Frétt

bb.is | 04.06.2004 | 14:40Ísafjarðarbær breytir skuldum í hlutafé hjá Miðfelli hf.

Rækjuverksmiðja Miðfells á Ísafirði.
Rækjuverksmiðja Miðfells á Ísafirði.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti í gær að breyta hluta af útistandandi skuldum rækjuverksmiðjunnar Miðfells hf. á Ísafirði að upphæð 12 milljónir króna í hlutafé og einnig að taka veð í húseign fyrirtækisins fyrir skuldum að upphæð 6 milljónir króna. Skuldbreytingin er hluti af aðgerðum sem nú standa yfir við fjárhagslega endurskipulagningu félagsins í kjölfar rekstarerfiðleika. Meðal þess sem rætt hefur verið er hugsanleg sala á frystiklefa fyrirtækisins við Suðurgötu.

Samkvæmt minnisblaði sem Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, ritaði eru heildarskuldir Miðfells hf. við bæjarsjóð Ísafjarðarbæjar tæpar 22,3 milljónir króna. Stærstur hluti skuldanna er vegna vatnsgjalda en sem kunnugt er nota rækjuverksmiðjur mikið vatn til starfsemi sinnar. Fjárhagsleg endurskipulagning Miðfells hf. hefur staðið yfir um nokkurt skeið og fól bæjarráð Ísafjarðarbæjar Guðna Jóhannessyni, formanni bæjarráðs, og Halldóri Halldórssyni að leggja tillögur fyrir bæjarstjórn um með hvaða hætti bærinn kæmi að málinu.

Bæjarstjórn samþykkti áðurnefnda lausn með sjö atkvæðum gegn einu atkvæði Bryndísar Friðgeirsdóttur, bæjarfulltrúa Samfylkingar. Hún gerði grein fyrir mótatkvæði sínu með svohljóðandi bókun: „Lýsi furðu minni á því að erindi Miðfells hf., skuli ekki vera kynnt í atvinnumálanefnd áður en það er samþykkt í bæjarstjórn. Eignarhaldsfélagið var stofnað af bæjarstjórn til að fara með slík mál enda var erindi Sindrabergs hf., um sama málefni vísað þangað. Með því að samþykkja að breyta skuldum Miðfells hf. í hlutafé án þess að atvinnumálanefnd og eignarhaldsfélagið komi að málinu er verið að snúa af þeirri braut sem mörkuð var með stofnun eignarhaldsfélags. Bendi einnig á að þessi afgreiðsla án umfjöllunar fagnefnda skapar fordæmi.“

Aðspurður hversvegna málið hafi ekki verið rætt á vettvangi Hvetjanda eignarhaldsfélags segir Halldór Halldórsson að hann hafi rætt málið við stjórnarformann Hvetjanda eignarhaldsfélags en bæjarráð hafi ákveðið að fara þessa leið.

Guðni Geir Jóhannesson, formaður bæjarráðs, segir að ástæða þess að málefni Miðfells hf. hafi ekki fengið sömu málsmeðferð og mál Sindrabergs ehf. sé sú að þarna sé um að ræða ólík fyrirtæki. Sindraberg sé í nýsköpun og því hafi verið eðlilegra að það færi undir Hvetjanda en Miðfell sé að reka rækjuverksmiðju sem sé í samkeppnisumhverfi.

Halldór Halldórsson segir að þrátt fyrir að bærinn hafi á stuttum tíma orðið eignaraðili að tveimur fyrirtækjum sé ekki um stefnubreytingu að ræða. Meginstefna bæjaryfirvalda sé sú að taka ekki þátt í atvinnurekstri. „Í báðum þessum tilfellum stóðum við frammi fyrir því að þarna var að ljúka ákveðinni fjárhagslegri endurskipulagningu og því þurfti að taka ávörðun með hvaða hætti hagsmunum bæjarins væri best borgið. Niðurstaðan varð sú að þeim hagsmunum væri betur borgið með því að breyta skuldum í hlutafé frekar en að ganga að þessum félögum.

Auk Ísafjarðarbæjar hefur Súðavíkurhreppur ákveðið að leggja fram umtalsvert fjármagn til stofnunar nýs fyrirtækis um rækjuvinnslu sem Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. rak í Súðavík. Aðspurður hvort þessi staðreynd bæri ekki vott um að atvinnurekstur á svæðinu stæði höllum fæti segir Halldór vona að svo sé ekki. Frekar megi álykta að rækjuiðnaðurinn standi mjög höllum fæti og verksmiðjum hafi víða verið lokað. Halldór segir að þrátt fyrir að rækjuiðnaðurinn hafi áður farið í þrot hér um slóðir hafi það orðið niðurstaðan að sveitarfélagið reyndi að tryggja þarna rekstur fjölmenns vinnustaðar. Halldór segir það stefnu bæjarsjóðs að koma ekki að stjórnun þeirra fyrirtækja sem hann eignast hlut í heldur verði einungis fylgst með rekstri þeirra og síðan sé ætlun bæjarins að selja sinn hluta þegar tækifæri gefst.

Elías Oddsson, framkvæmdastjóri Miðfells hf., segir að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins sé nú að ljúka. Hún hefur að undanförnu staðið yfir í samvinnu við Landsbanka Íslands sem er viðskiptabanki fyrirtækisins. Úrvinnslu hennar sé þó ekki að fullu lokið. Meðal þess sem rætt hefur verið er að frystiklefi fyrirtækisins við Suðurgötu verði seldur. Aðspurður um hvaða aðilar fleiri verði hluthafar í fyrirtækinu segir Elías það ekki ljóst á þessari stundu. Hann segir ákveðna hluti vera til skoðunar hjá nokkrum aðilum m.a. Byggðastofnun og svör liggi vonandi fyrir um miðja næstu viku. Að þessari endurskipulagningu lokinni verða langtímaskuldir félagsins um 180 milljónir króna og veltufjárhlutfall verði um einn.

Aðspurður hvers vegna fyrra hlutafé fyrirtækisins hafi ekki verið afskrifað í kjölfar endurskipulagningarinnar segir Elías að með hliðsjón af endurskipulagningu annarra fyrirtækja í rækjuiðnaði og verðmætamati þeirra hafi ekki verið talin þörf á slíku í Miðfelli hf.

Hjá Miðfelli starfa í dag 42 starfsmenn og síðar í þessum mánuði verður bætt við einni vakt í vinnslunni og þá er vonast til þess að störfum fjölgi um ríflega 20. Elías segir erfitt að spá í framtíðina í rækjuiðnaðinum. Með mikilli hagræðingu innan fyrirtækisins hafi tekist að bæta mjög afkomuna að undanförnu og fyrirtækið sé mjög vel sett hvað sölusamninga varðar og sú staðreynd hafi í raun skipt sköpum í þeirri fjárhagslegu endurskipulagningu sem nú hefur staðið yfir.

Í dag eru hlutahafar í Miðfelli hf. þrír. Kagrafell ehf. á 45% hlutafjár, Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. á 40% og Elías Oddsson á 5%.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli