Frétt

bb.is | 10.06.2004 | 13:27Carlsberg auglýstur við golfvöllinn gegn tilmælum æskulýðsnefndar

Eins og sjá má er auglýsing bjórframleiðandans áberandi á golfskála Golfklúbbs Ísafjarðar í Tungudal.
Eins og sjá má er auglýsing bjórframleiðandans áberandi á golfskála Golfklúbbs Ísafjarðar í Tungudal.
Íþrótta- og æskulýðsnefnd Ísafjarðarbæjar leggst gegn áfengisauglýsingum á eða við íþróttamannvirki í bænum en þrátt fyrir það er áberandi bjórauglýsing við golfvöllinn á Ísafirði og þar er hægt að kaupa bjór. Á fundi íþrótta- og æskulýðsnefndar Ísafjarðarbæjar fyrir skömmu var tekið fyrir bréf Gunnars Þórðarsonar, framkvæmdastjóra Héraðssambands Vestfirðinga, þar sem hann fyrir hönd Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar, óskar eftir afstöðu nefndarinnar til auglýsinga á áfengi.

Í bréfinu segir m.a.: „KFÍ vill koma því á framfæri að borið hefur á auglýsingum á áfengi. Gott væri að hafa um þetta skýrar reglur en töluvert er um að áfengisframleiðendur leiti til íþróttafélaga til að auglýsa vöru sína.“

Í framhaldi af umfjöllun í nefndinni var eftirfarandi bókað: „ Íþrótta- og æskulýðsnefnd heimilar ekki áfengisauglýsingar á eða í íþróttamannvirkjum Ísafjarðarbæjar og hvetur HSV til að brýna fyrir félögum sínum, að virða reglur um notkun áfengis og tóbaks og að þeim verði framfylgt.“

Auglýsingar á áfengi eru bannaðar með lögum á Íslandi sem og fleiri löndum. Töluverð umræða hefur af og til skapast um þessi mál og nú síðast í kjölfar dóms áfrýjunardómstóls í Svíþjóð sem komst að þeirri niðurstöðu að lög í Svíþjóð sem banna áfengisauglýsingar brjóti gegn reglum Evrópuréttarins. Hafa spunnist töluverðar umræður um hvort dómstólar á Íslandi kæmust að sömu niðurstöðu. Á það hefur þó ekki reynt nýlega þar sem lögregla virðist ekki framfylgja lögum um bann við auglýsingum og því reynir ekki á lögin á meðan. Það getur líka reynst torvelt að ákvarða hvað eru áfengisauglýsingar og hvað ekki. Sérstaklega á þetta við um auglýsingar frá bjórframleiðendum sem virðast auglýsa vörumerki sín grimmt með því að auglýsa léttöl. Það er ekki bannað samkvæmt lögum.

Í ljósi umræðna í íþrótta- og æskulýðsnefnd fór blaðamaður bb.is í ferð um nokkur íþróttamannvirki og var athugað hvort auglýsingar af þessu tagi væru þar uppi. Við íþróttasvæðið á Torfnesi var enga slíka auglýsingu að sjá og heldur ekki við skíðasvæðið í Tungudal. Við golfskálann í Tungudal er hinsvegar áberandi auglýsing frá þekktum bjórframleiðanda. Þar stendur eins og sjá má skýrum stöfum að umræddur bjór sé „líklega besti bjór í heimi“. Þarna virðist því um augljósa áfengisauglýsingu að ræða. Þess ber þó að geta að þegar skiltið er vandlega skoðað kemur í ljós að talan 2,25% stendur neðst í hægra horninu og vísar væntanlega til áfengisinnihalds drykkjarins.

Golfklúbbur Ísafjarðar hefur vínveitingaleyfi í skála sínum og þar er hægt að kaupa áfengan bjór.

Björn Helgason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, segir í samtali við bb.is að þessi mál hafi nokkrum sinnum komið til umræðu á fundum nefndarinnar en nú hafi stjórn HSV verið falið að sjá svo um að lögunum verði framfylgt.

Tryggvi Guðmundsson, formaður Golfklúbbs Ísafjarðar, segir í samtali við bb.is að hann hafi ekki heyrt af afgreiðslu nefndarinnar og muni kanna málið frekar. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli