Frétt

bb.is | 26.05.2004 | 10:24Mugison örþreyttur eftir tónleikaferðalag en með góða dóma í farteskinu

Mugison með tölvuna góðu, heima í eldhúsi.
Mugison með tölvuna góðu, heima í eldhúsi.
Tónlistarmaðurinn Mugison, sem gerir út frá Ísafirði, kom heim fyrir skömmu eftir um þriggja vikna úthald í sunnanverðri Evrópu og á Bretlandseyjum. Mugison segist örþreyttur eftir tónleikaferðalagið þó vafalítið sé hann ánægður með útkomuna enda fylgdu góðir dómar í farteskinu. Mugison hélt ásamt hljómsveitinni Múm 14 tónleika á 15 dögum á Spáni, Portúgal og Ítalíu auk þess sem hann lék á Triptych-tónlistarhátíðinni í Skotlandi. Þá hélt hann tvenna tónleika í Lundúnum, aðra fyrir BBC sem verður útvarpað og hina í ICA galleríinu.

Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að Mugison hafi fengið góða dóma hjá tónlistargagnrýnandanum Bob Flynn í breska dagblaðinu Independend . Fréttablaðið hefur eftir Flynn að nærvera Mugison hefði verið sú allra líflegasta á hátíðinni. „Kom fram í dóminum að Mugison væri fyrrum sjómaður frá Íslandi sem bæri með sér þann óvenjulega hæfileika, á okkar pródúseruðu tónlistartímum, að fá áhorfendann til að líða eins og allt geti gerst á sviðinu. Bob Flynn taldi Mugison villtan á sviðinu og tók það fram að tölvan hans hefði krassað tvisvar á tónleikunum“, eins og segir í Fréttablaðinu.

Mugison segir skondnar kringumstæður hafa orðið til þess að liðka mjög fyrir stemmningunni á tónleikunum sem Flynn gagnrýndi og sjálfsagt eigi það sinn þátt í góðri umsögn. Mugison er nokkuð tregur til að láta hafa atburðarásina eftir sér en lætur þó til leiðast fyrir lesendur bb.is.

Kvöldið áður hafði hann haldið tónleika í Edinborg og var glaður í bragði við öldrykkju að þeim loknum. Flaska af hinni rótsterku tabasco-sósu var á borðinu og einn viðstaddra innti Mugison eftir því hvort hann þyrði að drekka sósuna. „Ég var rosalega hress þetta kvöld en þótti gæinn frekar leiðinlegur svo ég drakk alla sósuna. Þetta endaði með því að ég var með stanslausan niðurgang daginn eftir.“

Mugison segir meltingarvandræðin hafa orðið til þess að hann hafi verið seinn á svið og hreint ekki liðið vel svo hann hafi orðið að segja tónleikagestum hvernig á því stæði. „Ég varð að segja fólki sannleikann og salurinn hló mikið af þessum óförum. Þetta var svolítið fyndið fyrir þá sem hlustuðu á en ekkert fyndið fyrir mig – þetta er eitt af skemmtilegustu tónleikunum sem ég hef haldið“, sagði Mugison sem er með mörg járn í eldinum. Þessa dagana er hann að hljóðblanda tónlistina í kvikmyndinni Niceland, eftir Friðrik Þór Friðriksson, sem hann samdi og tók upp í Súðavíkurkirkju í vetur. Að því loknu hyggst hann hefja upptökur á nýrri plötu og ráðgerir að þær muni fara fram víðsvegar á Vestfjörðum.

kristinn@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 14:44 Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með frétt Jens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli