Frétt

| 07.06.2001 | 09:50Kaupsýslumenn eignast Eiða

Sigurjón Sighvatsson og Sigurður Gísli Pálmason munu eignast skólastaðinn Eiða. Bæjarstjórn Austur-Héraðs samþykkti á fundi í gærkvöld að selja tvímenningunum staðinn fyrir 35 milljónir króna samkvæmt heimildum Fréttablaðsins auk viðbótargreiðslna síðar. Visir.is greindi frá.
Björn Hafþór Guðmundsson bæjarstjóri segir að sér hafi verið falið að ganga frá endanlegum samningi við Sigurjón og Sigurð og að ekkert sé því til fyrirstöðu af hálfu sveitarfélagsins að ganga frá sölunni á næstu dögum.

,,Hvað okkur varðar höfum við náð til enda í málinu en nú bíðum við sambærilegarar niðurstöðu hjá kaupendunum" segir Björn Hafþór, sem ekki segist mega tjá sig um innihald samningsins fyrr en hann hefur verið undirritaður.

Áður hefur komi fram að sveitarfélagið vildi setja ákveðan skilmála um nýtingu Eiða. "Menn vilja meðal annars sjá þarna ákveðna menningarstarfsemi," segir Björn Hafþór. Flugleiðahótel hefur samning um leigu Eiða undir sumarhótel en sá samingur rennur út í haust og Björn Hafþór segir að engin skilyrði hafi verið sett af hálfu bæjarfélagsins um áframhaldandi hótelrekstur á staðnum. ,,En það er ekkert sem bendir til þess að það geti ekki verið kostur í stöðunni til að byrja með," segir hann.

Austur-Hérað keypti Eiða af ríkinu fyrir um 27 milljónir króna en þá fylgdu með í kaupunum fjórar jarðir og ýmis húsakostur sem ekki er innifalin í sölunni nú. ,,Við erum að selja húseignir fyrrverandi Alþýðuskólans á Eiðum og tvær jarðir að hluta eða alveg," segir Björn Hafþór en flatarmál húsaanna telur hann vera á bilinu tvö til þrjú þúsund fermetra.

Einn fulltrúi minnihluta F-listans í bæjarstjórninni greiddi atkvæði gegn sölunni en tveir félagar hans sátu hjá við afgreiðslu málsins. Þeir höfðu á fyrri stigum málsins bókað andstöðu sína við söluna og varpað frá sér ábyrgð á málinu. Þeir töldu að auglýsa hefði átt Eiða að nýju til sölu og freista þess þannig að fá betra verð fyrir eignina. Björn Hafþór segir hins vegar að samningaviðræður við væntanlega kaupendur hefðu þegar verið komnar í gang og menn hafi viljað láta á það reyna hvort ekki væri hægt ljúka þeim. ,,Ég er mjög ánægður ef við náum þessari niðurstöðu. Málið hefur kostað mikinn tíma og vinnu og við teljum að salan sé þessi virði ef málinu lyktar á þann veg sem í stefnir, " segir bæjarstjórinn.

bb.is | 29.09.16 | 09:58 Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með frétt Sumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli