Frétt

| 12.06.2001 | 16:52Pólitísk stærðfræði

Atvinnumennirnir á Alþingi eru komnir í pólitískt sumarfrí og Egill er byrjaður að grufla í boðorðunum. Einn er þó sá hópur stjórnmálamanna sem þarf í sumar að sitja á löngum og slítandi fundum, þar sem verður karpað af þvílíkri hugkvæmni að það er eins gott að kaffið verði gott. En þótt fundirnir verði kannski lítið skemmtilegir er mikið í húfi: Framtíð Reykjavíkurlistans, sem nú hefur í tvö kjörtímabil haldið Sjálfstæðismönnum í minnihluta í hinu forna höfuðvígi.
Sjálfstæðisflokkurinn mun leggja mikið undir til að endurheimta Reykjavík, en einsog staðan er núna er eina raunhæfa von þeirra um sigur bundin því að R-listinn splundrist í frumeindir. Það er því ekki af einni saman umhyggju sem Inga Jóna Þórðardóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins notar hvert tækifæri til að ráðleggja Vinstri grænum að gefa skít í R-listann og kýla á eigið framboð.

Reyndar virðist sem fleirum en oddvita Sjálfstæðisflokksins sé ekki á móti skapi að Vinstri grænir mæli styrk sinn í borgarstjórnarkosningunum. Meðal gamalgróinna R-listamanna heyrast nú raddir um að hreinasta tímasóun sé að ræða við Vinstri græna og ekki sé áhættunnar virði að hafa þá um borð. Þetta fólk hugsar til þess með skelfingu að Ögmundur og róttækir bandamenn hans verði innstu koppar í búri R-listans. Því er nú byrjað að ræða þann möguleika að Framsókn og Samfylking standi að endurnýjun Reykjavíkurlistans en láti VG sigla sinn sjó. Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar hefur að vísu sagt að það sé úti um R-listann án VG, en hún yrði hvorki fyrsti né síðasti Framsóknarmaðurinn til að skipta um skoðun.

Vinstri grænir hafa talið sig með sterka stöðu enda mælist fylgi flokksins á landvísu milli 20 og 30 prósent, og því telja þeir einsýnt að bjóði flokkurinn fram eigin lista í Reykjavík verði hann í lykilstöðu. En málið er ekki alveg svona einfalt: Stuðningsmenn VG í könnunum í Reykjavík eru auðvitað langflestir kjósendur R-listans, svo raunveruleg mæling á fylgi við borgarstjórnarframboð VG er ekki til. Nýjabrumið er að vísu löngu farið af R-listanum og sitthvað hefur valdið sönnum vinstrimönnum vonbrigðum, en flestir mundu þeir líklega hugsa sig um tvisvar ef atkvæði greitt VG yki "hættuna" á að bölvað íhaldið næði aftur völdum.

Til eru þeir R-listamenn sem beinlínis segja að sérstakt framboð VG auki sigurlíkur R-listans enda verði þá auðveldara að höfða til kjósenda á miðjunni, en þangað flykkjast nú kjósendur um allar jarðir eftir að helstu deilumál síðustu áratuga eru svo gott sem útrædd. Framboð VG yst til vinstri muni þannig einfaldlega auðvelda Ingibjörgu Sólrúnu að markaðssetja sig á miðjunni, enda erfitt að klína kommastimpli á hana meðan Ögmundur og félagar hamast við að líkja R-listanum við Sjálfstæðisflokkinn.

bb.is | 29.09.16 | 16:13 Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með frétt Erlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli