Frétt

| 11.06.2001 | 14:48Arna Vigdís Jónsdóttir „dux scholae“

Stúdentarnir 26 sem brautskráðust frá MÍ á laugardag.
Stúdentarnir 26 sem brautskráðust frá MÍ á laugardag.
Skólaslit Menntaskólans á Ísafirði fóru fram við hátíðlega athöfn í Ísafjarðarkirkju á laugardag. Við athöfnina flutti Björn Teitsson, skólameistari skýrslu um starf skólans í vetur þar sem bar hæst þrjátíu ára afmæli skólans sem haldið var í íþróttahúsinu á Torfnesi, verkfall kennara, Sólrisuhátíð og heimsókn nemenda til Laugarvatns. Þá greindi hann frá því að hann hefði sagt stöðu skólameistara lausri, þakkaði fyrir samstarfið og óskaði verðandi skólameistara velfarnaðar.
Þá tóku til máls fulltrúar eldri stúdenta frá skólanum. Fyrir hönd 25 ára stúdenta hélt Guðný Ísleifsdóttir ávarp. Fyrir hönd 20 ára stúdenta ávarpaði Hafdís S. Ólafsdóttir viðstadda, Hermann Jón Halldórsson fyrir hönd 10 ára stúdenta og Þórdís Jónsdóttir fyrir hönd 10 ára stúdenta úr öldungadeild.

Hæstu aðaleinkunn nýstúdenta hlaut Arna Vigdís Jónsdóttir af hagfræðibraut, 9,20 og er hún því „dux scholae“ í ár. Arna er aðeins fimmti nemandinn sem brautskráður hefur verið frá skólanum með aðaleinkunn yfir níu. Næst hæstu einkunn hlaut Haukur Sigurbjörn Magnússon, 8,24.

Alls voru afhent 60 prófskírteini. Tólf nemendur luku viðskiptaprófi og hlaut Dagný Sverrisdóttir verðlaun fyrir hæstu aðaleinkunina 7,59. Ellefu luku vélavarðanámi og þrjár stúlkur luku námi af starfsbraut. Þrír nemendur luku annars stigs prófi af vélstjórnarbraut og af þeim hlaut Ingibjörn Valsson verðlaun. Fimm nemendur luku sjúkraliðaprófi og var Sjöfn Kristinsdóttir með hæstu aðaleinkunn, 9,29 og hlaut hún verðlaun fyrir þann árangur.

Þá voru 26 stúdentar útskrifaðir. Af hagfræðibraut brautskráðust fimm, átta af mála- og samfélagsbraut og þrettán af náttúrufræðibraut. Af nýstúdentum hlutu verðlaun þau Arna Vigdís Jónsdóttir fyrir íslensku, stærðfræði, dönsku og viðskiptagreina, Haukur Sigurbjörn Magnússon fyrir íslensku, sögu og raungreinar og einnig hlaut hann verðlaun fyrir félagstörf. Ingibjörg Erna Jónsdóttir fékk viðurkenningu fyrir árangur í raungreinum, Sigríður Gísladóttir fyrir dönsku, auk verðlauna frá Ísfirðingafélaginu í Reykjavík og Helena Björk Þrastardóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í þýsku, ensku og frönsku. Helena var að auki með hæstu aðaleinkunn af mála- og samfélagsbraut, 8,10.

Eftir að skírteini og verðlaun höfðu verið afhent tók skólameistari aftur til máls og óskaði þeim sem voru að brautskrást góðs gengis í framtíðinni. Þá tók „dux scholae“ Arna Vigdís Jónsdóttir til máls fyrir hönd nýstúdenta.

Áður en athöfninni lauk bað Ólafur Helgi Kjartansson, formaður skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði um orðið. Ávarpi sínu beindi hann sérstaklega til skólameistara. Fór hann stuttlega yfir feril Björns Teitssonar í skólanum og nefndi meðal annars mikilvægi þess starfs sem skólameistari hefur með höndum. „Hann þarf að vera stjórnandi leiðtogi kennara og starfsliðs, fást við fjármál, starfsmannahald og ráðningar og jafnframt vera yfirmaður nemenda, veita þeim aðhald og aga, hvatningu og vera fremstur til þess að koma þeim til nokkurs þroska.“ Einnig nefndi Ólafur Helgi þá staðreynd að á þeim 22 árum í starfi sínu sem skólameistari hefur Björn útskrifað 496 stúdenta eða um hálft þúsund og því væri kominn tími til að hann yrði útskrifaður og veitti Ólafur honum bók sem viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Að lokum þakkaði Ólafur Helgi honum fyrir vel unnin störf í þágu skólans og samfélagsins og óskaði honum og eiginkonu hans velfarnaðar og gæfu á nýjum stað og í nýjum störfum.

bb.is | 28.09.16 | 16:50 Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með frétt Ísafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli