Frétt

mbl.is | 09.06.2004 | 17:57Umboðsmaður gerir athugasemdir við vef RÚV

Umboðsmaður Alþingis gerir athugasemdir við að Ríkisútvarpið setji ritaðar fréttir inn á vef sinn, ruv.is. Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri, segir að þetta sé stærsta atriðið í nýju áliti umboðsmanns en einnig verði ekki annað skilið af niðurstöðunni en RÚV beri að loka fræðsluvefjum sínum.

Netmiðillinn tunga.is kvartaði til umboðsmanns Alþingis og Samkeppnistofnunar yfir því að Ríkisútvarpið notaði afnotagjöld til að byggja upp vefi á Netinu og birti auglýsingar á vefjum sínum. Markús Örn segir að umboðsmaður mælist til þess að birtingu auglýsinga verði hætt vef RÚV og því verði hætt en stofnuninni sé heimilt að vera áfram með kynningarefni á stofnuninni og dagskrá. Hins vegar sé það stórt atriði að meina eigi RÚV að birta fréttir og fréttatengt efni á ritmáli á vefnum eins og sé þó gert hvarvetna hjá sambærilegum stofnunum.

Markús Örn segir að umboðsmaður telji að ekki eigi að birta á vefsíðunum annað efni en sem verið hefur til flutnings í dagskrá hljóðvarps eða sjónvarps eða sé í beinni útsendingu. Þ.a.l. eigi fréttir á ritmáli ekki heima þarna inni að mati umboðsmanns.

Útvarpsstjóri segir þarna um mjög stórt atriði að ræða. Hann segist vænta þess að við endurskoðun laga um Ríkisútvarpið, sem boðuð hefur verið með haustinu, verði sérstaklega tekin afstaða til þess hvort þetta eigi að standa, að Ríkisútvarpinu eigi að vera óheimilt að birta í þessum nýtískulega miðli fréttir á ritmáli, sem þó tíðkist hjá útvarpsstöðvum hvarvetna annars staðar og fréttamiðlum, sem vilji starfa í samræmi við kröfur tímans og þær tækninýjungar sem bjóðist um þessar mundir.

„Við munum þ.a.l. vænta þess að það liggi fyrir hrein og klár niðurstaða löggjafans um það atriði varðandi okkar starfsemi í framtíðinni,“ segir útvarpsstjóri.

Markús Örn segir að væntanlega þýði þetta líka, að umboðsmaður sé að mælast til þess að annað efni, sem er inni á vefnum en hafi ekki verið í dagskránni, verði fjarlægt. „Það þætti okkur mjög miður því að þar er m.a. um að ræða sérstaka vefi sem gerðir hafa verið um menningarlegt efni og Íslandssögu, vef um Halldór Laxness, vef um ferðir Íslendinga til Vesturheims á 19. öld, Passíusálmana, hernámið á stríðsárunum og fleira, sem við vitum að er mikið notað, t.d. af skólafólki sem ítarefni en sem hefur ekki verið beinlínis í dagskránni.“

Markús segir að það stangist þó á við það ákvæði, sem komi fram í lögum um Ríkisútvarpið, að það skuli stunda fræðsluútvarp í samvinnu við fræðsluyfirvöld og sérstaklega verði ætlað fé til þess á fjárlögum. Það hafi hins vegar aldrei verið gert, en RÚV sé að leitast við að koma til móts við það sjónarmið að vera með fræðsluútvarp, og þá í þessu formi.

Að sögn Markúsar Arnar kærði sami aðili netstarfsemi RÚV til Samkeppnisstofnunar á grundvelli samkeppnislaga en niðurstaða sé ekki komin þaðan. Því muni stofnunin bíða átekta þar til niðurstaða kemur þaðan.

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli