Frétt

politik.is – ritstjórnargrein | 25.05.2004 | 14:20Það sem gleymdist

Nú hefur Alþingi samþykkt hin umdeildu fjölmiðlalög með 32 atkvæðum gegn 30. Stjórnarliðar hafa kvartað mjög undan því að stjórnarandstaðan hafi forðast efnislega umræðu. Eftir margra vikna umræður er framlag stjórnarliða til efnislegrar umræðu það að efnislega umræðu hafi skort af hálfu stjórnarandstöðu og að lögin séu líklega ekki þau allra ströngustu í heiminum. Eftir stendur að enginn athugun hefur farið fram á afleiðingum frumvarpsins, enginn athugun á því hvort þau stangist á við EES samningin og enginn veit hvernig lögin eiga að ná markmiði sínu þ.e. að tryggja fjölbreytni í fjölmiðlun

Skekkir frumvarpið markaðinn?

Að sjálfsögðu skekkir frumvarpið markaðinn enda er það yfirlýstur tilgangur frumvarpsins að skekkja markaðinn þannig að stórir aðilar sem ekki hafa fjölmiðlarekstur að meginmarkmiði geti ekki átt stóra hlutdeild í fjölmiðlum. Spurning er hvort það sé æskilegt að setja slíkar skorður á þegar ekki er fullkannað hvort skorðurnar hafi andstæða þróun í för með sér. Það gæti komið upp sú staða að ef Norðurljós lifa af þessi lög að staða þess fyrirtækis sé tryggari gagnvart samkeppni en áður. Það tekur mörg ár að byggja upp fjölmiðlafyrirtæki líkt og Norðurljós og það liggur fyrir að slíkt hefði ekki verið hægt ef hið umdeilda frumvarp hefði notið við. Gæti það því hugsast að þessi lög verði til þess að markaðsleg girðing sé reist utan um Norðurljós?

Það fyndna er að þeir þingmenn sem samþykktu lögin í gær hafa ekki hugmynd um það sjálfir. Þeirra rök ef rök má kalla hafa verið þau að núverandi staða á markaði sé óásættanleg og því sé brugðist við með þessum hætti en í málflutningi þeirra er aldrei sýnt fram á áhrif lagasetningarinnar á markaðinn. Nema þingmenn telji að markaðurinn virki eins og þeir sjái hann fyrir sér. Ef það væri raunin þá hefði varla komið til þessarar lagasetningar.

Breytist innihald fjölmiðlanna?

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, hélt því fram að Fréttablaðið hafi gert tilraun til valdaráns fyrir síðustu kosningar. Því verður seint trúað upp á Hannes að hann sé að draga taum nokkurs með málflutningi sínum enda frjáls af sjálfum sér. Í ljósi þess eru ummælin undarleg í sjálfu sér þar sem lögin munu ekki breyta því hverjir stýra umræddu meintu valdaránsblaði. Þvert á móti er hægt að halda því fram að þessi löggjöf komi til með að herða blöðin í sannfæringu sinni um að stjórnvöldum verði að koma frá, ef eitthvað er. En það virðast vera algeng rök manna að þessa dagana að telja varnarviðbrögð vera sönnun þess að það þurfi að lemja. Ef að fjölmiðlarnir starfa áfram með sama hætti verið hefur og núverandi ríkisstjórn fellur í næstu kosningum mætti segja að Davíð Oddsson hafi framið valdarán á sjálfum sér því hann styrkir blöðin í meintri trú þeirra um að hann sé slæmur lýðræðinu. Sem verður að teljast hámark frekjunnar af hans hálfu.

Burt séð frá öllum alvarlegri álitaefnum eins og stjórnarskrárbrotum, sem ýmsir telja sig þokkalega örugga með, þá er það staðreynd að lög um grundvallar leikreglur þjóðfélags voru samþykkt á Alþingi án þess að nokkur efnisleg athugun hafi verið framkvæmd á afleiðingum laganna. Lögin voru samin á fluginu og einungis af tveimur mönnum líkt og tíðkast í nútíma íslensku þingræði. Talaði einhver um hið stjórnlynda vald og andúð þess á tilteknum aðilum í viðskiptalífi fyrir síðustu kosningar?

Hinrik Már Ásgeirsson.

Politík.is

bb.is | 26.10.16 | 07:36 Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með frétt Ísafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli