Frétt

bb.is | 08.06.2004 | 06:18Samþykkt að halda íbúaþing í Ísafjarðarbæ en við misjafnar undirtektir

Ísafjörður.
Ísafjörður.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt tillögu þess efnis að hefja undirbúning íbúaþings í bænum í samráði við ráðgjafarfyrirtækið Alta í Reykjavík. Bæjarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra telur að þarna sé um að ræða kostnað upp á milljónir króna sem hægt sé að komast af án. Súðvíkingar héldu velheppnað íbúaþing í vetur á eigin vegum og var kostnaður við það óverulegur.

Á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar fyrir skemmstu var samþykkt tillaga frá Birnu Lárusdóttur, forseta bæjarstjórnar, um undirbúning íbúaþings í Ísafjarðarbæ. Tillagan var svohljóðandi: „Bæjarstjórn samþykkir að hefja undirbúning að íbúaþingi í Ísafjarðarbæ, sem haldið verði n.k. haust. Íbúaþing er liður í skipulagsferli bæjarins vegna svæðis-, aðal- og deiliskipulags og greiðist kostnaður vegna þess af þeim fjárhagsliðum. Fyrsti liður í undirbúningi að íbúaþingi er fundur með ráðgjöfum frá ráðgjafafyrirtækinu Alta, sem sérhæfir sig í að halda íbúaþing. Eftir þann fund verði tekin ákvörðun um næstu skref og hvort og þá hvernig verður samið við ráðgjafarfyrirtækið.“

Forsaga málsins er sú að svokölluð íbúaþing hafa að undanförnu verið að ryðja sér rúms í samskiptum sveitarfélaga og borgara. Á heimasíðu Alta segir svo um íbúaþing: „Íbúaþing er aðferð sem notuð hefur verið til þess að gefa íbúum og öðrum hagsmunaaðilum sem tengjast tilteknu svæði tækifæri til þess að hafa áhrif á stefnumótun eða ákvarðanatöku sem snerta umhverfi sitt. Íbúaþing sem byggist á aðferðafræði Alta er skilvirk leið til að hafa samráð við íbúa um stefnumótun, skipulag eða önnur viðfangsefni ríkis eða sveitarfélaga. Aðferðin sem Alta notar við íbúaþing er kölluð „samráðsskipulag“ og er þrautreynd erlendis. Samráðsskipulag er aðferð sem beitt er til þess að virkja fólk til ákvarðanatöku eða til þess að laða fram hugmyndir þess um tiltekin viðfangsefni. Aðferðin gefur öllum sem þess óska, jafnt íbúum, fagfólki sem og öðrum hagsmunaaðilum jafna möguleika á að leggja sitt af mörkum til mótunar skipulags eða tiltekinnar starfsemi t.d. sveitarfélags. Með því að nota samráðsskipulag við undirbúning verkefna er líklegra að sátt náist um þau.“

Á fundi bæjarráðs í síðustu viku var lagt fram minnisblað frá Halldóri Halldórssyni bæjarstjóra um íbúaþing þar sem rædd yrðu ýmis mál, ekki síst atvinnu- og skipulagsmál. Eftir nokkrar umræður á bæjarráðsfundinum var málinu vísað til ákvörðunar bæjarstjórnar.

Í samtali við bb.is segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, að íbúaþing séu mjög spennandi kostur í samskiptum sveitarfélaga og íbúa. Þar séu mál undirbúin með nýjum og viðamiklum hætti. Hann segir að í fyrstu samtölum við Alta hafi kostnaðartala að upphæð 4,7 milljónir króna verið nefnd sem hugsanlegur kostnaður við þinghaldið. Á áðurnefndum bæjarráðsfundi hafi hinsvegar verið kynntar hugmyndir Alta þar sem nefndur hafi verið kostnaður að upphæð 2,5 milljónir króna.

Á fundi bæjarstjórnar í gær lagði Magnús Reynir Guðmundsson, bæjarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra, fram svohljóðandi bókun: „Undirritaður mótmælir harðlega þeirri samþykkt meirihluta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, að leita til fyrirtækisins Alta í Reykjavík vegna undirbúnings að svokölluðu íbúaþingi. Íbúaþing hlýtur að vera eitt af verkefnum forráðamanna bæjarfélagsins, kjörinna og ráðinna og með því að leita til fyrirtækis utan bæjarfélagsins til að standa að slíku smáverkefni, er bæjarstjórnin að skorast undan skyldum sínum og jafnframt að sýna þeim fjölmörgu aðilum og einstaklingum í Ísafjarðarbæ vantraust og lítilsvirðingu, sem vafalaust eru jafnvel, ef ekki betur hæfir til að veita aðstoð við íbúaþing, sé hennar þörf, heldur en umræddu fyrirtæki í Reykjavík. Að greiða milljónir króna út úr sveitarfélaginu á tímum atvinnuleysis og samdráttar, en upphaflegt tilboð Alta hljóðaði upp á kr. 4,7 milljónir, verður að teljast mikið ábyrgðarleysi.“

Í framhaldi af bókun Magnúsar lagði Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, fram svohljóðandi bókun: „Í bókun Magnúsar Reynis bæjarfulltrúa gætir ákveðins misskilnings. Í tillögunni er einungis verið að tala um undirbúning íbúaþings ekki að semja við ákveðið fyrirtæki. Að loknum undirbúningsfundi verður tekin ákvörðun um hvernig staðið verður að því að halda íbúaþing. Fáist einstaklingar eða fyrirtæki í Ísafjarðarbæ til að sjá um íbúaþing verður að sjálfsögðu leitað til þeirra.“

Aðspurður hvort ekki hafi verið eðlilegra hjá bænum að leita til Atvinnuþróunarfélagsins eða annarra aðila hér á svæðinu við undirbúning þinghaldsins segir Halldór að leitað hafi verið til Alta vegna þess að þar sé til staðar mikil þekking og reynsla á þessu sviði. Komi það í ljós að aðilar á svæðinu treysti sér til verksins sé sjálfsagt að leita til þeirra.

Í mars var haldið íbúaþing í Súðavík og var það að mestu leyti undirbúið af starfsmönnum Súðavíkurhrepps. Auk þeirra komu nemendur Grunnskóla Súðavíkur að undirbúningnum. Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri, segir íbúaþingið hafa verið mjög vel heppnað og hafi verið gott veganesti í vinnu sveitarstjórnarmanna í framtíðinni. Hann segir að eftir könnun á hugsanlegum kostnaði við að fá ráðgjafarfyrirtæki til þess að undirbúa þingið hafi verið horfið frá því. „Við mátum hlutina þannig að það væri óverjandi að leggja í þann kostnað. Þegar við höfðum kynnt okkur málin sáum við að þetta væri einfalt mál að framkvæma hér heima og því fannst okkur ekki annað koma til greina. Kostnaður okkar af þinghaldinu var óverulegur miðað við þann kostnað sem hefði annars orðið. Það hvernig þingið heppnaðist sannfærði mig um að við völdum réttu leiðina“, sagði Ómar að lokum.

hj@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 13:23 Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með frétt Víða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli