Frétt

pólitík.is – Elsa M. Böðvarsdóttir | 31.05.2004 | 21:36Þjóðaratkvæðagreiðsla

Forseti Íslands getur með því að neita að skrifa undir lög, lagt það undir íslensku þjóðina, hvort hún samþykki þau lög. Þessi réttur fullkomnar lýðveldið. Með þessu er hægt að koma í veg fyrir að stjórnendur landsins beiti valdníðslu, þ.e. komi sínum vilja áfram gegnt því sem þjóðin vill. Þetta er mikilvægur öryggisventill í lýðveldi. Kannski hugsa sumir sem svo að nóg væri að þjóðin dæmi ríkisstjórnina af verkum þeirra á fjögra ára fresti. En þá er ekki hægt að koma í veg fyrir að einhver ólög yrðu sett. Staðan í dag er að Alþingi hefur samþykkt lög um fjölmiðla sem geta haft áhrif á atvinnustig þeirra sem starfa í fjölmiðlageiranum. Þessi lög hafa áhrif á tjáningarfrelsi og þau gætu haft áhrif á fjölbreytileika á markaði, og komið á einokun á fjölmiðlamarkaðinum.

Er hægt að treysta þjóðinni?
Ríkisstjórnin virðist ekki treysta þjóðinni til að taka rétta ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðinni sem kaus þá á þing. Geta þeir sagt að fólkið sem kaus þá, sé ekki nógu vel upplýst og greint til að kjósa um einstök málefni en það geti tekið upplýsta ákvörðun í alþingiskosningum. Mér finnst þessir stjórnarherrar alltaf koma fram við okkur í landinu eins og fávita. Við erum líka með heila! (eða svona flest öll). Ég er sko ekki að gleypa við því að 80% landsmanna hafi engan áhuga á því hvernig landinu þeirra er stjórnað.

Pólitík er þreytandi
Ég verð alltaf fyrir meiri vonbrigðum eftir því sem tímanum líður. Ég er þreytt á því að kjósa breytingar, og fæ sömu sauðina aftur í ríkisstjórn. Ég er orðin þreytt á að halda í vonina að enn sé til fólk sem berst fyrir sinni sannfæringu. Ég trúi ekki að allir þingmenn stjórnarflokkana séu sama sinnis. Hvernig er hægt að fylgja meirihlutanum ef það er þvert ofan á sinn vilja? Ég trúi ekki að Kristinn H. Gunnarsson sé eini maðurinn í Framsókn sem sé ekki sama sinnis og flokksbræðurnir. Með þessu er verið að segja mér að aðeins tveir menn stjórna þessu landi - Halldór og Davíð - hinir gera eins og þeir biðja um. Eða er það bara einn, Halldór gerir eins og Davíð segir? Hann er vafalaust lafandi hræddur um að ef skvettist upp á vinskapinn, þá missi hann af forsetisráðherrasætinu.

Ég er orðin þreytt á að stjórnarandstaðan virðist aldrei geta haft nein áhrif á framgang mála. Ég er orðin þreytt á því að ríkisstjórnin komist upp með að vaða yfir dómsmálakerfið. Ég er orðin þreytt á því að Davíð viti allt best, og geti aldrei étið neitt ofan í sig, og viðurkennt mistök. Ég er orðin þreytt á því að forsetinn sem er okkar öryggisventill, gefi ekki þjóðinni færi á að sýna skoðun sína í verki. Hvers vegna er ég að reyna að halda í vonina um að nú verði breytingar?

Þjóðaratkvæðagreiðsla hefur ekkert slæmt í för með sér. Hvers vegna eru Davíð og félagar skjálfandi yfir þessu? Það hlýtur eitthvað meira að liggja að baki.

Elsa Margrét Böðvarsdóttir.

Pólitík.is

bb.is | 24.10.16 | 15:51 Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með frétt Ópera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli