Frétt

| 22.03.2000 | 09:16Fólkið flytur en kvótakerfið er ekki sökudólgurinn!

Sjávarútvegsráðherra hélt fjölmennan fund í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði í síðustu viku. Málflutningur hans var til fyrirmyndar. Auk þess er ljóst að hann gerir sér grein fyrir vandamálum Vestfirðinga og mikilvægi þess að smábátaútgerð fái þrifist hér.

Vestfirðingar eru þekktir fyrir dugnað og mikla þrjósku. Hún hefur dugað þeim vel í harðri lífsbaráttu. En hún hefur ekki gagnast nokkurn skapaðan hlut gagnvart kvótakerfinu. Afstaða margra ráðmanna í vestfirskum sjávarútvegi réðist meira af þrjósku, og óskhyggju henni samafara, þegar kvótakerfinu var komið á. Höfðinu var barið við steininn og sér stórlega á. Þótt flest höfuð séu ósködduð á ytra borðinu hér á Vestfjörðum sér stórlega á sjávarútveginum.

Vestfirðingar tóku trú og ekki í fyrsta skipti, sem hún fór ekki saman við hugsun fjöldans. Nægir að nefna að Hornstrendingar þóttu öðrum Íslendingum lakari við iðkun trúar fyrr á öldum. Létu þeir lítt stjórnast af kirkjuhöfðingjum fremur en veraldlegum. Þeir fóru sínu fram, hýstu útilegumenn, komu þeim í erlendar duggur og með þeim hætti undan refsingum yfirvaldanna.

Líkt og Vestfirðingar síðasta einn og hálfan áratuginn tóku Hornstrendingar ekki mark á stefnumörkun heildarinnar. Á Hornströndum hefur ekki verið búið í nærri hálfa öld. Eyðing byggðar átti sér margar ástæður, sem ekki verða raktar hér.

Sú trú hefur verið almenn á Vestfjörðum, að orsök byggðaröskunar sé að leita í kvótakerfinu. Hér skal fullyrt fullum fetum að það er rangt. Kvótakerfið er ekki gallalaust fremur en önnur mannanna verk. En fremsta skylda stjórnenda í atvinnurekstri, jafnt sjávarútvegi og öðrum greinum, er að geta skilgreint umhverfið og brugðist við með því að laga atvinnureksturinn að þeim ytri skilyrðum sem uppi eru hverju sinni. Það var ekki gert. Margir létu reka á reiðanum í þeirri von, að þeir stjórnmálamenn sem töluðu af fullkomnu ábyrgðarleysi á þeim nótum að kerfið yrði lagt af, myndu koma þeim til bjargar. Auðvitað varð það ekki.

Þeir trúuðu urðu fyrir vonbrigðum. Kvótakerfið er enn við lýði eftir 15 ár, með kostum sínum og göllum. Hvað hefur gerzt? Enn eru til fyrirtæki, sem ganga vel. Hraðfrystihúsið í Hnífsdal átti því láni að fagna, að þar brugðust menn við nýjum aðstæðum. Aðrir hafa selt skip sín og fyrirtæki og náð þeim árangri að taka út úr rekstrinum mikið fé. Það fé er hvergi að sjá í atvinnurekstri á Vestfjörðum nú. Því miður.

Síðast en ekki síst er orsaka núverandi vanda að leita í röngum ákvörðunum margra stjórnenda, sem brugðust rangt við. Það er staðreynd, að 80% núverandi kvóta er ekki í höndum þeirra sem hann fengu fyrir 15 árum!

bb.is | 28.09.16 | 16:50 Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með frétt Ísafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli