Frétt

bb.is | 27.05.2004 | 09:48Hrefnuveiðar síðasta árs höfðu engin áhrif á ferðaþjónustuna

Halldór Sigurðsson ÍS leggur upp í leiðangur í fyrrahaust, mannaður reyndum hvalveiðimönnum og vísindamönnum.
Halldór Sigurðsson ÍS leggur upp í leiðangur í fyrrahaust, mannaður reyndum hvalveiðimönnum og vísindamönnum.
Hrefnuveiðarnar sem leyfðar voru á síðasta ári höfðu engin áhrif á ferðamannaiðnaðinn á Íslandi. Þetta kom fram á fundi sem haldinn var um hvalveiðar í gær. Að fundinum stóðu ýmsir hagsmunaaðilar í sjávarútvegi og félagið Sjávarnytjar. Sagt er frá fundinum á heimasíðu LÍÚ.

Frummælendur á fundinum voru þeir Ólafur Hauksson, talsmaður Iceland Express, Jóhannes Kristjánsson, ferðaþjónustubóndi á Höfðabrekku, Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður og formaður Ferðamálaráðs Íslands, Kristján Þórarinsson, stofnvistfræðingur LÍÚ, Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur Hafrannsóknastofnunar og Sigurður Markússon, rekstrarstjóri Nóatúnsverslananna.

Í máli Ólafs Haukssonar kom m.a. fram að Iceland Express hefði á síðasta ári leitað eftir áliti ráðgjafa sinna í Bretlandi á mögulegum áhrifum hvalveiða Íslendinga á væntanlegan ferðamannastraum þaðan, en Bretland er annað helsta markaðsland fyrirtækisins. Svörin voru á þá leið að lítið væri að óttast, þar sem neikvæðar fregnir af hvalveiðum hefðu litla athygli fengið þar í landi. Enda varð reyndin sú að ferðamönnum frá Bretlandi fjölgaði á síðast ári, þrátt fyrir að í því landi sé andstaða við hvalveiðar hvað mest. Ólafur hafði hins vegar uppi varnaðarorð og sagði að með hvalveiðum væru menn að leika sér að eldinum.

Við annan tón kvað í máli ferðaþjónustubóndans Jóhannesar á Höfðabrekku, en í fyrra gistu um 10 þúsund manns á sveitahóteli hans. Sagði hann að ferðamenn sem hann heimsóttu hefðu ekki haft miklar meiningar um hvalveiðar. Taldi hann lítið að óttast þótt Íslendingar veiddu hval. Reyndar sagði hann að í þeim tilvikum sem hann hefði boðið erlendum gestum upp á hvalkjöt hefðu menn lokið miklu lofsorði á gæði kjötsins. Sagði Jóhannes að hann teldi að hvalveiðar og hvalaskoðun gætu vel farið saman, en þess yrði þó að gæta að auglýsa ekki hvalveiðar Íslendinga fyrir erlendum ferðamönnum.

Einar K. Guðfinnsson, formaður Ferðamálaráðs, ítrekaði þá skoðun sína að hvalveiðar og hvalaskoðun gætu og ættu að fara saman. Tölur um ferðamannastraum hingað til lands sýndu stöðuga aukningu, bæði í fyrra, þegar vísindaveiðarnar fóru af stað, og einnig í ár. Sagði hann að áhyggjur ferðaþjónustunnar vegna hvalveiðanna hefðu ekki átt við rök að styðjast.

Kristján Þórarinsson, stofnvistfræðingur LÍÚ, fjallaði um hvali og ábyrgar fiskveiðar. Sagði hann m.a. að vegna mikilvægis fiskveiða í íslenska hagkerfinu væri nauðsynlegt að hafa góða þekkingu á vistkerfi sjávar og fæðuvef á íslenska hafsvæðinu. Draga mætti úr óvissu í stofnmati fiskistofna og veiðiráðgjöf með því að auka vitneskju um þætti sem hafa áhrif á framleiðslu og náttúruleg afföll, sérstaklega afrán, ekki síst hvala.

Kristján sagði að hvalir af öllum tegundum ætu gríðarlegt magn fæðu. Heildarneysla þeirra á íslenska hafsvæðinu er talin vera 6 milljón tonn, þar af 2 milljónir tonna af fiski. Heildarafli íslenska fiskveiðiflotans hafi verið 1,5-2 milljónir tonna undanfarin ár.

Mikilvægasta rándýrið væri hrefnan, en hún er talin éta 2 milljónir tonna á ári, en um helmingur þess er fiskur.

Sagði Kristján að þau takmörkuðu gögn sem til væru bentu til að þess að 35% af fæðu hrefnu séu áta, 23% loðna, 33% sandsíli og 6% mismunandi tegundir þorskfiska. „Þorskur er hluti af þeim 6% sem eru þorskfiskar, en ekki hefur verið unnt að meta hversu stór hluti. Það er ljóst að hvert prósentustig þorsks í fæðu hrefnu skiptir miklu máli”, sagði Kristján.

Niðurstaða Kristjáns var sú að Íslendingum bæri siðferðileg skylda til að stunda fiskveiðar á ábyrgan hátt. Áreiðanlegt mat á stofnstærð og afföllum, þar með talið afföllum vegna afráns hvala, sé ein af forsendum ábyrgra fiskveiða. Því bæri Íslendingum siðferðileg skylda til að stunda hvalveiðar í vísindaskyni.

Gísli Víkingsson, sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar, fjallaði m.a. um hvalatalningar og nefndi að fjölgun hefði orðið í flestum stofnum hvala hér við land. Sagði hann að um væri að ræða víðtækustu talningar á dýrum sem fram hefðu farið í heiminum. Þær hefðu náð yfir 2 milljónir fersjómílna svæði, svipað svæði og öll Vestur Evrópa. Allt að 15 skip, 3 flugvélar og 100 manns hefðu tekið þátt í þessu verkefni.

Í ljós hefði komið að bæði stofnar hrefnu og langreyðar væru komnir yfir kjörstærð og engin vísindaleg rök fyrir hendi fyrir því að veiða ekki þessi dýr.

Gísli ræddi einnig vísindaáætlun stofnunarinnar, sem gerir m.a. ráð fyrir að veiddar verði 200 hrefnur á tveggja ára tímabili. Á síðasta ári voru veidd 36 dýr, en nú væri beðið ákvörðunar ráðherra um framhaldið. Fram kom að rannsóknirnar beindust m.a. að afráni hvala sem talið er gríðarlegt, en samkvæmt fyrirliggjandi gögnum étur hrefnan mikið af beinfiski, um 6%, en þorskur telst til þeirra. Vísindaveiðarnar beinast m.a. að því að kanna fæðuval hrefnunnar.

Sigurður Markússon, rekstrarstjóri Nóatúnsverslananna, sem selt hefur hvalkjöt undanfarin misseri sagði að sala kjötsins hefði gengið vel. Nefndi hann að gæta þyrfti þess að kynna vöruna fyrir neytendum, enda hefði neysla hvalkjöts lagst af hér á landi eftir að hvalveiðibann tók gildi.

Jón Gunnarsson formaður Sjávarnytja ræddi m.a. hræðsluáróður ferðaþjónustunnar. Benti hann m.a. á að þrátt fyrir hvalveiðar hefði ferðamönnum fjölgað í fyrra og það sem af er þessu ári. Taldi hann engin rök hníga að því að hvalaskoðun og hvalveiðar gætu ekki farið saman og hvatti til samstöðu fyrirtækja í þessum greinum.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli