Frétt

Leiðari 20. tbl. 2004 | 19.05.2004 | 16:48Er leikið á hörpu?

Í upphafi skyldi endirinn skoða er heilræði sem margur lætur sér fátt um finnast enda erum við Íslendingar sennilega flestum öðrum þjóðum, sem eitthvað mega sín, menn líðandi dags þar sem lífsmottóinu ,,þetta reddast“ er ætlað að sjá fyrir morgundeginum.

Á haustdögum kváðu galvaskir formenn þingflokka stjórnarliðsins stjórnina mæta samhenta til þings með stjórnarsáttmála, sem birtast myndi í pólitískum spegli. Horfur voru eins og best varð á kosið. Hvergi tása á hinum pólitíska himni.

Á þessum tímapunkti sagði BB í leiðara: ,,Fjölmargir nýir þingmenn taka nú sæti á Alþingi. Margt af þessu fólki sýnist dugmikið og áræðið. Fyrirheit margra þeirra vekja vonir um nýja sýn á samfélaginu.“ Engan veginn er sanngjarnt að slá neinu föstu um burði hinna nýju þingmanna eftir svo skamman tíma. Áhyggjuefni er engu að síður, að með eftirfarandi tilvitnun í sama leiðara: ,,reynslan sýnir (þó) að strax og meðgöngutími þingmanna að ráðherradómi hefst hættir þeim til að falla fyrir flokkshollustunni“, virðist fátt hafa verið ofsagt.

Atgangurinn á Alþingi undanfarna daga er með þeim eindæmum að samjöfnuður verður ekki auðfundinn. Er þó af nógu að taka úr þeirri smiðju. Hvað sem orðavali einstakra þingmanna líður er öllu alvarlegra að óvild virðist ríkja milli forseta lýðveldisins og forsætisráðherra. Breytir þar fáu þótt reynt sé að telja almenningi trú um annað með sérstöku þagnarsambandi þessara aðila eða áratuga gömlum badmintonsögum. Hvaða afstöðu sem menn kunna að hafa til forsetans, eða embættisins, og forsætisráðherrans, er stríðsástandið sem ríkt hefur undanfarið hrein og klár lítilsvirðing við fólkið í landinu, ekki bara þá sem komið hafa þessum mönnum til æðstu metorða, heldur allri þjóðinni.

Fjölmiðlafrumvarpið skekur þjóðfélagið. Trauðir liðsmenn draga vagninn. Mótmælum rignir yfir dag hvern.

Enn eitt flippið í smábátakerfinu er í uppsiglingu. Skattalækkun til almennings orðin að bitbeini; hverjir komast á verðlaunapallinn?. Áformuð fækkun starfsfólks á spítölunum fyllir ekki út í sparnaðarrammann; það verður að loka deildum, tímabundið. Mikil fátækt er sögð í höfuðborg nægtaþjóðfélagsins. Góðærið þekkti sína ef marka má skýrslu sem unnin var af undirmönnum fjögurra ráðherra.

Á meðan þessi mál og ótal önnur brenna á þegnum þjóðfélagsins logar Alþingi í illdeilum.

Skyldi einhver vera leika á hörpu?
s.h.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli