Frétt

mbl.is | 03.06.2004 | 16:02Sýknaður af ákæru fyrir að svíkja út einkadans

Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað karlmann á fertugsaldri af ákæru fyrir að hafa notað kreditkortanúmer annars manns til að kaupa vörur og einkadansþjónustu á nektarstað í Reykjanesbæ fyrir tæpa hálfa milljón króna frá klukkan 6:09 að morgni sunnudags í apríl árið 2002 til klukkan 15:19 sama dag. Maðurinn var hins vegar sakfelldur fyrir að hafa notað sama kortanúmer til að greiða 50 þúsund krónur fyrir einkadans á sama skemmtistað viku áður.

Eigandi kortsins kærði úttektir af kortinu, annars vegar 50 þúsund króna úttekt 21. apríl 2002 og síðan samtals 477.000 krónur vegna tíu úttekta 28. apríl og allar voru úttektirnar frá skemmtistaðnum Strikinu. Sagðist kortaeigandinn aldrei hafa farið inn á skemmtistaðinn Strikið og ekki týnt umræddu kreditkorti en hins vegar notað kortið í nokkur skipti við kaup á vörum og þjónustu hjá fyrirtækjum í Keflavík og greitt með svokallaðri símgreiðslu.

Undirskrift á kreditkortanótunum var rakin til ákveðins manns, sem vann hjá fyrirtæki sem kortaeigandinn hafði keypt af vöru með símgreiðslu. Framkvæmdastjóri Striksins sagði að umræddur maður væri einn af föstum viðskiptavinum skemmtistaðarins og það hefði stundum komið fyrir að hann hefði fengið að greiða fyrir viðskipti með því að gefa upp kreditkortanúmer og gildistíma kortsins.

Þannig hefði það atvikast að morgni sunnudagsins 21. apríl, að maðurinn hefði gefið upp kreditkortanúmer og keypt sér einn einkadans fyrir 50.000 krónur. Helgina eftir hefði maðurinn verið orðinn einn eftir inni á staðnum snemma á sunnudagsmorgni, hann verið ölvaður og sem fyrr fengið samþykki framkvæmdastjórans fyrir því að kaupa sér áfengi og einkadans og greiða fyrir hvort tveggja með því að gefa upp kreditkortanúmerið sitt. Þegar langt var liðið á daginn hefði framkvæmdastjórinn ákveðið að taka fyrir frekari viðskipti við manninn, en þá hefði sænsk stúlka, sem héti Linda, verið búin að dansa fyrir hann í um það bil tíu klukkustundir og hann búinn að láta skuldfæra samtals 475.000 krónur fyrir einkadans.

Maðurinn viðurkenndi fyrir dómi, að hafa notað umrætt kreditkortanúmer í heimildarleysi 21. apríl 2002 og þannig blekkt starfsmann Striksins til að láta honum í té þjónustu einkadansmeyjar. Hins vegar sagðist hann hvorki geta játað né neitað því að hafa beitt sömu aðferð til kaupa á einkadansi 28. apríl 2002 þar sem hann myndi ekki eftir því að hafa verið inni á staðnum. Sagði maðurinn undirskriftir á viðkomandi kreditkortanótum geta verið sínar, en sagði eins geta verið að einhver annar hefði skrifað upphafsstafi hans á nóturnar.

Nóturnar voru sendar til rithandarrannsóknar hjá lögreglunni í Svíþjóð en niðurstaða þeirrar rannsóknar var ekki afgerandi. Í dómnum er gagnrýnt, að ákæruvaldið skuli ekki hafa reynt að hafa upp á nektardansmeyjunni Lindu enda þótt hún hljóti að teljast mikilvægt vitni í málinu. Segir dómurinn að þetta rýri óneitanlega sönnunarstöðu ákæruvaldsins í málinu en sækjandi hefði lýst því yfir í munnlegum málflutningi að það hefði „þótt of viðurhlutamikið“ að reyna að hafa uppi á Lindu.

Þá segir dómurinn, að til þess beri einnig að líta að af hálfu ákæruvaldsins hafi ekki verið óskað eftir færslum úr sjóðsvél Striksins eða öðrum bókhaldsgögnum, sem eftir atvikum hefðu getað rennt stoðum undir fullyrðingu framkvæmdastjórans þess efnis að umrædd viðskipti hefðu farið fram, en samkvæmt vætti hans fyrir dómi væri salan á einkadansi talin til virðisaukaskattsskyldrar veltu og því hægt um vik að leggja fram gögn um viðskiptin. Hefði og verið ærið tilefni til þess að afla slíkra gagna í ljósi takmarkaðs framburðar ákærða um málsatvik og niðurstaðna rithandarrannsóknar.

Niðurstaða dómsins var að fallast yrði á það með verjanda ákærða að skynsamlegur vafi leiki á því hvort ákærði hafi gefið upp kreditkortanúmer annars manns í viðskiptunum 28. apríl 2002. Maðurinn viðurkenndi hins vegar brot sitt sem framið var 21. apríl en dómurinn ákvað að gera sakborningnum ekki sérstaka refsingu vegna þess.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli