Frétt

Leiðari 1. tbl. 2000 | 04.01.2000 | 19:22Staldrað við áramót

Veðrið var mörlandanum hliðhollt þegar árið með fjórum nýjum tölustöfunum gekk í garð; þegar landsmenn fögnuðu nýju ári með þvílíkum kyngikrafti sprenginga og ljósa- og litadýrðar að óvíst er hvort nokkurn tíma verður leikið eftir og því síður bætt. Þessi tímamót voru líka frábrugðin öllum öðrum áramótum svo til allra núlifandi Íslendinga að þau voru að hluta til smekksatriði hvað merkingu varðar.

Árið sem kvaddi var fyrir margt merkilegt og á mörgum sviðum viðburðarríkt. Víst er að oft mun til þess vitnað er fram líða stundir, til orða og gjörða ráðamanna þjóðfélagsins og hræringa á sviðum athafna og mannlífs. Ef til vill speglaðist samviska ársins að einhverju leyti í nýársboðskap hinna andlegu og veraldlegu leiðtoga vorra, sem þjóðin dundar sér við að skilgreina meðan endurhæfingin eftir viðskilnaðinn við gamla árið varir.

Í lok ársins áréttuðu stjórnmálamenn vorir eina ferðina enn að þeirra er mátturinn og dýrðin þegar kemur að hægindastólunum í kringum kjötkatlana. Sauðsvörtum almúganum hefur þó verið gert ljóst að við verðum ekki oftar höfð að fíflum. Okkur kemur þetta nefnilega ekkert við. Samtrygging stjórnmálamanna sér um sína, hvar í flokki sem þeir standa.

Hið lögformlega ár aldraðra er að baki. Þegar þessu sérmerkta ári sístækkandi þjóðfélagshóps lýkur bendir allt til að ríkisvaldið eigi yfir höfði sér málshöfðun til að fá hnekkt því mannréttindabroti sem felst í tvísköttun eftirlauna þessa fólks. Hingað til hefur verið talað fyrir daufum eyrum ráðamanna varðandi þetta mál. Fyrir löngu er tímabært að aldraðir sætti sig ekki lengur við að traðkað sé á þeim vegna þess eins að auðvelt sé að seilast í pyngju þeirra til skattheimtu.

Sigur Öryrkjabandalagsins fyrir héraðsdómi Reykjavíkur þar sem þriggja manna dómur kvað upp samhljóða úrskurð um að óheimilt hefði verið að skerða bætur örykja á tilteknu árabili vegna tekna maka markar tímamót í mannréttindabaráttu á Íslandi. Kálið verður þó ekki sopið þótt í ausuna sé komið. Því sem skattheimtan hefur einu sinni náð taki á verður ekki sleppt fyrr en í fulla hnefana. Málarekstur fyrir Hæstarétti frestar væntanlega framgangi réttlætisins um ótiltekinn tíma.

,,Vegir liggja til allra átta“ ku vera lag aldarinnar. Boðað hefur verið að við eigum eftir að leggja marga vegi, í mörgum skilningi. Leiðin til athafnafrelsis er einn þeirra. Vonandi liggur leiðin til athafnafrelsis í sjávarþorpunum ekki öllu lengur um kvótalendur hinna útvöldu sægreifa. Það er áreiðanlega ekki sú frelsisleið sem mærð er á tímamótum.
s.h.


bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli