Frétt

mbl.is | 26.05.2004 | 08:24Þungu fargi létt af Skagamönnum

Þungi fargi var létt af Skagamönnum en sigur þeirra á Frömurum á Laugardalsvelli var sá fyrsti á þjóðarleikvangnum frá árinu 2000 en sá 23. í röðinni í 53 viðureignum liðanna í höfuðborginni. Leikir þessara gamalgrónu liða hafa oftar en ekki reynst mikil og góð skemmtun en því miður var ekki því að heilsa í gær. Leikurinn var langtímum saman hreint hnoð, sendingafeilar út um víðan völl og mikið um brot og tæklingar. Sem sagt ekki mikið augnayndi fyrir þá ríflega 1.200 manns sem lögðu leið sína á völlinn.

Ólafur Þórðarson, þjálfari Skagamanna, stokkaði töluvert upp í sínu liði eftir jafnteflisleikinn gegn Grindvíkingum. Grétar Rafn Steinsson fór í framlínuna í stað Alens Marcina, Kári Steinn Reynisson lék á miðjunni og í bakvarðarstöðunum voru Hjálmur Dór og Andri Karvel í stað Kára og Guðjóns. Fram var hins vegar með nær sama byrjunarlið og gerði jafntefli í Eyjum. Eina breytingin var að Andri Steinn Birgisson tók stöðu Ómars Hákonarsonar sem var í banni.

Skagamenn voru ágengir upp við mark Framara þrívegis í fyrri hálfleik á þriggja mínútna kafla. Fyrst átti Haraldur Ingólfsson þrumuskot úr aukaspyrnu sem Gunnar varði í horn og upp úr horninu átti Færeyingurinn Julian Johnsson skalla í slá. Skagamenn, sem jafnan eru hættulegir í sínum föstu leikatriðum, héldu áfram að þjarma að marki Framara og á 21. mínútu varð Ríkharður Daðason fyrir því óláni að skora í eigið mark og grátlegt fyrir Ríkharð að opna markareikning sinn á Íslandsmótinu á þennan hátt. Framarar voru gjörsamlega bitlausir og til marks um það áttu þeir eitt markskot í fyrri hálfleik.

Vendipunktur leiksins kom eftir átta mínútna leik í síðari hálfleik. Pálmi Haraldsson átti þá góða sendingu inn fyrir vörn Framara á Stefán Þórðarson sem var felldur af Gunnari Sigurðssyni markverði. Rauða spjaldið var óumflýjanlegt og upp úr aukaspyrnunni sem dæmd var átti Haraldur Ingólfsson þrumuskot í stöng og útaf. Mínútu síðar veittu Skagamenn svo Safamýrarpiltum náðarhöggið þegar Stefán Þór skoraði með skalla og eftir það var aðeins formsatriði að ljúka leiknum.

Framarar voru vægast sagt daprir og ólánsamir og frammistaða liðsins í gær hlýtur að koma því niður á jörðina eftir ágæta byrjun á mótinu. Fram-liðið var ákaflega taktlaust hvar sem litið er niður á það, hreyfing manna án bolta nánast engin og sókn og miðja algjörlega bitlaus. Framarar vilja örugglega gleyma þessum leik sem allra fyrst eða nýta hann til að læra af öllum þeim mistökum sem þeir gerðu inni á vellinum.

Skagamenn höfðu undirtökin frá upphafi til enda en þurftu svo sem engan stórleik til að leggja slakt lið Fram að velli. En enginn leikur betur en andstæðingurinn leyfir og það sást á andlitum leikmanna ÍA fyrir leikinn að þeir ætluðu sér sigur og ekkert annað. Lítið reyndi á öftustu varnarlínu liðsins og Þórð markvörð. Hjálmur og Andri Karvel nýttu tækifæri sín vel, Julian var duglegur á miðjunni og þeir Grétar Rafn, Haraldur og Stefán stóðu fyrir sínu. Skagamenn eru altént komnir á sigurbraut og lyftu sér upp í annað sætið í deildinni og það er betri uppskera heldur en á sama tíma í fyrra en slök byrjun þeira í upphafi móts vó þungt á lokaspretti mótsins.

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli