Frétt

bb.is | 24.05.2004 | 12:07Torfhildur Torfadóttir 100 ára

Torfhildur Torfadóttir.
Torfhildur Torfadóttir.
Torfhildur Torfadóttir, íbúi á Hlíf íbúðum aldraðra á Ísafirði, er 100 ára í dag. Torfhildur er fædd í Asparvík á Ströndum og var yngst átta barna Önnu Bjarnveigar Bjarnadóttur og Torfa Björnssonar. Að auki átti Torfhildur þrjú hálfsystkini. Nokkur systkina Torfhildar náðu háum aldri en bróðir hennar Ásgeir varð 100 ára, Eymundur 96 ára og Guðbjörg 91 árs.

Torfhildur ólst upp í Selárdal í Steingrímsfirði en að lokinni fermingu fór hún í vinnumennsku í Króksfirði og Reykhólasveit. Til Ísafjarðar hélt hún til starfa á klæðskeraverkstæði Einars og Kristjáns. Hún starfaði þar við saumaskap uns hún giftist og stofnaði heimili með Einari Jóelssyni sjómanni og bjuggu þau allan sinn búskap á Ísafirði þar til Einar lést árið 1981. Þau eignuðust fimm börn og eru þrjú þeirra á lífi í dag en að auki ólu þau upp dótturdóttur sína.

Torfhildur vann töluvert utan heimilis og þá mest við rækjuvinnslu. Hún hefur að sögn alla tíð verið heilsuhraust og fer ennþá allra sinna ferða gangandi um Ísafjörð.

Torfhildur ætlar að verja afmælisdeginum í faðmi fjölskyldunnar en á laugardag kl. 16 bíður hún ættingjum og vinum til veislu í samkomusalnum á Hlíf. Um leið og Torfhildi er óskað til hamingju með daginn eru samborgarar hennar hvattir til þess að flagga henni til heiðurs í dag.

Í síðustu viku birtist ítarlegt viðtal við Torfhildi í vikublaðinu Bæjarins Besta þar sem hún sagði frá lífi sínu og skoðunum. Þar kom fram að Torfhildur og Einar bjuggu á Bökkunum í næsta nágrenni við fjöruna og bryggjulífið. Aðspurð um hvort fólk hafi ekki óttast um börn sín á bryggjunum segir hún það ekkert hafa þýtt. „Við gátum ekki elt þau uppi öllsömul. Það var ekki nokkur leið. Þau voru svo frá á fæti. Það eina sem við gátum gert var að kenna þeim að fara varlega. Ég man ekki til þess að nein af mínum börnum hafi dottið í sjóinn.“ Í dag mega börn helst ekki fara á bryggjurnar. „Já það er nú dálítið skrítið. Ég held að fólk sé að banna of marga hluti. Það þýðir ekkert að vera að banna hluti. Það verður að kenna börnum að umgangast þá rétt. Börn vilja fylgjast með því sem gerist og það er ekki rétt að byrja á því að banna alla hluti.“

Torfhildur er af þeirri kynslóð sem barðist fyrir ýmsum félagslegum réttinum sem þykja sjálfsögð í dag en þóttu mörg hver fjarlæg í upphafi. Hún var spurð um hvort lífsbaráttan hefði ekki verið hörð þegar þau Einar voru að ala upp börnin. „Ég veit nú ekki hvað ég á að segja um það. Hefur lífsbaráttan ekki alltaf verið erfið? Fólk var nú auðvitað í ákveðinni réttindabaráttu á þessum árum.“ Torfhildur er hæglát kona en þegar hún er spurð um pólitík færist hún öll í aukana. „Auðvitað var ég pólitísk. Ég var alltaf í Alþýðuflokknum en fylgdi síðan Hannibal í Alþýðubandalagið. Nú held ég að þessi stefna sé að deyja út. Það vill enginn berjast fyrir alþýðuna í dag. Það þykir víst ekki fínt lengur“, segir Torfhildur sem treysti samt ekki flokksleiðtogunum. „Ég treysti engum þeirra. Það var enginn þeirra nógu sterkur. Enginn þeirra var nógu sterkur fyrir alþýðuna.“

Að lokum var Torfhildur spurð um hvernig henni litist á stöðu mála í bænum í dag. „Mér finnst það ekki gott. Ég held að allir séu að flýja. Hér er mikið af auðum húsum. Stór og mikil hús standa hér auð. Það ber ekki með sér gott ástand. Mér finnst hafa mikið hallað undan fæti hér. Hver ástæðan er veit ég ekki. Það má aldrei gera neitt í þessu þjóðfélagi sem hægt er að græða á. Í gamla daga gat maður farið á Dokkubryggjuna og veitt sér í soðið. Nú er það sennilega bannað. Manni væri sennilega stungið inn. Ég gekk fjöruna á Tanganum í fyrra og þar var mikið af dauðum fiski sem enginn má nýta. Það er ekki gott. Mér líst ekki vel á þá sem stjórna hér ferðinni. Fólk gengur iðjulaust á götunum og fær ekkert að gera“, segir Torfhildur sem hefði samt lítinn hug á að flytjast suður ef hún væri ung í dag.

„Ég hef komið þangað en mér líst ekkert á mig þar. Ef ég væri ung kona á Ströndum gæti ég alveg hugsað mér að flytja til Ísafjarðar. Hér hefur mér liðið vel og staðurinn hefur farið vel með mig og mína. Ef ég hefði flutt á efri árum til Reykjavíkur þá væri ég ekki á ferðinni þar. Hér þekki ég hverja götu og get þess vegna verið á ferðinni þegar ég vil. Það er mjög gott. Ég fer reglulega niður á Bakka og heimsæki Dísu Alberts vinkonu mína. Síðan heimsæki ég líka Önnu Siggu og Kristinn Leví sem var hálfbróðir hans Einars míns. Á meðan ég kemst leiðar minnar kvarta ég ekki“, sagði Torfhildur Einarsdóttir sem er 100 ára í dag.

hj@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 07:33 Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með frétt Í leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli