Frétt

mbl.is | 08.06.2004 | 17:18Hjartans mál Loðvíks XVII

Í dag var lagt til hinstu hvílu hjartað úr Loðvíki 17., syni Loðvíks 16. og Maríu Antoinette drottningar, sem voru hálshöggvin eftir frönsku byltinguna árið 1795. Hjarta hins löngu látna prins var jarðsett í konunglegri grafhvelfingu fyrir utan Parísarborg.

Evrópskir aðalsmenn og -konur fjölmenntu við athöfnina, sem fram fór í Saint-Denis basilíkunni fyrir norðan París en talið er að um 2500 manns hafi fylgt hinu 209 ára gamla líffæri til grafar. Hjartað var í kristalsvasa en það hafði lengst af gengið kaupum og sölum frá því í byltingunni.

Það var 12 ára gamall afkomandi frönsku konungsættarinnar, Amaury de Bourbon-Parme, sem bar hjartað síðustu metrana við athöfn sem var útvarpað til fólks fyrir utan basilíkuna.

Loðvík Karl, sem hefði ríkt sem Loðvík 17., lést úr berklum í gluggalausum klefa í einu fangelsa Parísar aðeins tíu ára gamall hinn 8. júní árið 1795. Hann var látinn dúsa þar ásamt foreldrum sínum áður en þau voru leidd á höggstokkinn.

Afdrif drengsins voru mönnum ráðgáta í tvær aldir þar til DNA-rannsóknir leiddu í ljós fyrir fjórum árum að umrætt hjarta tilheyrði hinum unga Habsborga en María Antoinette móðir hans var af þeirri ætt.

Læknir, sem krufði lík drengsins, setti hjartað í krukku fyllta með alkóhóli og geymdi það hjá sér í bókahillu sem minjagrip. Hann montaði sig af krukkunni og innihaldinu við einn nemenda sinna, sem gerði sér lítið fyrir og stal krukkunni. Er hann lést úr berklum skilaði ekkjan krukkunni aftur til læknisins, sem reyndi árangurslaust að skila hjartanu til meðlima Búrbon-ættarinnar en loks lenti hún á flakki á milli spænskra Búrbona og franskra.

Vangaveltu hafa verið uppi um að prinsinn hafi alls ekki látist úr berklum í fangelsinu og að hjartað tilheyrði einhverju öðru barni og að Loðvíki Karli litla hefði tekist að flýja úr fangelsinu. Á nítjándu öld komu fram á sjónarsviðið nokkrir menn sem sögðust vera erfingi frönsku krúnunnar, þ. á m. þýskur úrsmiður, Karl Wilhelm Naundorff. Þá töldu margir að bandaríski natúralistinn John James Audobon væri síðasti erfinginn þó að hann héldi því aldrei fram sjálfur.

En sem sagt árið 2000 voru gerðar kjarnsýrurannsóknir og niðurstaðan var sú að hjartað tilheyrði afkomanda Maríu Antoinette. En þráhyggjufólkið gafst ekki upp, hjartað gæti verið úr Loðvík Xavier Jósep, eldri bróður Loðvíks Karls, sem lést árið 1789. En hjarta hans hafði verið smurt vandlega samkvæmt venjum konungsættarinnar en ekki hjartað sem hér hefur verið fjallað um.

Loksins 209 árum eftir dauða sinn fær Loðvík Karl prins, eða a.m.k. hluti hans, þann samastað, sem honum ber, í konunglegum grafreit í franskri jörð.

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli