Frétt

bb.is | 03.06.2004 | 13:18Bæjarstjóri gerir athugasemdir við frétt um ársreikning Ísafjarðarbæjar

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hefur ritað bb.is bréf þar sem hann gerir athugasemdiir við frétt um ársreikning Ísafjarðarbæjar frá því í gær og er bréfið birt hér í heild sinni. „Umfjöllun bb.is um ársreikning Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2003 er villandi svo ekki sé meira sagt. Ekki er fjallað um ársreikninginn eins og hann er settur upp af fjármálastjóra og lögg. endurskoðanda bæjarins heldur er samanburður gerður miðað við eldri fjárhagsáætlun, því sleppt að gefa upplýsingar um hverju reksturinn skilar og ekki útskýrt hvers vegna eiginfjárstaða versnar.

Því miður virðist þetta fylgja umfjöllun bb.is um fjárhagsáætlun og ársreikninga Ísafjarðarbæjar. Ástæðan er undirrituðum ekki kunn en auðvitað eru fjármál sveitarfélaga flókin, framsetning áætlana og ársreikninga hefur breyst mjög mikið og þess vegna getur verið erfitt að fjalla um þau nema kynna sér málið mjög vel. Í því sambandi bendir undirritaður á góðar upplýsingar um þessi mál á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem sérstaklega er skrifað um hversu villandi framsetning fjölmiðla hefur verið á fjárhagsáætlunum eftir að breytingar voru gerðar á framsetningu þeirra.

Verður reynt að bæta úr þessu með þessum upplýsingum sem teknar eru beint upp úr ársreikningnum sem verður aðgengilegur á heimasíðu bæjarins www.isafjordur.is.

1. Mismunur niðurstöðu ársreiknings og fjárhagsáætlunar er 3 millj. kr. Fjárhagsáætlun var endurskoðuð á árinu vegna þess að ákveðið var í bæjarstjórn að bæta við verkefnum.

2. Í frétt bb.is er samanburður við eldri fjárhagsáætlun. Það eru í sjálfu sér ágætar upplýsingar en endurskoðuð fjárhagsáætlun er sú sem gildir og er til samanburðar í ársreikningi. Þess vegna verður að gera fyrirvara við samanburð bb.is sem er við eldri fjárhagsáætlun.

3. Laun eru 5 millj. kr. hærri en áætlað var en ekki 73 millj. kr. eins og segir í frétt bb.is. Tölur eru ekki samanburðarhæfar þar sem áfallnar lífeyrisskuldbindingar eru ekki inni í launatölu þeirri sem bb.is notar. Áfallnar lífeyrisskuldbindinar nema 35 millj. kr. á árinu 2003.

4. Ekki er minnst á hverju reksturinn skilar til afborgana lána og fjárfestinga en það eru rúmar 87 millj. kr. Sjóðsstreymi sýnir þessa niðurstöðu í samstæðu eftir að reiknaðar stærðir eins og afskriftir (sem eru nýtt í ársreikningum sveitarfélaga) og lífeyrisskuldbindingar hafa verið dregnar frá.

5. Í upphaflegri fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir að reksturinn skilaði 39 millj. kr. Í endurskoðaðri áætlun var reiknað með 30 millj. kr. en niðurstaða ársreiknings sýnir 87 millj. kr.

6. Í niðurlagi fréttar bb.is er talað um versnandi stöðu A-sjóðs en þar gleymist að draga frá langtímakröfur á eigin fyrirtæki. Réttara er að bera saman tölur í samstæðureikningi.

7. Versnandi eiginfjárstaða er fólgin í því að fjármagn er tekið af inneign bæjarins til að greiða lán og framkvæmdir umfram þær 87 millj. kr. sem reksturinn skilar. Á árinu 2003 eru langtímalán greidd niður um 198 millj. kr. Á undanförnum árum hafa skuldir verið lækkaðar fyrst og fremst með því að ganga á inneign okkar. Skilmerkilega hefur verið gerð grein fyrir þessu með greinaskrifum og í stefnuræðum með fjárhagsáætlunum sem eru aðgengilegar á vef Ísafjarðarbæjar.

Upplýsingar hér að ofan eru unnar upp úr ársreikningi Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2003. Niðurstaða hans er í samræmi við endurskoðaða fjárhagsáætlun. Það breytir því ekki að rekstrarniðurstaðan er ekki ásættanleg. Það nægir ekki til greiðslu lána og til fjárfestinga að Ísafjarðarbær hafi 87 millj.kr. frá rekstri. Sú tala þarf að vera a.m.k. 200 millj. kr. og á það er bent af hálfu Ísafjarðarbæjar eins og annarra sveitarfélaga í landinu. Umfjöllun á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga snýr mjög að fjármálum sveitarfélaga, verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og réttri tekjuskiptingu.

Niðurstaða á rekstri Ísafjarðarbæjar er sú að A-hluti er með 2,34% neikvæða rekstrarniðurstöðu og B-hluti með 16,09% neikvæða. Undirritaður hefur samanburð á ársreikningum 11 stærstu sveitarfélaga landsins þar sem 67% íbúa landsins búa. Meðaltalsniðurstaða þeirra er að reksturinn er neikvæður um 4,46%. Í þessum samanburði er dæmi um sveitarfélag sem er með 26,7% halla.

Undirritaður vonar að þessar upplýsingar gagnist lesendum en bendir á að hægt er að nálgast eintök af ársreikningi á skrifstofu bæjarins sem og á heimasíðunni eftir fyrri umræðu sem fer fram í dag, fimmtudaginn 3. júní. Þannig geta íbúar fræðst sjálfir um stöðu mála.

Halldór Halldórsson
- bæjarstjóri -“bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli