Frétt

Sælkeri vikunnar - Einar Guðmundsson í Bolungarvík | 28.05.2004 | 11:58Gómsætar uppskriftir að hætti Einars stórgrillara

Sælkeri vikunnar að þessu sinni býður upp á ljúffenga rétti sem munu sóma sér vel á sólpallinum í sumar eins og yfirskriftin gefur til kynna. Óhætt er að segja að réttirnir séu á suðrænum nótum og hefst máltín á ljúffengu salati sem ætti að kveikja enn betur í matarlystinni fyrir grillaðan kjúkling með kartöflumús. Franska súkkulaðikakan er svo líklega til að gera þá sem njóta að betri mönnum.

1 bréf parmaskinka
1 poki blandað salat
furuhnetur
hunangsmelóna

Setjið salatið á fjóra diska skiptið parmaskinkunni jafnt niður á þá og leggið ofan á salatið. Léttristið furhneturnar á pönnu og stráið yfir diskana að vild. Skerið melónuna í litar kúlur sem er settar með. Að lokum er gott að raspa yfir ferskan parmesan ost til bragðbætis.


Grillaðar kjúklingabringur með kartöflumús
4-6 kjúklingabringur
1 pakki Maggi kartöflumús
mjólk
4 hvítlauksgeirar
u.þ.b. 100 g parmesan ostur
ólífuolía
sojasósa
McCormick Garlic and Herb Seasoning

Leggið bringurnar í ólífuolíu með kryddi og skvettu af sojasósu. Best er að leyfa þeimað liggja smátíma í leginum áður en þær eru grillaðar.

Grillið bringurnar í 7 mínútur á hvorri hlið, takið inn og látið standa í u.þ.b. 10 mínútur undir álpappír. Á meðan er gott að gera kartöflumúsina. Setjið mjólk í pott og bætið innihaldi pakkans út í þegar farið er að rjúka úr henni. Þegar músin hefur þykknað er bætt út í pressuðum hvítlauk og parmesan.

Annað meðlæti sem á vel við er snöggsteikt grænmeti að vild. Gott er að hafa kalda sósu með sem gæti verið sýrður rjómi 18% með ferskum graslauk og hvítlauk smátt skornum.


Ekta frönsk súkkulaðikaka
2 dl sykur
200 g smjör
200 g suðusúkkulaði
1 dl hveiti
4 egg

Þeytið eggin og sykurinn vel saman. Bræðið smjörið og súkkulaðið saman í potti við vægan hita. Blandið hveitinu saman við eggin og sykurinn. Bætið bráðnu súkkulaðinu og smjörinu varlega út í deigið að lokum. Bakið í vel smurðu tertuformi (ekki lausbotna) við 170°C í 30 mínútur. Kakan á að vera blaut í miðjunni.

Gott er að bera kökuna fram með rjóma eða ís og jafnvel berjum.

Ég skora á dóttur mína Unu Guðrúnu að koma með uppskrift næstu viku.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli