Frétt

bb.is | 26.05.2004 | 16:37Skipstjóri sektaður en afli og veiðarfæri ekki gerð upptæk

Bátar í höfn á Ísafirði.
Bátar í höfn á Ísafirði.
Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi skipstjóra í 100 þúsund króna sekt í dag fyrir brot á lögum um lögskráningar sjómanna og lögum um atvinnuréttindi sjómanna. Hann var hins vegar sýknaður af ákæru um brot á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.

Málavextir eru þeir að Landhelgisgæsla Íslands hafði afskipti af skipi skipstjórans þann 12. desember 2003, þar sem það var að veiðum í Ísafjarðardjúpi. Tveir menn voru um borð, ákærði, sem gegndi stöðu skipstjóra og vélstjóri. Við athugun kom í ljós að veiðileyfi var ekki til staðar og að hvorugur skipverja var lögskráður á skipið. Skipinu var vísað til hafnar og hald lagt á afla og veiðarfæri. Skipstjórinn skýrði svo frá að hann hafi farið á sjó 11. desember 2003 og lagt net. Hann kveðst hafa haldið úr höfn klukkan 16:00. Er heim var komið hafi hann farið að athuga skjöl og áttað sig á því að skipið hafði ekki veiðileyfi. Ástæðuna sagði hann að veiðileyfi komi venjulega sjálfkrafa við úthlutun kvóta í upphafi fiskveiðiárs, en það hafi ekki gerst í þetta sinn, þar sem skipið hafi ekki verið með gilt haffærisskírteini þá. Hann hafi bætt úr haffærinu, en ekki gætt þess að veiðileyfið vantaði. Hann hafi að kvöldi 11. desember sótt um veiðileyfi og lagt inn greiðslu gegnum tölvu. Leyfið hafi borist daginn eftir á faxi. Skipstjórinn kannaðist við að starfsmaður Fiskistofu hafi hringt til sín þegar hann var að byrja að draga og sagt að það tæki ekki gildi fyrr en á miðnætti, en hann hafi ekki séð sér fært að fresta því að draga netin og raunar ekki skilið hvernig á því gæti staðið að leyfið hefði ekki öðlast gildi, þar sem hann hefði fengið staðfest að það hefði þegar borist.

Skipstjórinn kannaðist við að hafa ekki lögskráð fyrr en 12. desember, en kveðst hafa gert það innan 24 klukkustunda frá því að hann lagði úr höfn daginn áður og telji sér það heimilt. Þá vísaði hann til úrskurðar samgönguráðuneytisins frá 29. apríl 2002, þar sem útgerð skipsins var heimiluð undanþága frá skyldu til að hafa lögskráðan stýrimann við rækjuveiðar innanfjarðar í Ísafjarðardjúpi. Hann hafi litið svo á að ekki skipti máli hvort veiddur væri þorskur eða rækja, enda hafi veiðarnar verið sambærilegar að öllu leyti.

Starfsmaður Fiskistofu sem kom fyrir dóminn sem vitni staðfesti að leyfisbréfið hefði verið ritað 12. desember 2003 og sent ákærða í faxi. Hann staðfesti að hafa hringt til ákærða til að gera honum ljóst að leyfið ætti ekki að taka gildi fyrr en 13. desember. Í dómnum segir hinsvegar að til þess verði að líta að hvað sem líður dagsetningu sem rituð er neðst á leyfisbréfið, var það komið til útgerðarinnar 12. desember 2003. Í bréfinu hafi ekki verið tekið fram að leyfið eigi að gilda frá ákveðnum degi, heldur útgáfudegi. Er þannig uppi, að mati dómsins, óskýrleiki um gildistíma leyfisins, þar sem leyfisbréfið var afhent með þessum hætti 12. desember, sem verður þá að skoða sem raunverulegan útgáfudag þess. Þennan óskýrleika taldi dómurinn að yrði að túlka ákærða í hag og miða við að hann hafi haft gilt veiðileyfi 12. desember 2003. Var hann því sýknaður af sakargiftum í þessum þætti ákærunnar. Jafnframt hafnaði dómurinn kröfu ákæruvaldsins um upptöku afla og veiðarfæra.

Dómurinn telur hinsvegar óumdeilt að skipstjórinn hafi brotið gegn ákvæðum laga um lögskráningar sjómanna og einnig laga um atvinnuréttindi sjómanna þar sem undanþága sú sem skipið hafði hafi eingöngu átt við um innfjarðarrækjuveiðar í Ísafjarðardjúpi en ekki um þorskveiðar á sama svæði. Var hann því sakfelldur fyrir brot á þessum lögum.

Var skipstjórinn því dæmdur í 100 þúsund króna sekt til ríkissjóðs sem greiða skal innan fjögurra vikna en sæti ella fangelsi í 12 daga. Hafnað var kröfu ákæruvaldsins um upptöku afla og veiðarfæra. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda skipstjórans skal ríkissjóður greiða að hálfu á móti ákærða. Annar sakarkostnaður skal greiðast úr ríkissjóði.

Erlingur Sigtryggsson, héraðsdómari, kvað upp dóminn.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli