Frétt

bb.is | 28.05.2004 | 06:19Virkjun Tunguár þarf ekki í umhverfismat

Teikning af fyrirhuguðu stöðvarhúsi Tunguárvirkjunar.
Teikning af fyrirhuguðu stöðvarhúsi Tunguárvirkjunar.
Skipulagsstofnun hefur úrskurðað að virkjun sem Orkubú Vestfjarða hyggst byggja við Tunguá í Skutulsfirði þurfi ekki að fara í umhverfismat. Virkjunin er um 700 kW að stærð. Í úrskurði Skipulagsstofnunar segir að markmið framkvæmdarinnar sé að bæta afhendingaröryggi rafmagns fyrir notendur á Vestfjörðum. Virkjaðir verða u.þ.b. 450-630 l/s af yfirfallsvatni úr Vestfjarðargöngum og u.þ.b. 70-250 l/s af vatni úr Tunguá.

Fyrirhuguð er bygging 70-100 fermetra stöðvarhúss og 12-16 fermetra inntaksþróar, lagning 260 m vegtengingar frá sumarhúsi Landsbankans að stöðvarhúsi, 130 m langrar tengilagnar sem liggi frá vatnsveitustíflu Tunguár að inntaksþró, 1.210 m langrar þrýstivatnspípu sem liggi frá inntaksþró að stöðvarhúsi og 50 m langs jarðstreng sem tengist núverandi loftlínu frá Ísafirði.

Fallhæð virkjunarinnar verður um 115 m. Fram kemur að áætlað sé að inntaksþróin verði staðsett við núverandi yfirfall þar sem jarðgangnavatn komi undan þjóðveginum og gert sé ráð fyrir að þak þróarinnar verði ekki hærri en veghæð.

Í gögnum sem Orkubú Vestfjarða sendi Skipulagsstofnun segir að Tunguá sé efnasnauð, köld og brött. Lengd árinnar sem verði fyrir áhrifum vegna framkvæmdarinnar sé 1.462 m og sé fiskgengur hluti hennar á þessum kafla í mesta lagi um 488 m. Sá hluti árinnar sem hugsanlega þorni upp hluta ársins, sé ekki líklegur til að standa undir verulegri framleiðslu auk þess að farvegurinn sé verulega brattur. Bestu svæðin fyrir fisk séu neðst í ánni þar sem að hallinn sé minni. Fram kemur að ekki sé talið að framkvæmdirnar séu líklega til að valda miklum búsifjum á lífríki Tunguár.

Þá kemur fram í gögnum Orkubúsins að gróður hafi verið greindur á hugsanlegu áhrifasvæði vatnsaflsvirkjunarinnar. Sem heild megi flokka landssvæðið sem raskað land. Við ánna sé óraskað land m.a. með snarrót, krækilyngi, aðalbláberjalyngi, skollafingur og mosajafni. Fram kemur að ekki sé búist við að viðbótaráhrif vegna framkvæmdarinnar á gróðurfar muni verða merkjanleg. Um áhrif á fornleifar segir að ein rúst sé staðsett norðan megin við Tunguá. Ekki sé talið að fornminjum stafi hætta vegna framkvæmdanna vegna fjarlægðar frá framkvæmdasvæði en lagt sé til að girða rústina af með gulum borða. Framkvæmdaraðili leggi til að fornleifafræðingur verði fenginn til að fylgjast með þegar grafið verði fyrir grunni virkjunarinnar og vatnslögn austast á svæðinu, til að koma í veg fyrir skemmdir á óþekktum fornminjum.

Skipulagsstofnun leitaði umsagnar Ísafjarðarbæjar, Fornleifaverndar ríkisins, Landssíma Íslands hf., Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar og veiðimálastjóra. Í umsögnum þeirra kemur fram að ekki sé talið líklegt að framkvæmdin hafi í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki vera háð mati á umhverfisáhrifum. Þó gera sumir þessara aðila örfáar athugasemdir m.a. er sú krafa umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar að síðustu 50 l/s árinnar verði ekki teknir úr ánni og hefur Orkubúið lýst því yfir að á það verði fallist.

Niðurstaða Skipulagsstofnunar er því sú að virkjunin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Hægt er að kæra þennan úrskurð til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 14.júní.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli