Frétt

Leiðari 24. tbl. 2001 | 13.06.2001 | 17:28Sjálfsmynd Vestfirðinga helguð hafinu

„Sjósóknin hefur verið svo samgróin mannlífi og farsæld hér vestra að sjálfsmynd Vestfirðinga er ekki síst helguð hafinu og þeirri lífsbjörg sem það hefur jafnan gefið þeim sem tryggð héldu við byggðarlögin.

Þegar hungur og harðræði, mannfellir og fátækt urðu um aldir örlög margra sem áttu heimkynni í öðrum byggðum, komust Vestfirðingar ætíð betur af því sóknin á sjóinn færði þeim í senn kostafæði og afurðir til viðskipta og verslunar. Firðirnir voru matarkista; væri báti ýtt úr vör brást aflinn aldrei.

Öld af öld var byggðin hér í miklum blóma og sjósóknin sú undirstaða sem ávallt dugði. Jafnvel á dimmum dögum einokunar og erlends valds tókst Vestfirðingum í skjóli hafsins að halda sínu og kveðja lið sitt til sóknar þegar sjálfstæðiskrafan tók að hljóma.

Það var héðan frá Ísafirði sem Jóni Sigurðssyni barst atfylgi sem byggt var á miklum afla og Skúli Thoroddsen naut á úrslitastundu liðsinnis þeirra sem við sjóinn bjuggu. Það var héðan sem Hannes Hafstein hélt vestur í Dýrafjörð til að stugga við landhelgisbrjóti og lét nærri lífið í þeirri för.“

Svo komst forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, að orði í upphafi ræðu sinnar í Ísafjarðarkirkju á sjómannadaginn, um þá þætti sem allt fram á þennan dag hafa tengt sjósókn, mannlíf allt og farsæld Vestfirðinga órjúfanlegum böndum.

Þá ræddi forsetinn um ásókn erlendra þjóða á Íslandsmið og baráttu okkar þar í móti, sem ,,var í raun sjálfstæðisbarátta sem háð var á ný á lýðveldistíma...“ Síðan sagði forsetinn:

„Það myndi sjálfsagt hljóma undarlega í eyrum þeirra sem baráttuna leiddu til sigurs að svo væri komið fáeinum áratugum eftir að Íslendingar fóru að ráða einir hvaða skipan gilti um veiðar og vinnslu að Vestfirðingar gætu þurft að óttast að ekki væri unnt til lengdar að treysta á sjávarútveg í þessum fjörðum, að á sjómannadaginn væri spurt með heilum huga en ugg í brjósti hve lengi enn Vestfirðingar gætu sótt sjóinn?

Það má eflaust ætíð deila um þær reglur sem hæfa best þegar ákveða skal hvernig veiðar og vinnsla skili mestum arði í þjóðarbú en erfitt mun reynast að koma því heim og saman að sú skipan sé sanngjörn og hagkvæm sem gerir vestfirskum byggðum svo erfitt fyrir að hætta sé á að sjósóknin leggist að mestu af hér, að Vestfirðir sem allt frá upphafi Íslandsbyggðar hafa verið matarkista og kennileiti um fengsæl mið verði á nýrri öld hornreka í þessum efnum.“

Við þessi orð forseta Íslands er því einu við að bæta að fyrr munu Vestfirðingar liði fylkja en hornrekur verði gerðar í eigin landi.
s.h.


bb.is | 27.09.16 | 13:23 Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með frétt Reglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli