Frétt

deiglan.com | 25.05.2004 | 14:15Ranghugmyndir ráðamanna

Nú líður að þinglokum en eins og flestir vita hafa störf þingsins tafist nokkuð upp á síðkastið. Til stóð að senda þingmenn heim í byrjun maí og boða þá aftur í byrjun október. Mörgum finnst þetta langt frí.

Reglulega skapast umræða um það í fjölmiðlum, meðal þingmanna og almennnings að starfstími þingsins sé of skammur. Því er haldið fram að það sé „tímaskekkja” að þingið sé ekki starfrækt allt árið og stundun freistast menn til að hneykslast á því hversu mikinn „frítíma” alþingismenn hafa, bæði í kringum hátíðir og á sumrin.

Sennilega er ástæða þess að mörgum finnst óeðlilegt að þingmenn séu í þinginu svo lítinn hluta ársins sú að „venjulegt” fólk er vant því að skapa verðmæti í vinnunni sinni. Fólk sem vinnur í verslun eða á verkstæði gerir sér grein fyrir skaðanum sem hlýst af því ef menn mæta ekki í vinnuna. Sjómenn og útgerðarmenn átta sig á því að það þarf að veiða fiskinn á meðan hægt er að komast að honum – annars syndir hann bara sinn sjó og afrakstur vertíðarinnar sömuleiðis.

En þetta gildir ekki um starf stjórnmálamanna. Það er nefnilega ekki eins og hinir ágætu þingmenn okkar séu að framleiða einhver sérstök verðmæti. Stundum, og jafnvel oftast, eru þeir beinlínis að skemma verðmæti og sóa þeim – og ef þeir eru ekki að skemma eða sóa verðmætum þá má ganga nokkurn veginn út frá því sem vísu að þeir séu í það minnsta að tala um að skemma verðmæti eða leggja fram tillögur um sóun þeirra.

Vera má að þetta helgist að því að mjög fáir þingmenn og ráðherrar hafa hina minnstu reynslu af því að skapa raunveruleg verðmæti – flestir þeirra hafa varið flestum fullorðinsárum sínum í einhvers konar stofnunum og opinberum fyrirtækjum. Þeir hafa fæstir þurft að sleppa því að borga sjálfum sér laun til þess að geta staðið skil á opinberum gjöldum og við starfsmenn sína. Þeir þekkja ekki nema af afspurn vandann sem skuldseigur eða gjaldþrota viðskiptavinur veldur.

En venjuleg fyrirtæki búa ekki við þessa forréttindaaðstöðu og það er dapurlegt ef stjórnmálamenn átta sig ekki á þessum muni á sínu eigin umhverfi og því sem fyrirtæki á frjálsum markaði búa við. Stjórnmálamenn eiga jafnvel til að rugla þessu tvennu saman og yfirfæra lífsreynslu sína úr ríkisgeiranum á hinn frjálsa markað. Í slíkum heimi er ekkert mál að segja – til dæmis vegna fjölmiðlafrumvarpsins – að „ef Baugur getur átt Stöð tvö þá hljóta að vera fullt af öðrum fyrirtækjum sem geti það einnig” eða að „úr því Fréttablaðið gengur svona vel þá ætti Baugi ekki að vera skotaskuld úr því að finna kaupanda.”

Svona málflutningur hefur komið úr ótrúlegustu áttum upp á síðkastið. Til dæmis hefur frjálshyggjumaðurinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson haldið þessu fram í frægu viðtali á Stöð 2 (þið munið - þar sem hann lagði áherslu á hættuna sem yrði því samfara ef Jón Ásgeir Jóhannesson eignaðist Ríkissjónvarpið).

Í stað þess að trúa á niðurstöðu hins frjálsa markaðar virðist Hannes hafa breyst í einhvers konar forræðisfrjálshyggjumann. Hann, og aðrir stuðningsmenn fjölmiðlalaganna, virðast telja að það sé jafneinfalt að búta sundur fyrirtæki með höftum eins og flytja ríkisstofnun á milli húsa. Þeir virðast trúa því að óendanlegur sjóður af fjársterkum aðilum, sem ekki eru markaðsráðandi, berist á banaspjót um að eignast fyrirtæki úr því að þeir aðilar sem nú ráða þar för telji sig geta rekið það með hagnaði.

Með sama hugsunarhætti væri hægt að setja Kára Stefánsson yfir Hagkaup og Jón Ásgeir Jóhannesson yfir Decode – eða Gunnar Smára Egilsson yfir álverið í Straumsvík og Rannveigu Rist yfir Fréttablaðið – án þess að það hefði hin minnstu áhrif á rekstur þessara félaga.

Svona trakteringar kunna að duga í hugarheimi stjórnmálamanna þar sem mönnum eru fundin embætti á grundvelli einhvers allt annars en hæfni þeirra. Einn verður sendiherra, annar verður seðlabankastjóri og hinn þriðji verður ríkisforstjóri – án þess að högg sjái á vatni. En, eins og áður sagði, þá eru stjórnmálamenn ekki beinlínis þekktir af því að skapa verðmæti.

Þess vegna er gott að vita af því að þeir séu bráðum að fara heim. Skaðinn verður þá ekki meiri í bili.

Þórlindur Kjartansson.

Deiglan.com

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli