Frétt

Stakkur 20. tbl. 2004 | 19.05.2004 | 16:50Danahatur hið nýja?!!

Íslensk stjórnmál taka á sig nýja og fremur óviðfelldna mynd þessa dagana. Sýnist það til komið vegna frumvarps til laga um fjölmiðla. Það er umdeilt og sýnist sitt hverjum. Margir vilja kenna um persónulegri óvild Davíðs Oddssonar. Margir þingmenn láta ófögur orð falla um Davíð, sem reyndar hefur verið umdeildur lengi, maður þeirrar gerðar að taka afstöðu. Hvað sem segja má um Davíð og framgang hans í stjórnmálum réttlætir það ekki stóryrði sem Steingrímur J. Sigfússon hafði um hann. Margir verstu kostir manna, ekki síður stjórnmálamanna, koma í ljós í tengslum við fjölmiðlafrumvarpið. Vera kann að mönnum mislíki efni þess. Sé svo, er alltaf kostur að koma rökstuddum skoðunum sínum á framfæri. Til þess eiga þingmenn greiða leið. Megum við frábiðja okkur almenningi þessa lands fúkyrði og skæting á Alþingi.

Danir voru herrar Íslands og Íslendinga frá 14. og fram á 20. öld. Íslendingar hlutu sjálfstæði 1918 og höfðu notið nokkurrar sjálfstjórnar frá 1904. Nýlega var haldið hátíðlegt aldar afmæli heimastjórnar. Urðu nokkrir eftirmálar af hálfu forseta Íslands. Hann var í skíðaferð í Bandaríkjunum, ásamt eiginkonu sinni. Mörgum fannst það einkennilegt, en forsetinn réð því. Deilur í framhaldinu voru engum til gagns.

Nú háttaði svo til að forseti var í Mexíkó sem þjóðhöfðingi og hafði þegið boð um að vera viðstaddur brúðkaup Friðriks krónsprins Dana. Forsetinn kom til Íslands vegna óafgreiddra þingmála að eigin sögn. Ólafur Ragnar Grímsson sat á Alþingi um skeið og gegndi embætti fjármálaráðherra. Hvorugt gerir hann lengur. Hann hefur verið forseti lýðveldisins Íslands í brátt 8 ár. Morgunblaðið hefur fjallað um kosningar til forseta og framboð hans 1996. Þar upplýstist að hann fór í framboð til að byggja upp pólitískan frama sinn. Þjóðin hefur trúað því að hann væri hættur í flokkapólitík. Nú hyggur hann á frekari setu á Bessastöðum, en gefur jafnframt í skyn, að hann þurfi að hafa eftirlit með ríkisstjórninni. Orð hans verða ekki túlkuð með öðrum hætti.

Aftur að Dönum. Sú góða þjóð hefur sýnt okkur margvíslega vinsemd lengi og meira að segja þegar þeir fóru hér með stjórn gerðu þeir sitt besta. Um allt má deila, líka framkomu Dana í garð Íslendinga. Á liðinni öld sýndu þeir okkur skilning og veittu Íslendingum sjálfstæði, byggt á samkomulagi. Á sviði er markast af samstarfi Norðurlandanna, jafnt innbyrðis og út á við á vettvangi alþjóðastjórnmála, hafa þeir reynst Íslendningum og málstað okkar vel. Það hefði því verið viðeigandi vinarbragð af forseta lýðveldisins að sækja Margréti II. Drottningu Danmerkur heim á þessum gleðidegi í fjölskyldunni. Krónprinsinn var að ganga í hjúskap með heitmey sinni, sem verður væntanlega drottning Dana síðar á öldinni.

Mörg þung orð hafa fallið af munni Íslendinga í garð Dana á liðinni öld. Ekki er víst að öll hafi þau átt rétt á sér. Lítum frá því. Stuðning og vináttu höfum við átt vísa hjá Dönum. Þjóðhöfðingi okkar mætir ekki í veislu hjá þjóðhöfðingja ágætrar vinarþjóðar. Fyrir því hljóta að vera góð rök. Íslenska þjóðin á rétt á að heyra þau. Vonandi er byggt á öðru en stundarglamri átaka í pólitík. Ella kann að koma brestur í stuðning þjóðarinnar við embætti þjóðhöfðingja allrar þjóðarinnar.

bb.is | 24.10.16 | 11:44 Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með frétt Kvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli