Frétt

Leiðari 12. tbl. 2000 | 22.03.2000 | 09:13,,Sannleiknum meta sitt gagn meir

Það hrikti í kvótakerfinu í byrjun árs þegar niðurstaða Héraðsdóms Vestfjarða í Vatneyrarmálinu lá fyrir. Eftir stóru orðin í kjölfar dómsins hefði mátt vænta að Hæstarétti yrði eftirlátið framhaldið. Svo fór ekki. Nokkrir sjálfskipaðir dómarar í málinu rumskuðu undir ræðu ríkissaksóknara fyrir Hæstarétti. Einn þeirra er Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands.

Ekki er kunnugt að úttekt hafi verið gerð á áhrifamætti þeirra blaðadálkmetra, sem prófessorinn hefur látið frá sér fara um hin ólíklegustu mál í gegnum tíðina. Skiptir heldur ekki máli. Um nokkra dálksentimetra Hannesar í DV sl. mánudag verður þó ekki þagað.

,,Dómur Erlings Sigtryggssonar héraðsdómara í Vatneyrarmálinu, þar sem úthlutun aflaheimilda á Íslandsmiðum (kvótakerfið) er talinn stríða gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, er rangur\" (leturbr.BB) fullyrðir stjórnmálaprófessorinn og kemur síðan með klisju, sem hann væntanlega hefur lesið eða heyrt einhvers staðar: ,,Ég á ekki aðeins við það, að íslenska hagkerfið hrynur með braki og brestum, staðfesti Hæstiréttur dóminn, heldur líka hitt, að niðurstaðan er illa rökstudd.\" Látum þetta vera að meinalausu. Og líka spurninguna hvort eigendur Vatneyrarinnar vilji frekar kaupa aflaheimildir af ríkinu en af öðrum útgerðarmönnum?!

En það er í lok greinarinnar, sem prófessorinn fer yfir strikið: ,,Er Erlingur Sigtryggsson með þessum fáránlega dómi að þóknast grönnum sínum á Vestfjörðum, þar sem harðari andstaða hefur verið við kvótakerfið en annars staðar?\" (Leturbr.BB)

Eftir að hafa sáð fræi illgresisins skýlir prófessorinn sér á bak við spurningarmerkið. Karlmennska af þessu tagi er alþekkt. Í framhaldi vaknar hins vegar spurning: Er siðgæðið sem felst í spurningu Hannesar Hólmsteins innrætt stjórnmálanemum við Háskóla Íslands?

Og svo bítur háskólaborgarinn höfuðið af skömminni með því að afbaka ,,vísu\" Hallgríms Péturssonar, sem reyndar er 5. erindi 27. Passíusálms um Pílatí samtal við Gyðinga á dómstólnum og heimfæra upp á héraðsdómarann á Vestfjörðum og embættisfærslu hans.

Eitt skulu allir Hannesar Hólmsteinar vita: Vestfirðingar hafa aldrei og munu aldrei ætlast til þess af embættismönnum sínum, hvorki dómurum né öðrum, að þeir hagræði lögum og fullyrt skal að engum dómara hér um slóðir hefur komið slíkt til hugar til þess eins að hugnast heimamönnum. Aðdróttanir Hannesar Hólmsteins, stjórnmálaprófessors við æðstu menntastofnun þjóðarinnar í garð Vestfirðinga eru því lágkúra sem fáir leggja fyrir sig til að koma sér og skoðunum sínum á framfæri og honum til ómældrar minnkunar.

,,Pílatus keisarans hræddist heift, / ef honum yrði úr völdum steypt....\" segir í tilvitnuðum Passíusálmi. Dómarar þessa lands þurfa ekki að óttast reiði ,,keisarans\", sem ætla má að hafi verið ofarlega í huga HHG þegar hann reit DV greinina. Þeir einfaldlega lúta ekki hinum ímyndaða keisara prófessorsins.

Að lokum frekari tilvitnun í Passíusálminn ef verða mætti ýmsum til íhugunar: ,,Ó, vei þeim, sem með órétt lög / umgangast og þau tíðka mjög, / sannleiknum meta sitt gagn meir, / svívirðing Drottni gjöra þeir.\"
s.h.


bb.is | 27.09.16 | 16:50 Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með frétt Boðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli