Frétt

bb.is | 09.06.2004 | 17:48„Munum ekki sparka í Akureyringa liggjandi ef illa fer“

Guðmundur Halldórsson.
Guðmundur Halldórsson.

Guðmundur Halldórsson, formaður smábátafélags Eldingar á norðanverðum Vestfjörðum, segir Pál Steingrímsson, formann sjómannadagsráðs á Akureyri, hafa þjófkennt Vestfirðinga alla í hátíðarræðu á sjómannadaginn sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær. Guðmundur segir Vestfirðinga þurfa að svara fyrir sig og hefur bb.is borist svohljóðandi yfirlýsing frá honum.

„Sjómannadagurinn á Akureyri vakti sérstaka athygli í hitteðfyrra þegar stórútgerðin skipti um ræðumann og sjómannadagsráð á Akureyri hlýddi skipunum þeirra eins og frægt er og einsdæmi á Íslandi. Nú er sjómannadagurinn á Akureyri notaður til þess að kasta aur á heilan landshluta.

Ræðumaðurinn, Páll Steingrímsson formaður sjómannadagsráðs, segir bókstaflega „mér finnst það skrýtin hagfræði að flytja kvóta frá mönnum sem hafa í tímans rás greitt sína skatta og skyldur til samfélagsins til manna sem eru í því að komast hjá því að borga gjöld til samfélagsins og láta síðan útlendinga vinna fiskinn, sem senda laun sín úr landi.“ Þannig þjófkennir hann Vestfirðinga alla, segir okkur ekki borga gjöldin okkar og stela undan skatti. Vestfirðingar eru jafn píndir af skattayfirvöldum og aðrir og fullyrðingar um annað fáránlegar.

Páll fer mikinn í ræðu sinni, a.m.k. ef marka má frétt Morgunblaðsins frá 8.6., og sparar hvergi gífuryrðin svo halda mætti að hann hefði sérstaka andúð á Vestfirðingum. Hugmyndir hans um að það ágæta fólk sem vinnur í fiskvinnslu og er af erlendu bergi brotið sé eitthvað vandamál eru í besta falli heimóttarlegar og dæma sig alfarið sjálfar.

Páll fer hamförum í frásögnum af stórfelldu klúðri og kvótasölum Vestfirðinga. Maður líttu þér nær! Sannleikurinn í málinu er sá að maður að nafni Guðmundur Kristjánsson keypti sig inn í útgerðarfyrirtækið Básafell og fór með stærri kvóta frá Vestfjörðum heldur en nokkur annar hefur gert. Nú er þessi sami maður orðinn útgerðarmaður á Akureyri og Akureyringar ráða engu um það hvað Guðmundur gerir við sinn kvóta frekar en við réðum því. Akureyrarbær er fyrir löngu búinn að selja meirihlutann i ÚA fyrir mörg hundruð milljónir. Nú eiga þeir undir þessum sama Guðmundi að atvinnulíf á Akureyri leggist ekki í rúst. Ef hann leikur sama leikinn á Akureyri og á norðanverðum Vestfjörðum þá duga engar trillur til að reisa við rústina.

Þá segir Páll að það sé sífellt verið að flytja veiðiheimildir til Vestfjarða með stjórnvaldsaðgerðum. Stærstu stjórnvaldsaðgerðir sem gerðar hafa verið voru þegar Akureyringar fengu kvóta Kaldbaks tvöfaldaðan. Hann sat eftir hjá ÚA og þeir fengu viðmiðun og Samherji líka. Þetta eru stærstu stjórnvaldsaðgerðir sem gerðar hafa verið í millifærslu á kvóta fyrir utan aðrar millifærslur sem færðar hafa verið til sama fyrirtækis.

Enn ein bábiljan sem þjakar Pál er að línuívilnunin hafi verið ákveðin á fundi á Ísafirði síðasta haust en staðreyndin er sú að landsfundir bæði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks voru löngu búnir að álykta um að taka upp línuívilnun. Auk þess sem það var komið í stjórnarsáttmálann sem var undirritaður löngu fyrir fundinn. Þannig voru það m.a. þingmenn frá Eyjafjarðarsvæðinu sem samþykktu línuívilnunina á sama hátt og þeir samþykktu byggðakvótann sem Akureyringar hafa fengið af eins og aðrir.

Loks ræðst hann persónulega á mig fyrir að hafa selt kvóta frá byggðalaginu fyrir tugi milljóna króna. Þetta voru engir tugir milljóna heldur fimm og hálf milljón króna sem ég fékk þegar ég seldi kvóta til Ísfirðingsins Gulla á Gandi í Vestmannaeyjum. Þannig var að árið 1991 var ég nýbúinn að kaupa mér sex tonna bát frá Færeyjum og þegar kvótasetning gekk yfir hafði ég litla viðmiðun og því var hreinlega ekki rekstrargrundvöllur fyrir útgerðinni. Enda var ekki um stóran kvóta að ræða eins og sjá má af uppæðinni.

Ég vona að ekki fari svo illa að Guðmundur leiki sama leikinn á Akureyri og hann gerði hér. Ef til þess kemur þá munum við Vestfirðingar ekki stökkva til og sparka í Akureyringa liggjandi. Að endingu óska ég Akureyringum og atvinnulífi á Akureyri góðs gengis í framtíðinni.“

kristinn@bb.is

Sjá einnig:
Formaður sjómanndagsráðs Akureyrar sendir Vestfirðingum tóninnbb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli