Frétt

| 12.06.2001 | 09:43Ætlar þó ekki að verða ljóðskáld í framtíðinni

Ragnheiður Sjöfn Reynisdóttir með verðlaunin.
Ragnheiður Sjöfn Reynisdóttir með verðlaunin.
Ragnheiður Sjöfn Reynisdóttir er ellefu ára gömul stúlka, fædd og uppalin í Bolungarvík Hún er dóttir Reynis Ragnarssonar fiskverkanda og Auðar Ragnarsdóttur rekstrarstjóra Finnabæjar.Í vetur tók þessi unga stúlka þátt í ljóðasamkeppninni Ljóð unga fólksins. Að samkeppninni stóðu Íslandsdeild IBBY (samtök um bækur fyrir börn) og ÞÖLL, sem er samstarfshópur um barna- og unglingamenningu á bókasöfnum.
Tólfta maí voru úrslitin opinberuð og þá kom í ljós, að Ragnheiður lenti hún í öðru sæti í aldursflokknum 9-12 ára fyrir ljóð sitt Ég vildi að ég væri. Í verðlaun fékk hún bókina Hálendið í náttúru Íslands og pennasett áletrað Ljóð unga fólksins 2001.

Alls voru 16 bókasöfn á landinu sem tóku þátt í keppninni og um 2000 ljóð bárust. Ljóðin hafa verið gefin út í ljóðabók sem heitir Vetur, sumar, vor og haust og er ljóð Ragnheiðar þar á blaðsíðu 12.

Hugmyndin að ljóðinu vaknaði þegar Ragnheiður var í íslenskutíma í skólanum sínum í Bolungarvík. Bekkurinn fékk það verkefni að lesa Skólaljóð og skrifa svo ljóð svipuð þeim sem þar eru.

Íslenskukennaranum hennar, Sólrúnu Geirsdóttur, fannst ljóðið fallegt og sagði að hún yrði hreinlega að taka þátt í ljóðasamkeppninni. Það var því Sólrúnu að þakka að ljóðið komst á framfæri.

Ragnheiður segist ætla að halda áfram að semja ljóð í framtíðinni, enda búin að fá sérstaka bók frá foreldrum sínum til að skrifa ljóðin í. Hún segist þó ekki ætla að verða ljóðskáld!

Eins og lesa má úr verðlaunaljóðinu hér fyrir neðan er greinilega á ferðinni upprennandi listamaður sem Bolvíkingar (og aðrir Vestfirðingar) geta verið stoltir af.

Ég vildi að ég væri

Ég vildi að ég væri,
í húsum þínum,
á diski þínum,
í armi þínum,
við hendur þínar,
í barmi þínum,
ást þinni og
leyndarmálum.


bb.is | 26.09.16 | 16:52 Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með frétt Vilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli