppnisrétt á HM 19 ára og yngri sem fram fer á Ítalíu í sumar. Þetta er í fyrsta skipti sem tvær íslenskar konur kasta yfir 50m í sömu keppni og 41.30m dugði aðeins í fimmta sæti í keppninni að þessu sinni. Má því segja að konurnar hafi heiðrað minningu Jóels Sigurðssonar fyrrverandi Íslandsmethafa í spjótkasi með viðeigandi hætti því keppnin að þessu sinni var til minningar um Jóel sem lést á síðasta ári.

Sigurkarl Gústafsson, UMSB, sigraði í fjölmennu 100 m hlaupi karla þar sem var fátt um fína drætti nema hjá þeim yngri en hinn fimmtán ára gamli Sveinn Elías Elíasson hljóp á 11,55 sek. Sveinn Elías hljóp einnig á 52,25 sek í 400 m hlaupi sem er góður tími.

Sigurbjörg Ólafsdóttir 18 ára úr Breiðablik hljóp á 12,29 sekúndum í 100 m hlaupinu og varð önnur á eftir breskum gesti mótsins Emmu Anja sem hljóp á 11,78 sek. Hin 16 ára gamla Dagrún Inga Þorsteinsdóttir, Ármanni, sigraði í hástökki kvenna, stökk 1,65m og Fanney Tryggvadóttir 17 ára í stangarstökki kvenna með 3,20m. Báðar náðu lágmörkum á Norðurlandamót unglinga sem og Sigurbjörg í 100m hlaupinu.

Sigurbjörn Árni Arngrímsson sigraði með yfirburðum í frekar daufu árlegu Kaldalshlaupi í 3000m. Sigurbjörn kom í mark á 8.59,06 mín. Mikla athygli vakti sigur hins 16 ára gamla Vilhjálms Atlasonar, ÍR, í 800m hlaupi karla þegar hann hljópa á 1.59,64 og bætti sig um 6 sekúndur. Ragnar Frosti Frostason, 22 ára gamall Skagfirðingur, hljóp í fyrsta skipti undir 50 sekúndum í 400m hlaupi og sigraði á 49,93 sek. Einar Daði Lárusson 14 ára ÍR-ingur hljóp á frábærum tíma 54,41 sek í fyrri riðli 400m hlaupsins. Bergur Ingi Pétursson, FH, sem er aðeins 19 ára sigraði í sleggjuukasti karla með 57,20m kasti og er með tryggann farseðil á Norðurlandamót og mjög nálægt lágmarki á HM 19 ára og yngri.

Í 1.500m hlaup kvenna var elsti keppandinn 16 ára en árangurinn engu að síður ágætur miðað við aldur en Herdís Helga Arnalds úr Breiðabliki sigraði á 4.54,25 sek. Í lok skemmtilegs móts bætti drengjasveit Breiðabliks Íslandsmetið í 17-18 ára flokki í 4x100m boðhlaupi þegar hún kom í mark á 44,06 sek en karlasveit UMSS sigraði á 43,81 sek.

Mótið var næst síðasta tækifæri frjálsíþróttamanna til að sýna getu sína áður en valið verðu í landslið Íslands fyrir Evrópubikarkeppni landsliða sem fram fer á Laugardalsvelli 19.-20. júní n.k.

Sigurvegarar í einstaka greinum voru eftirtaldir:

*100m ka: Sigurkarl Gústavsson UMSB: 11,21s
* 100m kv: Sigurbjörg Ólafsdóttir Breiðablik: 12,29s.
* Emma Ania frá Englandi keppti sem gestur í 100m og hljóp á 11,78s
* 400m ka: Ragnar Frosti Frostason UMSS: 49,93s
* 400m kv: Áslaug Jóhannsdóttir UMSS: 60,29s
* 800m ka: Vilhjálmur Atlason ÍR: 1.59,64 mín
* 1500m kv: Herdís Helga Arnalds Breiðablik: 4.54,25 mín
* 3000m ka: Sigurbjörn Árni Arngrímsson UMSS: 8.59,06 mín
* 400m gr. kv: Kristín Birna Ólafsdóttir ÍR: 63,88s
* 40mm gr. ka: Unnsteinn Grétarsson ÍR: 56,60s
* 4x100m kv: Sveit Breiðabliks: 50,38s
* 4x100m ka: Sveit UMSS: 43,81s
* Hástökk kv: Dagrún Inga Þorsteinsdóttir Ármanni: 1,65m
* Stangarstökk kv: Fanney Björk Tryggvadóttir: 3,20m
* Stangarstökk ka: Sverrir Guðmundsson ÍR: 4,40m
* Þrístökk kv: Jóhanna Ingadóttir ÍR: 11,57m
* Sleggjukast kv: Guðleif Harðardóttir ÍR: 42,04m
* Sleggjukast ka: Bergur Ingi Pétursson FH: 57,20m
* Spjótkast ka: Arnar Már Þórisson FH: 60,21m
* Spjótkast sveina: Aðalsteinn Ingi Halldórsson USVH: 51,94m

bb.is | 24.10.16 | 07:29 Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með frétt Síðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli