Frétt

Leiðari 23. tbl. 2004 | 09.06.2004 | 08:55Vestfirðir - sumarið 2004

,,Það má segja að ferðamenn séu landkönnuðir og fáir staðir á Íslandi því jafn spennandi og Vestfirðir. Mörg svæði á Vestfjörðum eru fáfarin og lítt könnuð þó að í þéttbýlinu sé mannlífið fjölskrúðugt. Göngufólk, unnendur sögu, mannlífs og menningar – allir finna eitthvað við sitt hæfi. Fjöllin beinlínis hrópa á fólk að ganga á þau og sagan er geymd í frásögnum fólks og minjum sem hlúð er að af kostgæfni.“

Þannig kemst Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, að orði í upphafi ávarps sín í ,,Vestfirðir Sumarið 2004“ árlegu ferðablaði H-Prents, sem nú kemur út í tíunda sinn og fagnar þeim áfanga á sama ári og Bæjarins besta verður tuttugu ára.

Upplag Ferðablaðs BB, sem vaxið hefur ár frá ári, hefur í orðsins fyllstu merkingu verið rifið út. Jafnan hefur verið reynt að gera blaðið sem best úr garði bæði hvað fróðleik um fjölbreytta náttúru og sögustaði á Vestfjörðum í máli og myndum, sem og með nytsömum upplýsingum er ferðamanninum gagnast. Að þessu verki hafa margar hendur komið og kunna útgefendur þeim bestu þakkir fyrir vel unnið verk.

Það fer ekki á milli mála að Vestfirðir eru öðru vísi. Þeir eru margir heimar. Einn þeirra er friðland Hornstranda, sem fullyrða má að á engan sinn líka hér á landi. Þar ríkir náttúran ein: ,,Og kyrrðin er svo djúp og þögnin svo alger, að mörgum sem þangað koma finnst að þeir hafi aldrei áður heyrt algera þögn. Hluti af þessari djúpu þögn eru hljóð náttúrunnar – báran í fjörunni, fuglakvakið, gagg tófunnar, selirnir sem stinga upp höfði og ávarpa ferðamenn“ er upplifun höfundar greinarinnar: Hvers vegna ættirðu að ferðast um Vestfirði?

En aftur til ávarps samgönguráðherra: ,,Á liðnum áratug hefur ferðaþjónusta á Vestfjörðum tekið við sér svo að eftir hefur verið tekið. Til að þetta nýtist sem best ríður á að tryggja góðar samgöngur, hvort sem er til og frá Vestfjörðum eða innan þeirra. Hér þykir mörgum Vestfirðingum ekki nóg hafa verið gert enda vilja þeir gestum sínum aðeins það besta og eru sjálfir háðir greiðum samgöngum árið um kring. Ferðaþjónusta byggir í auknum mæli á því að gestir séu óháðir árstíma, þeir komi ekki aðeins um hásumarið. Þarna er því verk að vinna og verður því markviss stefna stjórnvalda í vegamálum fjórðungsins knúin áfram af miklu afli.“

Um leið og BB fagnar yfirlýsingu samgönguráðherra býður blaðið landsmenn alla velkomna til Vestfjarða. Hingað nægir ekki að koma einu sinni. Látið sumarið 2004 verða upphafið.
s.h.

bb.is | 28.10.16 | 09:37 Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með frétt Sveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli