Frétt

Strik.is – Silfur Egils | 08.06.2004 | 16:23Moggi í vanda

Ég lýsti því yfir fyrr í vor að ég myndi segja upp Morgunblaðinu þegar starf mitt krefðist þess ekki beinlínis að ég læsi blaðið. Nú ætla ég að láta verða af því. Sá á kortinu að áskriftin er komin 2400 á mánuði. Mogginn er skelfilegur óskapnaður þar sem vegast á tólf blaðsíður daglega af minningagreinum, hrútleiðinlegt leikaraslúður og óteljandi síður af héraðsfréttum. Ritstjórnarstefnan ber öll einkenni þráhyggju. Í ritstjórn blaðsins er þó fullt af hæfileikafólki - en það virðist vera stefna blaðsins að ekkert nema meðalmennskan fái að njóta sín.

Ég las blaðið í morgun og hugsaði - æ!

Verst var Reykjavíkurbréfið, skrifað af ritstjóranum - þeim hinum sama og breyttist á miðjum aldri í sósíalista. Pútínsinnanum mikla. Hann er allt í einu þeirrar skoðunar að stjórnmálaumræður á Íslandi séu orðnar óvægnari en á þriðja og fjórða áratug aldarinnar. Maður segir bara - ha? En svo kemst Styrmir að orði hinum stórskrítna pistli sínum:

„Það ríkir vargöld á Íslandi. Talsmátinn í opinberum umræðum er verri nú en hann hefur verið áratugum saman. Hugsanlega er hann áþekkur nú og hann var þegar verst lét í upphafi kalda stríðsins á sjötta áratugnum en sennilega verður að leita aftur til þess tímabils í íslenzkum stjórnmálum, sem kennt er við Jónas frá Hriflu til samanburðar.“

Í hvaða heimi lifir maðurinn? Sjálfur hef ég ekki orðið var við annað en að umræður hér á landi séu fjarska málefnalegar. Það er til dæmis búið að ræða fjölmiðlafrumvarpið svo efnislega að vart er annað eftir en pappírstægjurnar. Búið að hrekja það út í hafsauga - með afar skynsamlegum rökum. Á tíma Jónasar frá Hriflu töluðu menn helst ekki um andstæðinga sína öðruvísi en að segja að þeir væru geðveikir, fábjánar eða fyllibyttur - bækur Guðjóns Friðrikssonar eru hér í hillunni fyrir aftan mig fullar af svona dæmum - ég þarf ekki annað en að teygja mig í þær.

En steininn tekur úr þegar Moggaritstjórinn segir þetta um alþingismenn:

„Þeir alþingismenn eru jafnvel til, sem vilja ekki taka þátt í opinberum umræðum vegna þess eitraða andrúmslofts, sem ríkir í landinu, og einkennist af tortryggni og skorti á umburðarlyndi.“

Hefur maður lesið meiri vitleysu l í annan tíma? Sverja alþingismenn ekki eið að stjórnarskránni? Eru þeir ekki beinlínis kosnir til að hafa skoðanir í blíðu og stríðu? Standa við sannfæringu sína? Eða er búið að dagnýarvæða alllt þingið? Dagný er með heimasíðu og skrifar sjaldnast um annað en blóm og lautarferðir. Kannski þorir hún ekki annað sökum vargaldarinnar?

Að ég tali nú ekki um greinarmerkjasetninguna!

Ég hef að undanförnu átt samtöl við nokkra af þeim ágætu blaðamönnum sem skipa ritstjórn Morgunblaðsins. Þar er fullt af hæfileikafóki. Ég hef spurt: Fer karlinn ekki að hætta? Hann er að stórskemma blaðið!

Blaðamennirnir verða umkomulausir og herptir á svipinn - líður greinilega ekki vel yfir ástandinu. En nei, því miður linnir þessu ekki fyrr en eftir nokkur ár. Það var mikill sjónarsviptir af húmanistanum Matthíasi; þegar hann hætti tók við þráhyggjuleg og húmorsnauð rörsýn og furðuleg samsærismennska.

Mér sýnist reyndar hugsanlegt að stjórn Árvakurs grípi í taumana áður en svo langt um líður og setji Styrmi Gunnarsson á eftirlaun eða skipi annan ritstjóra við hlið hans - sem hefur meiri áhuga á blaðamennsku en ekki jafn stórar meiningar. Þetta þarf að gerast áður en blaðið kemst í enn meiri kreppu - það er eiginlega ekki hægt að horfa á sögufrægasta fjölmiðil Íslands leika sjálfan sig svo grátt...

Strik.is

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli