Frétt

deiglan.com – Pawel Bartoszek | 31.05.2004 | 21:30Óþarfa áhætta?

Nýlega hefur borið á umræðu um hvort heppilegt sé fyrir Íslendinga að halda áfram vísindaveiðum á hrefnu. Þar takast á tvenn andstæð sjónarmið. Annars vegar eru það aðilar í ferðamannaiðnaðinum sem telja að veiðarnar geti haft vond á áhrif á greinina og hins stuðningsmenn veiðanna sem vilja meina að með réttu átaki væri hægt að koma í veg fyrir skaðann og jafnframt að kynna hvalkjöt sem matvöru.

Vandinn er sá að afstaða fólks sem andvígt er hvalveiðum byggist ekki á vísindalegum rökum. Hún byggist á tilfinningum. Jafnvel ef okkur tækist að sannfæra evrópska neytendur um að hvalastofnar væru í góðu ásigkomulagi og veiðarnar nauðsynlegar til að hjálpa okkur að skilja betur lífríki hafsins mundi það litlu breyta. Fólk vill einfaldlega ekki hvalveiðar vegna þess að þeim finnast hvalir sætar og góðar skepnur..

Það er barnalegt að halda því fram að hægt sé að kalla fram einhverja "viðhorfsbreytingu" meðal þorra vestrænna neytenda með vel heppnaðri "kynningu" og "markaðsátaki". Sú barátta er löngu töpuð.

Það er auðvitað sorglegt að þurfa að beygja sig undir vitleysu og væmni annarra þjóða. En þetta hafa fjölmörg ríki þurft að sætta sig við. Til dæmis er hundaát bannað í Suður-Kóreu, þvert á siði landsins, vegna þrýstings frá Vesturlöndum.

Skemmst er að minnast þess þegar einstaklingur hér á landi reyndi að verða sér út um leyfi til að rækta hunda til manneldis. Afgreiðslustúlka í landbúnaðarráðuneytinu á að hafa sagt "oj bara," þegar hún heyrði þessa fyrirspurn og Guðni Ágústsson, hinn víðsýni ráðherra, "tók undir þessi orð starfsmanns síns".

Eru hundar í útrýmingarhættu? Nei. Eru hundar á einhvern hátt "gáfaðri" eða "mannlegri" en til dæmis svín? Nei. Hvers vegna þykir það þá í lagi að drepa hunda, bara ef þeir eru ekki étnir að því loknu?

Svarið við því er einfalt. Okkur þykir það einfaldlega "ógeðslegt" að borða gæludýr. Hundar eru "vinir" mannsins og maður borðar ekki vini sína. Málið snýst einfaldlega um tilfinningar og ekkert annað. Á sama hátt og baráttu fyrir hvalafriðun er tilfinningalegs eðlis þótt menn notist stundum við misvönduð vísindi í þeirri baráttu.

Rökin gegn hvalveiðum eru veik, en það eru rökin með þeim einnig. Viðskiptalegir ávinningur af veiðunum er lítill miðað við þá áhættu sem tekin er á sviði ferðaþjónustunnar.

Spurningin um hvalveiðar snýst fyrst og fremst um þjóðarstolt. "Við vorum ekki að fá sjálfstæði til að trjáfaðmandi þýskir fávitar segðu okkur hvað við eigum og hvað við eigum ekki að gera," eru undirliggjandi rök í umræðunni.

Það er vissulega sárt að þurfa beygja sig undir það sem okkur finnst óþarfa tilfinningasemi annarra þjóða. En stundum verðum við, því miður, að horfast í augu við heiminn eins og hann er. Það að slátra nokkrum tugum hvala á ári bara til að "sýna þessu fólki að við getum það" er ekki áhættunnar virði.

Pawel Bartoszek.

Deiglan.com

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli