Frétt

Stakkur 21. tbl. 2004 | 26.05.2004 | 10:06Kjarni byggðar

Of lengi hefur ráðamönnum á Íslandi verið ofviða að ákveða framtíð byggðar á Íslandi. Byggðin hefur þó ráðið sér sjálf á suðvesturhorninu. Í Reykjavík og allra næsta nágrenni búa nú um 165.000 manns. Þá er ekki talið á Reykjanesi, Akranesi og í Árnessýslu. Íslendingar eru rúmlega 290.000. Minni hlutinn býr utan stórborgarinnar í Seltjarnarneshreppi hinum gamla og utan Kjósarsýslu. Vestfirðingar vega æ minna á vogarskál íslensku þjóðarinnar. Þá er að vísu einungis verið að tala um þá sem á Vestfjörðum búa. Það skýtur skökku við að nú sé kominn nýr skilningur um byggðarkjarna á Vestfjörðum. Ekki skal lengur miðað við Ísafjörð heldur taka inn Bolungarvík og Súðavík.

Sameining sveitarfélaga hefur verið mikið rædd í tengslum við eflingu byggðar. En sem fyrr er skammsýni ríkjandi og sjá menn lítt til framtíðar. Þess hefur áður verið getið að 1987 var mikil ráðstefna á Selfossi á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Byggðastofnunar um byggðaþróun. Fram komu gagnlegar og greindarlegar hugmyndir um ákveðna kjarna á landsbyggðinni. Þær fengu ekki hljómgrunn þeirra fjölmörgu sem höfðu umboð frá litlum sveitahreppum eða stýrðu fámennum þorpssamfélögum. Engu að síður hefur nokkuð gengið eftir í þeim efnum að mynda kjarna. Má nefna bæði Akureyri og Egilsstaði og verður einkar fróðlegt að sjá hver hlutur Egilsstaða verður í tengslum við hina stórkostlegu virkjun á Austurlandi og fylgjandi stóriðju. Víst má telja að allir Austfirðingar njóti góðs af, misjafnlega þó.

Vestfirðir hafa sérstöðu. Um er að ræða fámennasta gamla kjördæmið, sem sameinaðist öðrum. Íbúar Vestfjarða eru orðnir innan við átta þúsunda íbúa markið. Að auki bætist, að ekki hefur tekist að ná nægilega mikilli samstöðu íbúanna, meðal annars vegna erfiðra samgangna, sem hafa þó tekið stórstígum framförum síðustu árin. Strandasýsla og Barðastrandasýslur hafa eðli málsins sótt samskipti við íbúa utan Vestfjarða, einkum íbúar Austur Barðastrandarsýslu og sunnaverðrar Strandasýslu. En ætla mætti að íbúar Ísafjarðarsýslna hefðu átt mikla samleið. Svo virðist þó stundum ekki vera. Er þá ekki verið að vísa til þess er íbúar Nauteyrarhrepps vildu ekki lengur eiga samleið með öðrum Djúpverjum.

Öllum má ljóst vera að löngu er orðið tímabært að efla samkennd byggðanna við Ísafjarðardjúp. Betur gekk að sameina sveitarfélög Vestur Ísafjarðarsýslu og Ísafjarðarkaupstað en Djúpverja. Tímabært er að sameina Bolungarvík, Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhrepp. Meginrökin eru þau, að efla styrk íbúanna á norðanverðum Vestfjörðum. Þá kemur boðskapur þingmanna að byggðarkjarni skuli dreifast um marga staði. Nú skal tekið fram að þjónusta verður til staðar þar sem íbúar eru þótt sameinað sé, en hjá hinu verður aldrei litið að gæta verður sparnaðar og aðhalds, ekki síst þegar íbúum fækkar jafnt og þétt. Kannski hafa menn lesið rangt í skilaboð fyrsta þingmanns Vestfjarða, en þau má auðveldlega skilja svo að verið sé að ýta undir óbreytt ástand. Ekki gleyma tvennu. Íbúarnir ráða mestu um sameiningu. Hitt kann að gerast að ráðin verði tekin af þeim. Sameinaður vilji heimamanna er betri kostur.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli