Frétt

bb.is | 21.05.2004 | 15:20Heilbrigðisstofnun Ísafjarðarbæjar berast veglegar gjafir

Jóhann Kárason formaður Félags hjartasjúklinga á Vestfjörðum afhendir Þresti Óskarssyni, framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Ísafjarðarbæjar og Þorsteini Jóhannessyni hjartalínuritstækið.
Jóhann Kárason formaður Félags hjartasjúklinga á Vestfjörðum afhendir Þresti Óskarssyni, framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Ísafjarðarbæjar og Þorsteini Jóhannessyni hjartalínuritstækið.
Velunnarar Heilbrigðisstofnunarinnar skoða nýja fæðingarrúmið.
Velunnarar Heilbrigðisstofnunarinnar skoða nýja fæðingarrúmið.
Velunnarar Heilbrigðisstofnunarinnar skoða nýja fæðingarrúmið.
Velunnarar Heilbrigðisstofnunarinnar skoða nýja fæðingarrúmið.
Félag hjartasjúklinga á Vestfjörðum ásamt velunnurum færðu Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði hjartalínuritstæki ásamt fylgihlutum að gjöf í gær. Verðmæti tækisins er tæpar 1,9 milljónir króna. Í hófi sem haldið var á FSÍ í gær færðu hjónin Sigríður Brynjólfsdóttir og Ásgeir Guðbjartsson, Minningarsjóði um Úlf Gunnarsson fyrrverandi yfirlækni, eina milljón að gjöf. Sjóðurinn er eingöngu nýttur til tækjakaupa fyrir sjúkrahúsið og hefur hann á undanförnum árum veitt sjúkrahúsinu veglegar gjafir með öflugum stuðningi velunnara sjúkrahússins.

Í kaffisamsætinu var einnig kynnt nýtt fæðingarrúm sem Úlfssjóður ásamt dyggri aðstoð styrktaraðila færðu fæðingardeild sjúkrahússins. Gefendur á öllum aldri voru staddir afhendinguna og þeir yngstu voru nokkur börn sem héldu tombólu til styrktar fæðingadeildinni.

thelma@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 14:56 Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með frétt Helstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli