Frétt

| 12.06.2001 | 16:51Þjóðarskútunni var stolið

Þrálátar fréttir af löndunum og aflabrögðum eru eitt af sérkennum íslensks samfélags. Eða skyldu vera algengar í danska sjónvarpinu langar og innvirðulegar frásagnir af því að í dag hefði þrjú þúsund kjúklingum verið slátrað í kjúklingabúinu í Næstved og síðan rætt fram og aftur við slátrarann um það hvernig til hefði tekist? Fylgjast Þjóðverjar svona grannt með stálframleiðslunni hjá sér? Skekur það hollenska samfélagið þegar útlit er fyrir lélega túlipanauppskeru?
Nei. Auðvitað ekki. Bæði er að þessi lönd búa við stöðugra efnahagslíf en Íslendingum hefur enn auðnast að byggja upp hjá sér - og eins hitt að enn er sú tilfinning furðu rík á meðal margra Íslendinga að þeim komi það við hvernig fiskast, enda séu þeir í raun sjómenn í eðli sínu, þó þeir hafi verið í landi tímabundið - jafnvel síðustu þrjátíu árin: þar eigi þeir hins vegar heima, séu þeir sjálfir og geti varpað af sér borgarhamnum: föðurland hálft vort er hafið...

Þegar fréttamenn tala við sjómenn kemur alltaf einkennilegur hörkutónn í þá. Þeir píra augun og hreyta út úr sér: Er verið að fá'ann? Er þetta tómt kropp? og nokkrum öðrum meitluðum lykilfrösum sem veita þeim inngöngu í samfélag sjómannanna, gera þá gjaldgenga; og gefa um leið sterklega til kynna að sjálfir hafi þeir einu sinni verið til sjós, séu engir andskotans landkrabbar, landeyður og lyddur, heldur gamlir sæúlfar.

Sjómennska var nefnilega íslenska herskyldan. Hafirðu verið til sjós ertu búinn að sanna tvennt: karlmennsku þína og þegnskap. Þú hefur fært björgina að landi. Þú lætur óblíðar aðstæður ekki á þig fá. Allt þetta liggur í hreim og látæði fréttamannanna þegar þeir svífa á "kallinn" og spyrja með samblandi af töffaraskap og undirliggjandi ótta við valdið sem sækonungurinn er umlukinn.

Því skipstjórinn er konungur, hershöfðingi, foringi, handhafi valdsins: hann er ekki "sægreifi". Orðið sægreifi er eitt af af þessum snilldarlegu nýyrðum sem spretta úr íslenskunni enn hvað sem mannúðarmálóttafræðingarnir segja. Orðið greifi er í íslenskum munni ekki bara þýðing á tiltekinni aðalstign úr Evrópu - "count" - heldur táknar það umfram allt gjálífismann, sukkara og er fast í orðasambandinu "að lifa eins og greifi". Sægreifi er þá sá sem gerir sér glaðan dag á kostnað þeirra sem vinna hörðum höndum og undirstrikar einmitt lénseðli kvótakerfisins. Sægreifinn er afæta og nýtur ekki virðingar nokkurs manns nema Hannesar Hólmsteins. Hann eyðir gróðanum í pjatt. Hann kaupir tuskubúðir og fótboltafélög. Með öðrum orðum: ver ekki arðinum á verðugan hátt, fjárfestir sem sé ekki í sjávarútvegi.

Af hverju ætti hann að gera það? Vegna þess að föðurland hálft vort er hafið. Vegna þess að þetta er illa fengið fé sem hann ætti þá að minnsta kosti að sjá sóma sinn í að setja aftur "í greinina".Vegna þess að með auðsöfnun hans er brotin ein mikilvægasta kennisetningin í uppbyggingu íslensks samfélags frá fullveldi - sjálfur kjarninn í hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins - að auðurinn og réttlætið eigi samleið. Að sá sem vinnur hörðum höndum að einhverju skuli þá jafnframt fá að njóta ávaxtanna af erfiði sínu, enda hafi hann með athafnasemi sinni veitt fjölda manns viðurværi. Frelsi: það er orðið. Að Ísland sé samfélag frjálsborinna einstaklinga sem hér séu staddir einmitt vegna þess að hér sé rými fyrir einstaklinginn að athafna sig á. Lénskerfið í sjávarútvegi hefur jarðað þessa hugmyndafræði á nokkrum árum enda grundvallast það á óréttlæti í auðsöfnun, ófrelsi til athafna - og ekki bara það: þeir sem sótt hafa sjóinn um aldir, mann fram af manni, eru alveg sérstaklega ófrjálsir að sækja sjóinn.

Við erum ekki lengur "öll á sama báti". "Þjóðarskútunni" var stolið og sett undir hentifána. Afleiðingin: þegnskapurinn er horfinn. Umgengnin við auðlindina miðast ekki við að það séu hagsmunir allra að gengið sé vel um hana. Þó að það kunni að vera göfugt markmið í sjálfu sér verður hitt aðalatriðið: að aflinn sem kemur að landi hafi hámarksverðmæti. Allt miðast við hámarksarð útgerðarinnar sem þarf að borga sinn kvóta. Þess vegna fær Hafró ekki réttar tölur um þorskveiði, og skekkjan eflaust meiri en nokkurn hefði órað fyrir. Kvótakerfið hefur leitt af sér hugarástand í landinu sem kalla mætti firringu. Og svo megn er hún að allt í einu er maður farinn að sjá hvað þeir eru spaugilegir fréttamennirnir þegar þeir vinda sér að "kallinum" og spyrja: Er verið að fá'ann? Er þetta tómt kropp?

bb.is | 29.09.16 | 17:07 Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með frétt Innan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli