Frétt

Stakkur 23. tbl. 2004 | 09.06.2004 | 08:58Að eitra fyrir framsóknarmenn?

Í umræðum um Vestfirðinga hefur oft verið bent á þá sem eru fluttir brott, gjarnan suður, og hafa gert garðinn frægan þar með einum eða öðrum hætti. Jón Sigurðsson frá Hrafnseyri bjó ekki á Vestfjörðum eftir að hann fór ungur til náms. Hann bjó reyndar mestan hluta ævi sinnar í Kaupmannahöfn, þáverandi höfuðborg Íslands. Hannibal Valdimarsson kom þó vestur að loknum stjórnmálaferli sínum, settist að í Selárdal og varð þar oddviti. Sonur hans Jón Baldvin, var skólameistari Menntaskólans á Ísafirði tæpan áratug, en varð síðar bæði alþingismaður og ráðherra. Hann er nú sendiherra í Helsinki í Finnlandi. Jón Sigurðsson var einnig alþingismaður og ráðherra og fluttist síðan úr landi til að gerast stjóri Norræna Fjarfestingabankans. Sigurður Bjarnason frá Vigur varð alþingismaður, ritstjóri Morgunblaðsins og sendiherra. Hann bjó syðra.

Frægastur brottfluttra Ísfirðinga þessa stundina er Ólafur Ragnar Grímsson, forseti lýðveldisins Íslands. Hann hefur hrist upp í íslensku stjórnmálalífi með umdeildum hætti og synjað lögum frá Alþingi staðfestingar. Þjóðin fær að segja sitt um það síðar, þótt lögspekinga greini á um réttmæti ákvörðunar Ólafs. Verður það ekki frekar rætt að sinni. Annar brottfluttur Vestfirðingur komst í fréttir um daginn vegna umdeildrar ákvörðunar sinnar, sá er nafni forsetans og gegndi trúnaðarstörfum á Vestfjörðum um nærri tveggja áratuga skeið, sem skattstjóri Vestfjarða, sýslumaður Ísfirðinga og um nokkurt skeið bæjarfulltrúi, bæjarráðsmaður og fleira á vettvangi ísfirskrar bæjarpólitíkur og var um skeið forseti bæjarstjórnar Ísafjarðar. Í rúman áratug hefur hann ekki komið að pólitík. En rétt er að rifja upp að hann eins og nafni hans tók virkan þátt í pólitík, Ólafur Ragnar fyrir Alþýðubandalagið lengst af, en Ólafur Helgi Kjartansson, núverandi sýslumaður á Selfossi, fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þótti enginn stuðningsmaður framsóknarmanna.

Snemma á árinu birtist frétt í Fréttablaðinu þess efnis að meindýraeyðir í Ölfusinu hefði fengið leyfi sýslumannsins á Selfossi til þess að eyða rottum, músum og framsóknarmönnum. Eitthvað líkaði sýslumanni það illa og afturkallaði leyfið. Sú athöfn var kærð til umhverfisráðuneytis, sem fyrir skömmu ógilti afturköllun sýsla á þeirri forsendu, að mistök við útgáfu gætu ekki réttlætt hana. En einhver á skrifstofu sýsla mun hafa strikað yfir þann partinn af umsókninni er vék að framsóknarmönnum. Þar í hljóta mistökin að vera fólgin. Niðurstaða umhverfisráðuneytisins, sem Siv Friðleifsdóttir stýrir, var sú að ákvörðun sýsla væri ógild. Eiturefnaleyfið, sem út var gefið hlýtur þá að hafa í sér fólgna heimild til að eitra í samræmi við fullyrðingu leyfishafans. Hvort það þýðir að meindýraeyðirinn megi nú útrýma með eitri framsóknarmönnum, þar með töldum Guðna Ágústssyni, skal ósagt látið. Samkvæmt úrskurðinum valda mistök við útgáfu því ekki að afturköllun stjórnvalds sé réttmæt. Sýsli fékk því á baukinn, en er vonandi ekki sá eini sem vill koma í veg fyrir að framsóknarmönnum verði úrýmt á þann ósmekklega hátt sem meindýraeyðirinn lét í veðri vaka. En þessari ákvörðun verður ekki skotið eitt eða neitt. Vestfirðingar gera garðinn víða frægan.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli