Frétt

mbl.is | 06.06.2004 | 10:39Ronald Reagan fyrrverandi Bandaríkjaforseti látinn

Ronald Reagan.
Ronald Reagan.
Ronald Reagan, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er látinn á 94. aldursári, að því er talsmaður Bandaríkjastjórnar hefur staðfest. Hann hefur um árabil þjáðst af Alzheimers-veiki en fyrir nokkrum dögum hrakaði honum mjög. Reagan hafði ekki komið fram opinberlega um langt árabil vegna heilsuleysis. Reagan lést á heimili sínu í Kaliforníu í dag. Hann var forseti Bandaríkjanna á árunum 1981 til 1989 og náði hærri aldri en nokkur annar sem setið hefur á forsetastóli í Bandaríkjunum. Reagan skýrði frá því fyrir tæpum áratug, eða í nóvember 1994, að hann þjáðist af hrörnunarveikinni Alzheimer en hún leggst á heilafrumur og veldur minnisleysi.

Upp frá þeim tíma hafði hann haldið sig á heimili sínu í Los Angeles og notið umönnunar eiginkonu sinnar Nancy og nánustu fjölskyldu.

Ronald Reagan varð fertugasti forseti Bandaríkjanna er hann sigraði í forsetakosningunum í nóvember 1980, 69 ára að aldri, en svo gamall maður hafði aldrei verið kjörinn forseti. Hann hafði djúpstæð áhrif bæði innan lands og á alþjóðavettvangi á átta ára valdatíma sínum. Fyrir frumkvæði hans og atbeina leið Kalda stríðið undir lok.

Ekki hvað síst fyrir að ná samkomulagi við Míkhaíl Gorbatsjov leiðtoga Sovétríkjanna um verulega fækkun langdrægra kjarnorkuvopna. Því samkomulagi náðu þeir á fundi sínum í Reykjavík í október árið 1986. Ákváðu þeir að hittast miðja vegu milli Washington og Moskvu og þykir Reykjavíkurfundurinn æ síðan einhver mikilvægasti áfangi á sviði afvopnunarmála.

Þar ræddu forsetarnir af alvöru tillögur um að eyða öllum gerðum kjarnorkuvopna en áform Bandaríkjanna um geimvarnir, svonefnd stjörnustríðsáætlun Reagans, stóð í veginum og var helsta ágreiningsefnið. Fundarins í Reykjavík er þó ætíð minnst fyrir að hafa markað vatnaskil í afvopnunarviðræðum risaveldanna og í framhaldi af honum sömdu þau um eyðingu ýmissa gerða kjarnavopna.

Önnur þáttaskil urðu árið 1986 í forsetatíð Reagans því hann neyddist til að játa að hafa samþykkt fyrir sitt leyti hergagnaaðstoð við Íran, þvert á yfirlýsta stefnu stjórnar hans. Í ljós kom síðar að tekjurnar af þessari vopnasölu, 30 milljónir dollara, hafði verið notaðar til aðstoðar skæruliðum sem áttu í átökum við heri sandinistastjórnarinnar í Nicaragua.

Einn af nánustu samverkamönnum forsetans, Oliver North ofursti, var rekinn vegna málsins. John Poindexter aðmíráll sagði af sér vegna aðildar sinnar að því og þjóðaröryggisráðgjafi Reagans, Robert McFarlane, freistaði sjálfsmorðs vegna málsins.

Reagan lét í veðri vaka að hafa haft litla vitneskju um hvað átt hefði sér stað. Svonefnd Tower-nefnd sem falin var rannsókn hneykslisins þvoði hendur forsetans af ásökunum um að hafa logið blákalt að þjóðinni um málið en gagnrýndi hann fyrir sinnuleysi.

Sérstök nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings felldi hins vegar síðar þann dóm að forsetinn hafi alfarið borið ábyrgð á hneykslismálinu og sagði að hann hefði átt að vita hvað þjóðaröryggisráðgjafar hans hefðust að.

Skýrsla þingnefndarinnar þótti mikill áfellisdómur fyrir Reagan og stjórnunarhætti hans. Þannig þótti hann bæði vinna pólitíska sigra sem ósigra á þeim átta árum sem hann sat í Hvíta húsinu. En þegar hann hvarf þaðan við lok valdatíma síns nam fjárlagahallinn hærri upphæð en samanlagður halli á ríkissjóði Bandaríkjanna í valdatíð 39 forvera hans.

Reagan fæddist ekki með silfurskeið í munni. Hann er sonur áfengissjúks skókaupmanns í Tampico í Illinoisríki. Hann vann fyrst fyrir sér sem íþróttafréttamaður á útvarpsstöð. Sneri hann sér síðan að kvikmyndaleik, hlaut fyrst samning hjá Warner Brothers árið 1937 og lék í alls 50 kvikmyndum um dagana. Reagan náði þó aldrei mikilli frægð sem kvikmyndastjarna og gaf sjálfum sér þá einkunn að hann hafi verið „Errol Flynn B-myndanna.“

Á árunum 1966 til 1974 gegndi Ronald Reagan starfi ríkisstjóra Kaliforníu og þótti standa sig vel í starfi þótt íhaldssamur væri. Hann stefndi þá þegar á forsetastólinn, reyndi fyrst að hljóta útnefningu Repúblikanaflokksins 1968 en mistókst. Hlaut þó betri útkomu en honum hafði verið spáð.

Hann reyndi aftur 1976 en Gerald Ford foresti hafði betur. Fjórum árum seinna rættist draumur Reagans loks og hann bar sigurorð af Jimmy Carter, sem unnið hafði slaginn við Ford fjórum árum áður.

Reagan hafði ekki setið nema tvo mánuði í embætti er honum var sýnt banatilræði. Hæfði ein kúlan úr byssu tilræðismannsins Johns Hinkleys hann í brjóstkassann. Glettni hans greiddi leiðina að hjörtum æ fleiri en stutt höfðu hann í forsetakjörinu er hann sagði í stríðni við læknana sem gerðu að skotsárum hans: „Ég vona að þið séuð repúblikanar.“

Við konu sína Nancy gaf hann sannkallaða kúrekaskýringu á sárum sínum: „Elskan, ég gleymdi að beygja mig,“ sagði hann er hún kom á sjúkrahúsið rétt eftir tilræðið.

bb.is | 27.10.16 | 15:56 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með frétt Sjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli