Frétt

mbl.is | 04.06.2004 | 09:3415 ár liðin frá aðgerðunum á Torgi hins himneska friðar

Að minnsta kosti 16 manns voru handteknir á Torgi hins himneska friðar í Peking í Kína í morgun en í dag er 15 ár liðin frá því her og lögregla létu til skarar skríða gegn mótmælendum á torginu, sem kröfðust lýðræðisumbóta, með þeim afleiðingum að hundruð manna að minnsta kosti, og sennilega þúsundir, létu lífið. Á þeim 15 árum sem liðin eru hafa stjórnvöld orðið við mörgum þeirra krafna sem gerðar voru þá og afnumið reglur sem mæltu fyrir um hvar Kínverjar mættu vinna og hverjum þeir gætu gifst. Þá hafa efnahagsumbætur leitt til samfellds hagvaxtar undanfarinn áratug.

En Kommúnistaflokkurinn í Kína, sem braut mótmælin á torginu á bak aftur 4. júní 1989, leyfir enn enga sjálfstæða stjórnmálastarfsemi og hefur hneppt í fangelsi eða rekið úr landi flesta þá andófsmenn sem kveðið hefur að í Kína.

Blaðamenn sáu sextán miðaldra karlmenn og konur handtekin á torginu í morgun og leidd í lögreglubíla. Ekki var ljóst hvort handtökurnar tengdust uppreisnarafmælinu eða hvort öryggissveitir voru að reyna að stöðva minningarathafnir um þá sem létust í aðgerðunum fyrir 15 árum.

Torgið var opið almenningi og hundruð ferðamanna gengu þar um og nutu góða veðursins. Þótt fleiri verðir væru á torginu en venjulega var öryggisgæsla frekar lítil miðað við hvernig hún er á öðrum pólitískt viðkvæmum dögum.

Í aðdraganda afmælisins hafa kínversk stjórnvöld handtekið þekkta mótmælendur og ættingja þeirra sem létu lífið árið 1989 og skipað þeim að yfirgefa Peking.

Í morgun voru útsendingar CNN til hótela og íbúða útlendinga í Peking truflaðar ítrekað þegar sjónvarpsstöðin fjallaði um aðgerðirnar fyrir 15 árum.

Mótmælaaðgerðir hafa hins vegar verið annarstaðar í heiminum, svo sem í Hong Kong, Washington og Taipei.

Árið 1989 fóru tugir þúsunda út á Torg hins himneska friðar í miðborg Peking til að krefjast þess að stjórnmálakerfið yrði opnara og opinber spilling yrði stöðvuð. Harkaleg viðbrögð stjórnvalda, sem sendu hermenn og skriðdreka á torgið, leiddi til þess að stjórnvöld í Kína voru einangruð á alþjóðavettvangi og mikil umbrot hófust í kínverskum stjórnmálum.

Zhao Ziyang, aðalritari kínverska kommúnistaflokksins, varð undir í valdabaráttu og er enn í stofufangelsi. Deng Xiaoping, leiðtogi flokksins, valdi Jiang Zemin, sem þá var leiðtogi flokksins í Shanghai, til að vera eftirmann Zhaos og Ziang leiddi Kínverja í áratug þar til hann lét af embætti forseta Kína á síðasta ári.

Stjórnvöld í Peking eru enn að reyna að koma á eðlilegum samskiptum við önnur ríki og reyna nú m.a. að fá Evrópusambandið til að aflétta vopnasölubanni sem sett var á eftir atburðina 1989. Kínverskir leiðtogar gera nú tilraunir með það sem kallað er þorpslýðræði þar sem Kínverjar geta kosið embættismenn í lægra sett störf en þeir sem kosnir eru verða samt að framfylgja opinberri stefnu.

Hu Jintao, sem tók við forsetaembætti á síðasta ári, hefur hvatt til þess að þjóðfélagið verði „sósíalískara." En það þýðir að flokkurinn eigi að taka meira tillit til þarfa fólksins en ekki að leyfa eigi andófsmönnum að starfa og mynda stjórnarandstöðu.

Kínverskir leiðtogar segja að aðgerðirnar 1989 og eins flokks kerfið í landinu séu forsendur þess efnahagsvaxtar sem nú er Kína og neita að verða við kröfum um að hætta að skilgreina mótmælin sem gangbyltingaruppþot.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli